Íslendingar bregðist almennt illa við „fantaskap stórs aðila“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júlí 2020 13:13 Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og bókaútgefandi, fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins en segir að Penninn þurfi að bæta sér uppfjárhagslegan skaða. JÁ.IS „Við búum í hálfgerðu fákeppnislandi og þess vegna er mjög mikilvægt að það séu skýrar reglur og öflugt eftirlit.“ Þetta sagði Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og bókaútgefandi Uglu útgáfu í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að sennilegt væri að Penninn hefði brotið samkeppnislög með því að endursenda nýjar og nýlegar bækur Uglu útgáfu sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Tekjur Uglu drógust verulega saman við ákvörðun þessa. Sjá nánar: Segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Jakob fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. UGLA ÚTGÁFA „Það er þannig að svona tíu mánuði á ári þá fer nær öll sala fram í verslunum Pennans Eymundssonar bóksala. Fólk fer bara í bókabúðir, það leggur ekkert lykkju á leið sína til að fara í einhverja eina búð það sem tilteknar bækur eru til. Það kaupir bara það sem er á boðstólum í bókabúðunum og mikið af því sem ég gef út, eða 90% jafnvel 95% af sölu, fer fram í verslunum Eymundsson,“ segir Jakob. Það komu honum reyndar mjög á óvart hversu vel Íslendingar hafi brugðist við ákalli hans. Jakob opnaði vefverslun á vefsvæði Uglu skömmu eftir ákvörðun Pennans um að taka nýjar og nýlegar bækur úr sölu. Jakob segir að margir hafi viljað sýna honum stuðning í verki með því að kaupa af honum bækur gegnum vefinn, milliliðalaust. „Það er eins og það sé bara eitthvað í Íslendingseðlinu að bregðast við svona fantaskap stórs aðila sem hefur hálfgert einokunarvald.“ Jakob telur að háttsemin takmarki frelsi bókaútgefenda til að nýta sér tækninýjungar og stunda viðskipti með bækur sínar eins og þeim þyki henta. Hann segir að heilmiklir möguleikar séu fólgnir í hljóðbókarforminu. „Maður veit svo sem ekki hvernig þetta þróast þegar Forlagið kemur með allar sínar bækur á markað en hingað til hefur þetta verið mjög mikil búbót fyrir Uglu og þess vegna var ég ekki tilbúinn til þess að fresta hljóðbókaútgáfu mjög mikið af því að ég held þetta sé annar markaður og að stærstum hluta viðbót við bóksöluna“ Í svari Pennans til eftirlitsins segir að Ugla hafi „gengið einna lengst í því að gefa út bækur sínar á hljóðbókarformi samhliða því að gefa þær út á prenti.“ Eftirlitið telur því ljóst að útgáfa Uglu á bókum í hljóðbókarformi hafi verið veigamikil ástæða fyrir ákvörðun Pennans. Slík háttsemi gæti, að mati Samkeppniseftirlitsins, verið til þess fallin að leggja stein í götu tækniþróunar hér á landi. Eftirlitið fái ekki séð að þau rök Pennans að viðskiptalegar forsendur hafi legið til grundvallar aðgerðum fyrirtækisins fáist staðist. Aðspurður um næstu skref segir Jakob. „Þeir eru nú komnir af stað og farnir að snúa af þessari braut sinni þannig að ég á bara von á því að þeir hlýði þessum fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins og að allt falli í ljúfa löð, eins og var áður en þeir gripu til þessa aðgerða en ég haf að vísu orðið fyrir fjárhagslegum skaða sem þarf að bæta með einhverjum hætti.“ Jakob segir að sala á bókum hjá Pennanum sé grundvöllur fyrir bókaútgáfu í landinu í ljósi ráðandi stöðu þeirra á markaði. Þess vegna verði að búa að baki málefnalegar ástæður fyrir því að bækur séu teknar úr sölu. Hér er hægt að gaumgæfa nánar bráðabirgðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins. Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta. 16. júlí 2020 18:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
„Við búum í hálfgerðu fákeppnislandi og þess vegna er mjög mikilvægt að það séu skýrar reglur og öflugt eftirlit.“ Þetta sagði Jakob F. Ásgeirsson, rithöfundur og bókaútgefandi Uglu útgáfu í hádegisfréttum Bylgjunnar þegar hann var inntur eftir viðbrögðum við bráðabirgðaákvörðun Samkeppniseftirlitsins þess efnis að sennilegt væri að Penninn hefði brotið samkeppnislög með því að endursenda nýjar og nýlegar bækur Uglu útgáfu sem gefnar eru út á hljóðbókastreymi Storytel. Tekjur Uglu drógust verulega saman við ákvörðun þessa. Sjá nánar: Segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Jakob fagnar skjótum viðbrögðum Samkeppniseftirlitsins því hann hafi óttast á tímabili að útgáfan myndi ekki lifa höggið af. UGLA ÚTGÁFA „Það er þannig að svona tíu mánuði á ári þá fer nær öll sala fram í verslunum Pennans Eymundssonar bóksala. Fólk fer bara í bókabúðir, það leggur ekkert lykkju á leið sína til að fara í einhverja eina búð það sem tilteknar bækur eru til. Það kaupir bara það sem er á boðstólum í bókabúðunum og mikið af því sem ég gef út, eða 90% jafnvel 95% af sölu, fer fram í verslunum Eymundsson,“ segir Jakob. Það komu honum reyndar mjög á óvart hversu vel Íslendingar hafi brugðist við ákalli hans. Jakob opnaði vefverslun á vefsvæði Uglu skömmu eftir ákvörðun Pennans um að taka nýjar og nýlegar bækur úr sölu. Jakob segir að margir hafi viljað sýna honum stuðning í verki með því að kaupa af honum bækur gegnum vefinn, milliliðalaust. „Það er eins og það sé bara eitthvað í Íslendingseðlinu að bregðast við svona fantaskap stórs aðila sem hefur hálfgert einokunarvald.“ Jakob telur að háttsemin takmarki frelsi bókaútgefenda til að nýta sér tækninýjungar og stunda viðskipti með bækur sínar eins og þeim þyki henta. Hann segir að heilmiklir möguleikar séu fólgnir í hljóðbókarforminu. „Maður veit svo sem ekki hvernig þetta þróast þegar Forlagið kemur með allar sínar bækur á markað en hingað til hefur þetta verið mjög mikil búbót fyrir Uglu og þess vegna var ég ekki tilbúinn til þess að fresta hljóðbókaútgáfu mjög mikið af því að ég held þetta sé annar markaður og að stærstum hluta viðbót við bóksöluna“ Í svari Pennans til eftirlitsins segir að Ugla hafi „gengið einna lengst í því að gefa út bækur sínar á hljóðbókarformi samhliða því að gefa þær út á prenti.“ Eftirlitið telur því ljóst að útgáfa Uglu á bókum í hljóðbókarformi hafi verið veigamikil ástæða fyrir ákvörðun Pennans. Slík háttsemi gæti, að mati Samkeppniseftirlitsins, verið til þess fallin að leggja stein í götu tækniþróunar hér á landi. Eftirlitið fái ekki séð að þau rök Pennans að viðskiptalegar forsendur hafi legið til grundvallar aðgerðum fyrirtækisins fáist staðist. Aðspurður um næstu skref segir Jakob. „Þeir eru nú komnir af stað og farnir að snúa af þessari braut sinni þannig að ég á bara von á því að þeir hlýði þessum fyrirmælum Samkeppniseftirlitsins og að allt falli í ljúfa löð, eins og var áður en þeir gripu til þessa aðgerða en ég haf að vísu orðið fyrir fjárhagslegum skaða sem þarf að bæta með einhverjum hætti.“ Jakob segir að sala á bókum hjá Pennanum sé grundvöllur fyrir bókaútgáfu í landinu í ljósi ráðandi stöðu þeirra á markaði. Þess vegna verði að búa að baki málefnalegar ástæður fyrir því að bækur séu teknar úr sölu. Hér er hægt að gaumgæfa nánar bráðabirgðaniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins.
Bókmenntir Bókaútgáfa Samkeppnismál Verslun Tengdar fréttir Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48 Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta. 16. júlí 2020 18:45 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Fleiri fréttir Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Sjá meira
Segir stjórnendum Pennans ekki treystandi til að stýra markaðsráðandi fyrirtæki Jakob F. Ásgeirsson, bókaútgefandi hjá Uglu útgáfu og rithöfundur, fer hörðum orðum um stjórnendur Pennans í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag. 20. júní 2020 11:48
Samkeppniseftirlitið segir Pennanum að selja bækur frá Uglu Samkeppniseftirlitið telur að sölusynjun Pennans á bókum Uglu útgáfu hafi ekki stuðst við málefnalegar forsendur en með bráðabirgðaákvörðun eftirlitsins er Pennanum gert að taka bækur útgefandans í sölu að nýju. Ákvörðunin mun vera í gildi til áramóta. 16. júlí 2020 18:45