Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Sylvía Hall skrifar 20. júní 2020 11:48 Bókaútgefandi segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu. Já.is Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt. Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. Sakar hann þá um að misnota markaðsráðandi stöðu sína ítrekað með skelfilegum afleiðingum fyrir samstarfsaðila, en Penninn rekur sextán bókabúðir. Ástæða greinarinnar er ákvörðun Pennans um að selja ekki bækur sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Því hafi Penninn endursent allar bækur Uglu án fyrirvara með þeim afleiðingum að tekjur útgáfunnar drógust saman um um 67 prósent í maímánuði. „Trúlega dragast tekjur Uglu enn meira saman í júnímánuði, því að Penninn situr enn við sinn keip og neitar að hafa til sölu nýútkomnar bækur Uglu sem jafnframt eru í hljóðbókastreymi,“ skrifar Jakob og bætir við að útgáfan gefi út marga höfunda sem hafa notið mikilla vinsælda hjá íslenskum bókaunnendum. „Bókum þessara höfunda og fleiri kastar Penninn fyrirvaralaust úr búðum sínum vegna þess að útgefandi þeirra leyfir sér að bjóða líka upp á bækurnar í hljóðbókastreymi!“ Bækur sem koma út á hljóðbókastreymi Storytel verða ekki seldar í verslunum Pennans.Unsplash Yfirþyrmandi markaðshlutdeild Jakob segir ráðandi stöðu Pennans valda því að 90 til 95 prósent af sölu Uglu fer fram í verslunum Pennans. Þessi ákvörðun Pennans hafi þær afleiðingar í för með sér að útlit sé fyrir að bókaútgáfan neyðist til að hætta starfsemi í haust. Hann segir stjórnendur Pennans ekki virða þær skyldur sem fylgja því að vera í markaðsráðandi stöðu og þeir hafi jafnframt sýnt það að þeim sé ekki treystandi til þess að sinna því hlutverki. Þetta sé ekki eina dæmið um slíkt. „Það hefur útgefandi Uglu fengið að heyra undanfarna daga. Nefna má samskipti við Portfolio, útgáfufélag Sigurgeirs Sigurjónssonar ljósmyndara, og Lesstofuna. Þá munu allmörg lítil fyrirtæki, sem framleiddu minjagripi fyrir ferðamenn, hafa harma að hefna eftir samskipti sín við Pennan. Hann beinir sjónum sínum næst að Samkeppniseftirlitinu og segir það hljóta að koma til greina að nýta valdheimildir þess til þess að brjóta upp „einokunarveldi Pennans á íslenskum bókamarkaði“ í ljósi þess að heilbrigð samkeppni þrífist aðeins ef leikreglurnar eru skýrar og eftirlitið skilvirkt.
Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira