Fyrst og fremst varnaraðgerð Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 16:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira