Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 22:03 Leigubílstjórar gagnrýna nýja skýrslu OECD harðlega. Vísir/Vilhelm Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni. Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá bandalaginu þar sem skýrslan er harðlega gagnrýnd og því haldið fram að höfunda hennar skorti þekkingu á íslenskum vinnumarkaði. Skýrslan sem vísað er til var kynnt í fyrradag en þar eru gerðar 438 tillögur til breytinga sem eru sagðar til þess fallnar að skapa sveigjanlegra umhverfi fyrir atvinnustarfsemi, skapa fleiri störf og auka framleiðni og vöxt í hagkerfinu. Meðal þess sem fram kemur í skýrslunni er að Íslendingar lögvernda flestar starfsgreinar allra Evrópuríkja. Leigubílstjórar eru ekki fyrsta starfsstéttin sem gagnrýnt hefur skýrsluna en það hafa bakarameistarar til að mynda gert. Í yfirlýsingu sinni segir Bandalag íslenskra leigubílstjóra að því sé ranglega haldið fram í skýrslunni og reglubyrði leigubifreiða sé óþarfi. „Lögverndun leigubifreiðaaksturs er réttur neytenda á öruggum ferðamáta. Samkeppni leigubifreiða er ekki heft með reglum, heldur er hún einmitt tryggð á jafnréttisgrundvelli með þeim hætti,“ segir meðal annars í yfirlýsingu bandalagsins. „Af höfundum skýrslunnar skín í gegn þekkingarleysið á íslenskum vinnumarkaði og einfaldlega virðingarleysið gagnvart íslensku samfélagi, sem er þekkt fyrir að vera til fyrirmyndar í málefnum mannréttinda og atvinnuréttinda,“ segir ennfremur. Ferðamálaráðherra óskaði eftir skýrslunni fyrir um einu og hálfu ári og kostnaður við hana nemur um 120 milljónum króna. Greiningin náði til 632 laga og reglna á sviði ferðaþjónustu og byggingariðnaðar og gerðar voru 676 athugasemdir en leigubílstjórar gera jafnframt athugasemdir við kostnaðinn við skýrsluna. „Birting skýrslunnar og upplýsingar um kostnaðinn við hana, hefði ekki getað átt sér stað á dapurlegri tímum. Það er okkar álit að 120 milljónum króna hefði verið betur varið í annað en að kynna hugmyndir um að afnema löggildingar fagstétta, sem myndu hafa án efa þær afleiðingar í för með sér að draga úr hvata til náms,“ segir í yfirlýsingunni.
Leigubílar Samgöngur Stjórnsýsla Samkeppnismál Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira