Næturlíf

Fréttamynd

Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum

Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt og var talsverður erill hjá lögregluþjónum. Einn ökumaður reyndi að stinga lögregluþjóna af í miðbænum og hófst eftirför. Þegar hann hafði verið króaður af reyndi ökumaðurinn að hlaupa undan lögregluþjónum en var stöðvaður.

Innlent
Fréttamynd

„Af­skap­lega ró­leg“ nótt hjá lög­reglu­mönnum

Tiltölulega rólegt var hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 72 mál skráð í kerfi lögreglu í nótt og var enginn í fangageymslu í morgun en miðað við dagbók lögreglunnar snerist nóttin að mestu um ökumenn undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna.

Innlent
Fréttamynd

Dyra­vörður grunaður um líkams­á­rás

Dyravörður í miðbænum er grunaður um líkamsárás í nótt. Lögregla rannsakað málið. Þá var einnig handtekinn vegna hótana við nágranna sinn í Grafarvogi, Mosfellsbæ eða Árbæ. Lögregla lagði hald á eggvopn á vettvangi.

Innlent
Fréttamynd

Villi Vill og Halla Vil­hjálms á Nínu

Það var líf og fjör á opnun skemmtistaðarins Nínu við Hverfisgötu á dögunum. Eigendur segja staðinn vera svar við kalli landsmanna um öðruvísi og lágstemmdari skemmtistað í miðborg Reykjavíkur. Margt var um manninn og ýmis þekkt andlit létu sjá sig.

Lífið
Fréttamynd

Réttinda­lausir stútar á ferðinni

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gærkvöldi tilkynning um bílslys þar sem ökumaður var grunaður um akstur undir áhrifum áfengis. Sá var handtekinn en í öðru tilfelli var ökumaður stöðvaður þar sem lögregluþjónum þótti hann aka ógætilega. Hann reyndist hafa verið sviptur ökuréttindum og fundust meint fíkniefni á honum.

Innlent
Fréttamynd

Braut rúðu í lög­reglu­bíl

Lögregluþjónar höfðu í nógu að snúast í nótt var mikið af útköllum í miðbænum vegna ölvunar og óláta. Þá barst einnig tilkynning um hópslagsmál þar og að minnsta kosti eina líkamsárás.

Innlent
Fréttamynd

Heitasti partýljósmyndari Reykja­víkur stefnir langt

Ljósmyndarinn Róbert Arnar Ottason hefur varla misst af viðburði í vetur og hefur sérstaklega vakið athygli fyrir það að grípa góð augnablik í skemmtanalífinu. Blaðamaður ræddi við hann um listsköpunina og stór framtíðarplön.

Lífið
Fréttamynd

Lög­reglan bannaði bjór á B5

Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku.

Innlent
Fréttamynd

Tveir hand­teknir eftir hópslagsmál

Tveir voru handteknir í gærkvöldi eða í nótt eftir hópslagsmál við skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur. Þeir voru í kjölfarið færðir á lögreglustöð þar sem þeir voru vistaðir í fangaklefa. Málið er í rannsókn.

Innlent
Fréttamynd

Allt á floti á Auto í nótt

Vatnsúðakerfi skemmtistaðarins Auto fór í gang í nótt og vatn flæddi um allt gólfið. Dælubíll frá slökkviliðinu var sendur á staðinn og hreinsunarstarf tók um klukkutíma.

Innlent
Fréttamynd

Neitaði að færa sig frá lög­reglu­bíl

Lögregluþjónar handtóku í gær mann sem stóð í vegi lögreglubíls og neitaði að færa sig. Þar að auki neitaði hann að fara af lögreglustöð þegar búið var að afla allra nauðsynlegra gagna um hann og var hann því vistaður í fangaklefa í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Sverrir Einar kærir lög­reglu­þjón fyrir rangar sakagiftir

Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Nýju vínbúðarinnar og fyrrverandi eigandi skemmtistaðarins B5, hefur lagt fram kæru á hendur lögregluþjóns sem sakaði hann um að tálma störf lögregluþjóna og veist að sér með ofbeldi. Umræddur lögregluþjónn hafði áður kært Sverri en bæði héraðssaksóknari og ríkissaksóknari hafa vísað þeirri kæru frá.

Innlent
Fréttamynd

Fjór­tán ára undir stýri

Lögregluþjónar stoppuðu í gærkvöldi bíl við hefðbundið eftirlit, þar sem fjórtán ára barn reyndist undir stýri. Jafnaldri ökumannsins var svo farþegi í bílnum en haft var samband við foreldra þeirra og voru börnin sótt á lögreglustöð.

Innlent
Fréttamynd

Nokkrir for­eldrar sóttu börn á lög­reglu­stöð

Þrír gistu í fangaklefa Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Einn þeirra hafði verið til vandræða í hverfi 105 en hinir tveir í miðbæ. Annar sló mann í andlitið með glasi og hinn var til vandræða fyrir utan skemmtistað.

Innlent
Fréttamynd

Engin vopn á Ljósa­nótt og Októ­ber­fest

Töluvert var um ofbeldisbrot og unglingadrykkju á Ljósanótt í Reykjanesbæ um helgina. Tilkynnt var um fjórar líkamsárásir og einn hátíðargestur kýldi tvo lögreglumenn í andlitið. Gestir Októberfest í Reykjavík voru töluvert rólegri. 

Innlent
Fréttamynd

Upp­lifi að þeir megi ekki segja nei við kyn­lífi

Strákar upplifa margir að þeir þurfi að vilja kynlíf og sumir hafa orðið fyrir því að fá skítinn yfir sig þegar þeir hafna stelpum á djamminu. Þá er það talið meira niðurlægjandi fyrir stelpur að vera ölvaðar á djamminu en fyrir stráka.

Lífið
Fréttamynd

Lúx verður að Útópíu

Dyrum skemmtistaðarins Lúx hefur verið læst í síðasta skiptið en handan sömu dyra verður nýi skemmtistaðurinn Útópía opnaður á föstudagskvöld. Opnunartíminn verður með breyttu sniði og aldurstakmarkið hækkað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Þörf á fleiri lög­reglu­mönnum á djammið í Reykja­vík

Agnes Hlynsdóttir í Samtökum reykvískra skemmtistaðaeigenda og rekstrarstjóri skemmtistaðarins Lemmy segist verða vör við meira ofbeldi og vopnaburð á djamminu. Þá sé einnig töluvert um ungt fólk sem sé að reyna að smygla sér ölvað inn á skemmtistaði. Hún segir þurfa átak og meiri viðveru lögreglu í miðbænum.

Innlent
Fréttamynd

Mið­bærinn orðinn hættu­legri

Bareigandi í Reykjavík segir miðbæ Reykjavíkur vera töluvert hættulegri en þegar hann kom hingað til lands frá Brasilíu fyrir um þrjátíu árum. Hann segist vera áhyggjufullur vegna stöðunnar og að reynsla hans af því að alast upp í Brasilíu sé orsökin á því.

Innlent
Fréttamynd

Færri of­beldis­brot á skemmti­stöðum sem taka þátt í verk­efninu

Samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði var undirritað í dag. Þetta er í fimmta sinn sem verkefnið er undirritað. Markmiðið samningsins er að skemmtistaðir í Reykjavík séu ofbeldislausir og öruggir, fyrir alla gesti og starfsfólk. Samkomulagið var fyrst undirritað árið 2016 og þá áttu 17 skemmtistaðir aðild að samkomulaginu en í dag eru þeir þrjátíu.

Innlent
Fréttamynd

Guggur og gúmmíbátur hjá Guggu í gúmmí­bát

„Þetta var án efa besti dagur lífs míns,“ segir áhrifavaldurinn Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, sem fagnaði 21 árs afmæli sínu með stæl um helgina á skemmtistaðnum Hax. Patrik, Issi, HubbaBubba og DJ Bjarni K voru meðal tónlistaratriða og að sjálfsögðu var gúmmíbátur á svæðinu.

Lífið