Isavia fengið 40 prósent af andvirði seldra farmiða í áætlunarakstri Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2020 14:46 Bílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Vísir/vilhelm Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Eftirlitið telur óhætt að áætla að Isavia hafi fengið 40 prósent af andvirði allra selda farmiða í áætlunarakstri milli höfuðborgarsvæðsins og flugvallarins undanfarin tvö ár. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til Isavia eru í fimm liðum og kveða meðal annars á um að Isavia taki núverandi fyrirkomulag svokallaðra nær- og fjarstæða til endurskoðunar innan sex mánaða. Tilmælin eru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Rútufyrirtækið Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. „Í þessu sambandi skipti máli að Isavia nýtur einstakra yfirburða sem opinber rekstraraðili og nánast eini skipuleggjandi allrar aðstöðu fyrir fyrirtæki sem starfa á Keflavíkurflugvelli og innan flugstöðvarinnar. Taldi eftirlitið sennilegt að gjaldtakan fæli í sér of hátt verð eða okur auk þess sem hún mismunaði fólksflutningafyrirtækjum í sams konar viðskiptum og var hún því stöðvuð.“ Við höfuðstöðvar Isavia í Vatnsmýri.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins gaf ekki tilefni til frekari íhlutunar, að öðru leyti en að beina fimm tilmælum til Isavia. Þau fyrstu lúta að því að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá ákvörðuninni, sem dagsett er í dag. „Er æskilegt að Isavia líti til allra mögulegra markaða fyrir áætlunarog hópferðaakstur til og frá FLE og áhrifa væntanlegs útboðs og annarra ráðstafana Isavia á samkeppni á þeim mörkuðum,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um þennan lið tilmælanna. Síðasta útboð gallað Sá næsti lýtur að því að næsta útboð á fólksflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að framkvæmd síðasta útboðs vegna áætlunaraksturs til og frá nærstæðum flugvellinu árið 2017 hafi verið nokkrum annmörkum háð. „Fæst ekki annað séð en að tilgangur útboðsins hafi ekki verið sá að ná fram sem mestri hagkvæmni heldur einungis að tryggja Isavia sem hæstar tekjur af hverjum seldum farmiða,“ segir í ákvörðun eftirlitsins áður en útboðinu er lýst með eftirfarandi hætti: „Fyrirkomulagið var þannig að aðilar buðu að tiltekið hlutfall af tekjum (hverjum seldum farmiða) skildi renna sem þóknun til Isavia. Að lágmarki skyldi hlutfallið vera 20% og var niðurstaðan sú að Kynnisferðir buðu þóknun sem nam 41,2% af verði hvers selds farmiða og Hópbílar 33,33% en þessi fyrirtæki voru hlutskörpust í útboðinu.“ Miðað við hlutdeild umræddra fyrirtækja í áætlunarakstri segir Samkeppniseftirlitið að gera megi ráð fyrir því að Isavia hafi nú þegar fengið í sinn hlut um 40% af andvirði allra seldra farmiða í áætlunarakstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins frá 1. mars 2018 þegar gjaldtakan hófst. Tilmælin fimm Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér, en tilmæli eftirlitsins til Isavia eru sem hér segir: Að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá töku ákvörðunar þessarar og að aðferðafræði samkeppnismats verði beitt við þá skoðun. Að næsta útboð á fólksflutningum til og frá FLE verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Að mótaðar kostnaðarforsendur liggi til grundvallar gjaldtöku vegna þeirrar aðstöðu sem Isavia ohf. býður fólksflutningafyrirtækjum. Að við skipulagningu fólksflutninga til og frá FLE verði hugað að samspili mismunandi valkosta til þess að tryggja samkeppnislegt aðhald. Að Isavia grípi ekki til afturvirkrar gjaldtöku á fjarstæðum vegna tímabila sem liðið hafa áður en ákvörðun þessi er birt. Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Samgöngur Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Samkeppniseftirlitið beinir þeim tilmælum til Isavia að „koma traustari umgjörð um skipulag og gjaldtöku“ á bílastæðum fyrir fólksflutninga til og frá Keflavíkurflugvelli. Eftirlitið telur óhætt að áætla að Isavia hafi fengið 40 prósent af andvirði allra selda farmiða í áætlunarakstri milli höfuðborgarsvæðsins og flugvallarins undanfarin tvö ár. Tilmæli Samkeppniseftirlitsins til Isavia eru í fimm liðum og kveða meðal annars á um að Isavia taki núverandi fyrirkomulag svokallaðra nær- og fjarstæða til endurskoðunar innan sex mánaða. Tilmælin eru sett fram vegna rannsóknar á gjaldtöku Isavia á rútustæðum við flugstöðina. Þar voru undir fyrrnefnd nærstæði, sem eru fyrir skipulagðan áætlunarakstur, og svo fjarstæði sem eru fyrir hópferðafyrirtæki sem sinna öðrum akstri. Rútufyrirtækið Allrahanda kvartaði undir fyrirkomulaginu og ákvað Samkeppniseftirlitið um mitt árið 2018 að stöðva gjaldtöku Isavia á fjarstæðum - „þar sem sennilegt var talið að hún fæli í sér misnotkun á markaðsráðandi stöðu,“ eins og það er orðað í yfirlýsingu eftirlitsins. „Í þessu sambandi skipti máli að Isavia nýtur einstakra yfirburða sem opinber rekstraraðili og nánast eini skipuleggjandi allrar aðstöðu fyrir fyrirtæki sem starfa á Keflavíkurflugvelli og innan flugstöðvarinnar. Taldi eftirlitið sennilegt að gjaldtakan fæli í sér of hátt verð eða okur auk þess sem hún mismunaði fólksflutningafyrirtækjum í sams konar viðskiptum og var hún því stöðvuð.“ Við höfuðstöðvar Isavia í Vatnsmýri.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Áframhaldandi rannsókn Samkeppniseftirlitsins gaf ekki tilefni til frekari íhlutunar, að öðru leyti en að beina fimm tilmælum til Isavia. Þau fyrstu lúta að því að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá ákvörðuninni, sem dagsett er í dag. „Er æskilegt að Isavia líti til allra mögulegra markaða fyrir áætlunarog hópferðaakstur til og frá FLE og áhrifa væntanlegs útboðs og annarra ráðstafana Isavia á samkeppni á þeim mörkuðum,“ segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um þennan lið tilmælanna. Síðasta útboð gallað Sá næsti lýtur að því að næsta útboð á fólksflutningum til og frá Keflavíkurflugvelli verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Það sé mat Samkeppniseftirlitsins að framkvæmd síðasta útboðs vegna áætlunaraksturs til og frá nærstæðum flugvellinu árið 2017 hafi verið nokkrum annmörkum háð. „Fæst ekki annað séð en að tilgangur útboðsins hafi ekki verið sá að ná fram sem mestri hagkvæmni heldur einungis að tryggja Isavia sem hæstar tekjur af hverjum seldum farmiða,“ segir í ákvörðun eftirlitsins áður en útboðinu er lýst með eftirfarandi hætti: „Fyrirkomulagið var þannig að aðilar buðu að tiltekið hlutfall af tekjum (hverjum seldum farmiða) skildi renna sem þóknun til Isavia. Að lágmarki skyldi hlutfallið vera 20% og var niðurstaðan sú að Kynnisferðir buðu þóknun sem nam 41,2% af verði hvers selds farmiða og Hópbílar 33,33% en þessi fyrirtæki voru hlutskörpust í útboðinu.“ Miðað við hlutdeild umræddra fyrirtækja í áætlunarakstri segir Samkeppniseftirlitið að gera megi ráð fyrir því að Isavia hafi nú þegar fengið í sinn hlut um 40% af andvirði allra seldra farmiða í áætlunarakstri á milli Keflavíkurflugvallar og höfuðborgarsvæðisins frá 1. mars 2018 þegar gjaldtakan hófst. Tilmælin fimm Ákvörðun Samkeppniseftirlitsins má nálgast hér, en tilmæli eftirlitsins til Isavia eru sem hér segir: Að núverandi fyrirkomulag nær- og fjarstæða við Flugstöð Leifs Eiríkssonar (FLE) verði tekið til endurskoðunar innan sex mánaða frá töku ákvörðunar þessarar og að aðferðafræði samkeppnismats verði beitt við þá skoðun. Að næsta útboð á fólksflutningum til og frá FLE verði útfært með þeim hætti að það tryggi hagkvæmni í fólksflutningum og stuðli ekki að hækkun fargjalda. Að mótaðar kostnaðarforsendur liggi til grundvallar gjaldtöku vegna þeirrar aðstöðu sem Isavia ohf. býður fólksflutningafyrirtækjum. Að við skipulagningu fólksflutninga til og frá FLE verði hugað að samspili mismunandi valkosta til þess að tryggja samkeppnislegt aðhald. Að Isavia grípi ekki til afturvirkrar gjaldtöku á fjarstæðum vegna tímabila sem liðið hafa áður en ákvörðun þessi er birt.
Keflavíkurflugvöllur Samkeppnismál Samgöngur Mest lesið Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira