Vinnumarkaður

Fréttamynd

Starfs­fólkið himin­lifandi með breytinguna

Eigendur útivistarverslunarinnar GG sport hafa ákveðið að stytta opnunartíma sinn og loka verslunum sínum klukkan 17. Fylgja þeir þar með fordæmi fleiri verslunareigenda sem hafa tekið svipuð skref. Annar eigendanna segir starfsfólk verslunarinnar vera himinlifandi með breytinguna.  

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hefja at­kvæða­greiðslur um verk­föll í 29 sveitar­fé­lögum

BSRB hefur boðað atkvæðagreiðslur um verkföll í 29 sveitarfélögum sem hefjast í dag. Ekki er hægt að greina frá hver sveitarfélögin eru þar sem eftir á að tilkynna starfsmönnum um atkvæðagreiðsluna. Framkvæmdastjóri bandalagsins segir ekki vera neitt sérstakt tilefni til að vera bjartsýnn á að deilan leysist á næstu dögum. 

Innlent
Fréttamynd

Sömu laun fyrir sömu störf

Í byrjun febrúar tók síminn að hringja hjá stéttafélögum BSRB þar sem starfsfólk sveitarfélaga um land allt skildi ekki hvers vegna samstarfsfélagar þeirra, sem starfa við hlið þeirra, hefðu fengið launahækkun í janúar en ekki þau.

Skoðun
Fréttamynd

Vill sjá undan­þágur vegna barna í við­kvæmri stöðu

Formaður heimilis og skóla hefur áhyggjur af því að verkfall aðildarfélaga BSRB bitni mest á viðkvæmustu hópum barna. Talsvert hefur borist af undanþágubeiðnum, meðal annars frá foreldrum fatlaðra barna sem hefur verið synjað. Formaður BSRB segir ekkert samtal í gangi varðandi samninga. 

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðir BSRB hafnar

Verkföll hjá BSRB fólki sem starfar hjá flestum stærstu sveitarfélögum landsins að Reykjavík undanskilinni hófust á miðnætti og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vildi oft deyja: „Ég fékk bara ógeð á sjálfri mér“

„Já ég man mjög vel eftir því. Það var einn daginn þegar að ég vaknaði einhvers staðar að ég held í Breiðholtinu eftir mikið djamm og leit í spegil. Og ég fékk bara ógeð á sjálfri mér,“ svarar Hafrún Ósk Hafsteinsdóttir aðspurð um það hvort hún muni eftir því augnabliki þegar hún tók ákvörðun um að snúa við blaðinu, hætta í neyslu, óska eftir aðstoð við andlegum veikindum sínum og hreinlega taka ákvörðun um að vilja lifa.

Áskorun
Fréttamynd

Samninga­fundi slitið og stefnir í verk­föll

Samninga­fundi BSRB og Sam­bandi ís­lenskra sveitar­fé­laga sem hófst klukkan 13:00 hefur verið slitið. For­maður BSRB segir fundinn engu hafa skilað. Verk­föll hefjast því að ó­breyttu á mánu­dag.

Innlent
Fréttamynd

„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“

For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness segir það gríðar­legt hags­muna­mál að Hvalur hf. fái að halda á­fram hval­veiðum sínum næstu árin. Að meðal­tali hafi 90 starfs­menn Hvals verið fé­lags­menn í verka­lýðs­fé­laginu á síðustu ver­tíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grund­velli dýra­verndunar­sjónar­miða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Verk­föll boðuð í sund­laugum um hvíta­sunnu­helgi

Sundlaugar í átta sveitarfélögum á landsbyggðinni verða lokaðar um hvítasunnuhelgina eftir að starfsfólk sundlaga og íþróttamannavirkja samþykktu að leggja niður störf í atkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Þeir bætast í hóp hátt í 1.600 félagsmanna BSRB sem eru á leið í verkfall.

Innlent
Fréttamynd

Sól­veig Anna segir Eflingu verða sterkari eftir úr­sögn úr SGS

Formaður Eflingar fagnar því að Efling fái nú beina aðild að Alþýðusambandinu eftir að meirihluti samþykkti úrsögn félagsins úr Starfsgreinasambandinu í atkvæðagreiðslu. Forseti ASÍ segir að Efling muni koma að viðræðum við stjórnvöld í tengslum við nýja kjarasamninga.

Innlent
Fréttamynd

Úrsögn Eflingar úr SGS sam­þykkt

Úrsögn Eflingar úr Starfsgreinasambandi Íslands (SGS) var samþykkt í allsherjaratkvæðagreiðslu sem lauk í dag. Alls greiddu tæplega sjötíu prósent með úrsögninni en tæp tuttugu og átta prósent kusu gegn henni.

Innlent
Fréttamynd

Kulnun ekki skil­greindur sjúk­dómur

Í síðasta ársriti VIRK starfsendurhæfingarsjóðs var gerð ítarleg grein fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni sjóðsins tengdu fyrirbærinu kulnun. Í ljós kom að 58% umsækjenda hjá VIRK töldu sig glíma við einkenni kulnunar og í 14,1% tilvísana frá læknum til VIRK var kulnun nefnd sem ein ástæða tilvísunar.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­sagnir í Ár­borg „niður­lægjandi“

Stéttarfélögin Báran og Foss segja framkvæmd uppsagna hátt í sextíu starfsmanna í Árborg í síðata mánuði hafa verið niðurlægjandi. Dæmi séu um að starfsfólk hafi verið látið bíða í röð til að mæta í viðtalsherbergi, þar sem þeir sem á undan voru, komu út niðurbrotnir.

Innlent