Skoða þarf hvort málefnalegar ástæður séu fyrir lögverndun starfsgreina Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. nóvember 2020 17:51 Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún. Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira
Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríka og ekkert rekstrarfélag flugvalla í álfunni er rekið með óhagstæðari hætti en Isavia, að mati skýrsluhöfunda Efnahags og framfarastofnunar Evrópu. OECD segir þetta koma illa niður á neytendum og gerir yfir fjögur hundruð úrbótatillögur á íslenskum reglum. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Afraksturinn er viðamikill. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir. Þetta skilar 438 tillögum sem eiga að mati OECD að einfalda regluverk og auka hagvöxt. „Það er mat OECD að við séum í rauninni að halda inni allt að 30 milljörðum á ári og það hlýtur að vera eitthvað sem við viljum skoða mjög grandlega. Hvað við getum gert til að ná því fram. En ég átta mig auðvitað á því að í þessum tillögum er alls konar pólitík,“ segir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, ávarpaði kynningarfund um skýrsluna með rafrænum hætti í dag.vísir/Sigurjón Samkvæmt úttekt OECD eru lögverndað störf umtalsvert fleiri á Íslandi en annars staðar í Evrópu. Lagt er til að þeim verði fækkað og Angel Gurría, framkvæmdastjóri OECD, sem ávarpaði kynningarfund um skýrsluna í dag ítrekaði þetta. Hann benti á að samkvæmt íslenskum lögum væri bakaraiðn lögvernduð starfsgrein og sagði OECD leggja til afnám lögverndarinnar. Þórdís Kolbrún segir að fara þurfi í gegnum regluverkið. „Sumt af þessu er orðið mjög gamalt og annað nýrra. Við þurfum að fara í gegnum hvar eru málefnalegar ástæður fyrir því að eitthvað þurfi að lögvernda.“ Margar úrbótatillögur snúa að Isavia og meðal annars er lagt til að Keflavíkurflugvöllur verði boðinn út. Í greingunni segir að ekkert flugvallarekstrafélag í Evrópu sé rekið með óhagstæðari hætti. „Ég er þeirrar skoðunar að það að hleypa að fjárfestum inn í þennan rekstur væri til bóta. En ég ber ekki ábyrgð á því í þessu ríkisstjórnarsamstarfi,“ segir Þórdís Kolbrún.
Keflavíkurflugvöllur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkeppnismál Vinnumarkaður Mest lesið Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Viðskipti innlent Merki um aukin umsvif á fasteignamarkaði Viðskipti Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Sjá meira