Verkbann boðað á alla skrifstofustarfsmenn VR og atkvæðagreiðsla hafin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2024 12:30 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Stjórn Samtaka atvinnulífsins hefur samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á félagsmenn VR. Ef af verður mun verkbannið ná til alls skrifstofufólks sem starfar samkvæmt kjarasamningi SA og VR. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Þar er ítrekað að verkbann sé sambærilegt verkfalli og þýði að félagsfólk VR mæti ekki til starfa og að launagreiðslur falli niður. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA. „Tilgangur verkbannsins er að verja tækifærið til að ná efnahagslegum stöðugleika.“ Í tilkynningunni segir að boðuðum verkfallsaðgerðum VR fyrir farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli „virðist ætlað að brjóta þá launastefnu sem var nýverið mörkuð með Stöðugleikasamningnum, launastefnu sem forysta VR tók sjálf þátt í að móta“. „Við höfum gengið frá Stöðugleikasamningi við öll stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði. Stöðugleikasamningurinn er fjögurra ára kjarasamningur sem tryggir launafólki 3,25-3,5% árlegar launahækkanir með 23,750 kr. lágmarki. Markmið samningsins eru að ná niður verðbólgu og stuðla að því að skilyrði skapist til vaxtalækkana en þeim markmiðum stendur ógn af boðuðum skæruverkföllum í tengslum við sérkjarasamning sem leiðir af aðalkjarasamningi VR,“ segir Sigríður. Atkvæðagreiðsla um verkbann meðal allra aðildarfyrirtækja SA hófst, samkvæmt tilkynningunni, nú á hádegi og stendur til klukkan 14 þann 14. mars. Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14. Ef það verkbann verður samþykkt tekur það gildi föstudaginn 22. mars á miðnætti, á sama tíma og verkfalli VR er ætlað að hefjast. „Fresti forysta VR boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum,“ segir að lokum. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.VÍSIR/GRAFÍK Kannaðist ekki við spennu Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannaðist ekki við mikla spennu í samtali við fréttastofu. „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni,“ sagði Ragnar Þór í morgun. En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Atvinnurekendur Stéttarfélög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins. Þar er ítrekað að verkbann sé sambærilegt verkfalli og þýði að félagsfólk VR mæti ekki til starfa og að launagreiðslur falli niður. „Tilgangur boðaðs verkbanns af hálfu SA er að þrýsta á forystu VR að ljúka yfirstandandi kjaraviðræðum í takt við þá stefnu sem þegar hefur verið mörkuð,“ er haft eftir Sigríði Margréti Oddsdóttur, framkvæmdastjóra SA. „Tilgangur verkbannsins er að verja tækifærið til að ná efnahagslegum stöðugleika.“ Í tilkynningunni segir að boðuðum verkfallsaðgerðum VR fyrir farþega- og hleðsluþjónustu Icelandair á Keflavíkurflugvelli „virðist ætlað að brjóta þá launastefnu sem var nýverið mörkuð með Stöðugleikasamningnum, launastefnu sem forysta VR tók sjálf þátt í að móta“. „Við höfum gengið frá Stöðugleikasamningi við öll stærstu stéttarfélög og landssambönd á almennum vinnumarkaði. Stöðugleikasamningurinn er fjögurra ára kjarasamningur sem tryggir launafólki 3,25-3,5% árlegar launahækkanir með 23,750 kr. lágmarki. Markmið samningsins eru að ná niður verðbólgu og stuðla að því að skilyrði skapist til vaxtalækkana en þeim markmiðum stendur ógn af boðuðum skæruverkföllum í tengslum við sérkjarasamning sem leiðir af aðalkjarasamningi VR,“ segir Sigríður. Atkvæðagreiðsla um verkbann meðal allra aðildarfyrirtækja SA hófst, samkvæmt tilkynningunni, nú á hádegi og stendur til klukkan 14 þann 14. mars. Boðað hefur verið til upplýsingafundar klukkan 14. Ef það verkbann verður samþykkt tekur það gildi föstudaginn 22. mars á miðnætti, á sama tíma og verkfalli VR er ætlað að hefjast. „Fresti forysta VR boðuðum verkföllum munu Samtök atvinnulífsins að sama skapi fresta verkbannsaðgerðum,“ segir að lokum. Áætlanir Icelandair gætu raskast vegna verkfallsaðgerða VR sem nú er verið að greiða atkvæði um hjá hluta félagsmanna VR.VÍSIR/GRAFÍK Kannaðist ekki við spennu Samkvæmt heimildum fréttastofu var mikil spenna í viðræðunum í gær og mátu sumir stöðunna þannig að upp úr þeim gæti slitnað. Svo fór þó ekki og mættu samningsaðilar á ný til fundar klukkan tíu í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR kannaðist ekki við mikla spennu í samtali við fréttastofu. „Nei, ég geri það nú ekki. Við erum í kjaraviðræðum og þetta bara tekur tíma. Ég held að allir séu að reyna sitt besta til að loka þessu. Það er mitt mat á stöðunni,“ sagði Ragnar Þór í morgun. En þetta er augljóslega erfiðasta málið; þessi deila um vaktirnar uppi á Keflavík? „Já, það er það. Þetta er heldur ekkert einfalt mál fyrir okkar viðsemjendur. Þannig að þetta er stærsta málið sem stendur út af borðinu,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Vinnumarkaður Atvinnurekendur Stéttarfélög Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48 Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Bið á vaxtalækkun meðan óvissa er um fjármögnun á kjarapakka stjórnvalda Nýgerðir samningar á almennum vinnumarkaði fela í sér launahækkanir við neðri mörk þess sem sést hefur í kjarasamningum síðustu fimmtán ár og lengd þeirra ætti að minnka verðbólguáhættu og auka fyrirsjáanleika, að mati viðmælenda Innherja á fjármálamarkaði, en ólíkar skoðanir eru um áhrifin á verðbólguhorfur. Miklu máli skiptir fyrir vaxtalækkunarferlið að stjórnvöld skýri hvernig þau hyggjast fjármagna tugmilljarða útgjaldaaðgerðir sínar sem eru „óhjákvæmilega“ sagðar vera eftirspurnarhvetjandi. 12. mars 2024 11:48
Hlé á spennuþrungnum viðræðum VR og SA Brugðið getur til beggja vona í samningaviðræðum verslunarmanna og Samtaka atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara. Fundur þeirra hófst klukkan tíu í morgun og lauk upp úr klukkan tíu í kvöld. 11. mars 2024 22:25