Næsta verkefni fyrir OECD – er pólitíski kjarkurinn til staðar? Ólafur Stephensen skrifar 26. nóvember 2020 07:31 Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Samkeppnismál Landbúnaður Sjávarútvegur Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Íslenska sem brú að betra samfélagi Vanessa Monika Isenmann skrifar Skoðun Ofbeldi í nánum samböndum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Skýrsla Efnahags- og framfarastofnunarinnar, OECD, um samkeppnismat á regluverki ferðaþjónustu og byggingariðnaðar á Íslandi hefur vakið talsverða athygli og umræður. Í skýrslunni, sem var samin að beiðni Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, var regluverk þessara atvinnugreina greint með tilliti til þess hvort í því felist samkeppnishindranir eða óþarfa reglubyrði sem ryðja megi úr vegi. Niðurstaðan er 438 tillögur OECD um breytingar á gildandi lögum og reglum til að auka samkeppnishæfni greinanna og leysa úr læðingi krafta samkeppninnar í þágu almennings. Stofnunin metur það svo að það myndi auka verðmætasköpun í hagkerfinu um 30 milljarða að hrinda tillögunum í framkvæmd. Tillögurnar hafa sumar hverjar verið gagnrýndar, enda er stigið á tær hagsmunahópa sem hafa komið sér þægilega fyrir á kostnað virkrar samkeppni. Það er til marks um pólitískan kjark að biðja um skýrsluna og fylgja henni eftir. Drög að fyrsta frumvarpinu, byggðu á tillögum OECD, eru nú þegar komin í samráðsgátt stjórnvalda. Þessi vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Félag atvinnurekenda hefur um árabil talað fyrir því að stjórnvöld leiti samstarfs við OECD um samkeppnismat á öllu regluverki íslenzks atvinnulífs og hefur fagnað mjög þessu fyrsta skrefi í þeirri vinnu. FA hefur í framhaldi af útgáfu skýrslunnar sent Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem situr handan gangsins í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, erindi og hvatt hann til að beita sér fyrir sams konar samkeppnismati OECD á regluverki landbúnaðar og sjávarútvegs. Samkeppnishindranir í sjávarútvegi Í bréfinu til ráðherrans bendum við á að lög og reglur um bæði landbúnað og sjávarútveg feli í sér ýmsar samkeppnishindranir. Samkeppnisyfirvöld hafi sent ráðuneytinu og/eða forverum þess ábendingar um þær margar, en úrbótatillögur hafi hlotið lítinn hljómgrunn. FA rifjar m.a. upp álit Samkeppniseftirlitsins frá 2012 um samkeppnishindranir vegna aðstöðumunar annars vegar útgerða sem ekki stunda fiskvinnslu og fiskvinnslufyrirtækja sem ekki stunda jafnframt veiðar á sjávarafla og hins vegar svokallaðra lóðrétt samþættra sjávarútvegsfyrirtækja, sem bæði stunda veiðar og vinnslu. Þetta er angi af margumræddri tvöfaldri verðlagningu í sjávarútveginum, sem býr til margvísleg vandamál. Stofnunin lagði til fjórar leiðir til úrbóta: Setja milliverðlagningarreglur þannig að innri viðskipti fiskvinnslu og útgerðar innan sama fyrirtækis væru eins og um óskylda aðila væri að ræða. Koma í veg fyrir að sjálfstæðu útgerðirnar greiði hlutfallslega hærri hafnargjöld en samþættu útgerðirnar, til dæmis með því að miða við landað magn eða opinbert viðmiðunarverð. Útgerðarmenn komi ekki með beinum hætti að ákvörðun um verðlagsstofuverð. Reglur um kvótaframsal verði rýmkaðar þannig að sjálfstæðar fiskvinnslur geti átt veiðiheimildir og séu þannig í betri aðstöðu að ná sér í hráefni. Tillögum samkeppnisyfirvalda um úrbætur hefur lítt eða ekki verið sinnt. Undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda FA bendir einnig á margvísleg álit, umsagnir og skýrslur samkeppnisyfirvalda vegna regluverks í landbúnaði, en af tillögum Samkeppniseftirlitsins má nefna eftirfarandi: Undanþágur mjólkurafurðastöðva frá ákvæðum samkeppnislaga verði afnumdar. Samkeppnislög gildi fullum fetum í landbúnaði og vinnslu landbúnaðarafurða líkt og í annarri atvinnustarfsemi. Búvörulög verði tekin til heildstæðrar endurskoðunar til að greiða fyrir samkeppni. Bændur séu ekki bundnir í viðskiptum við tilteknar afurðastöðvar, heldur eigi val. Tryggt verði að íslenzkur landbúnaður hafi samkeppnislegt aðhald, m.a. af innflutningi. Felldir verði niður tollar á mjólkurdufti til að greiða fyrir samkeppni í mjólkuriðnaði. Tollar verði felldir niður á svína- og kjúklingakjöti. Útboð á tollkvótum verði felld niður eða kvótunum úthlutað án endurgjalds. Af upptalningunni má vera ljóst að víða eru í gildi samkeppnishömlur í regluverki sjávarútvegs og landbúnaðar, sem stjórnvöld hafa ekki aðhafzt til að afnema. Raunar segir í einni af skýrslum Samkeppniseftirlitsins, þar sem umbætur í landbúnaði eru til umræðu: „Reynslan sýnir að stjórnvöld hafa undantekningarlítið litið framhjá tilmælum samkeppnisyfirvalda.“ Kjarkur beggja vegna gangsins? Ætla má, ekki sízt með tilliti til fjölda ábendinga í hinni nýútkomnu skýrslu, að sérfræðingar OECD kæmu jafnvel auga á enn fleiri hindranir í vegi frjálsrar samkeppni en sérfræðingar Samkeppniseftirlitsins. Glöggt er gests augað. Að mati Félags atvinnurekenda er forgangsatriði að gera samkeppnismat á regluverki umræddra atvinnugreina í því skyni að efla samkeppni og auka þannig skilvirkni, draga úr sóun og bæta hag landsmanna. Í bréfinu til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra kemur fram það mat FA að ekki síður en í ferðaþjónustu og byggingariðnaði sé gífurlegur fjárhagslegur ávinningur af því fyrir Ísland að leyfa ferskum vindum samkeppni að blása í sjávarútvegi og landbúnaði. Nú er bara að sjá hvort pólitíski kjarkurinn er jafnmikill á ráðherraskrifstofunni sem bréfið var stílað á og á kontórnum handan gangsins. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir Skoðun