Innlent

Vöfflujárnið komið í sam­band og penninn mundaður

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Fagfélögin innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS.
Fagfélögin innihalda Rafiðnaðarsamband Íslands, Félag vélstjóra og málmtæknimanna og MATVÍS. Rafiðnaðarsamband Íslands

Rafiðnaðarsamband Íslands, Matvís og VM, félag vélstjóra og málmtæknimanna, stefna á að undirrita nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins klukkan tvö í dag.

Saminganefndirnar mæta í Karphúsið upp úr hádegi til að leggja lokahönd á samninginn. Samningurinn byggður á sömu forsendum og fjögurra ára samningur Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins sem var undirritaður í Karphúsinu í fyrradag.

Samningur breiðfylkingarinnar kveður meðal annars um 3,25 prósent launahækkanir á þessu ári en 3,5 prósent á næstu þremur þar á eftir. Auk þess verður lágmarksorlof 25 dagar hafi starfsmaður unnið í hálft ár hjá sama fyrirtæki og náð 22 ára aldri. Eftir fimm ár verða orlofsdagarnir 28.

Þá verður desemberuppbót 106 þúsund krónur á þessu ári og hækkar um tólf þúsund á samningstímanum. Orlofsuppbót tekur svipuðum breytingum og hækkar um sex þúsund krónur á samningstímanum.

Uppfært klukkan 14:22

Fréttamaður okkar Elísabet Inga Sigurðardóttir er í Borgartúni þar sem allt er að verða klárt fyrir undirritun. Vöfflujárnið er komið í samband og bros á andlitum.


Tengdar fréttir

Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi

Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×