Innlent

Hand­tekinn eftir slags­mál á Lauga­vegi

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn var handtekinn á Laugarveginum í kvöld.
Einn var handtekinn á Laugarveginum í kvöld. Vísir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var með nokkuð umfangsmikið viðbragð við öldurhúsi á Laugarvegi í kvöld vegna slagsmála. Lögregluþjónar á að minnsta kosti fjórum hefðbundnum lögreglubílum voru á vettvangi.

Einnig mættu sérsveitarmenn á vettvang. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var einn handtekinn vegna slagsmálanna.

Sá var vistaður í fangaklefa og verður yfirheyrður þegar víman rennur af honum. 

Þá mun enginn vera slasaður eftir slagsmálin.

Nokkuð margir lögregluþjónar voru á vettvangi.Vísir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×