Innlent

Reyndi að flýja lög­reglu en endaði uppi á kanti

Agnar Már Másson skrifar
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregla veitti ökumanni bifreiðar eftirför í hverfi 105 í Reykjavík í nótt þar sem hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglubifreiðarinnar og endaði ökumaður bifreiðarinnar á því að aka upp á kant með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist.

Maðurinn var látinn dúsa í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins, segir í dagbók lögreglu þar sem greint er frá verkefnum milli klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Málavöxtum er ekki lýst frekar.

Þar segir einnig að lögregla hafi haft afskipti af ökumanni sem ók á göngugötu. Hann hafi reynst vera undir áhrifum fíkniefna. Var hann látinn laus að blóðsýnatöku lokinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×