Fyrst og fremst varnaraðgerð Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa 12. mars 2024 16:06 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA Vísir/Arnar Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA. Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“ Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira
Samtök atvinnulífsins tilkynntu í dag að stjórn samtakanna hefði samþykkt einróma að boða til allsherjaratkvæðagreiðslu um verkbann á skrifstofufólk innan VR. Tilefnið er yfirvofandi verkfall starfsfólks á Keflavíkurflugvelli. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, sagði skömmu eftir tilkynningu SA að um ofsafengin viðbrögð við raunhæfum kröfum VR. Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri SA, segir boðun vinnibanns fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA til þess að mæta fyrirhöguðum verkföllum, sem VR hefur boðað vegna yfirstandandi kjaraviðræðna. „Við erum með þessu að setja þrýsting á forystu VR til að ljúka þessum kjaraviðræðum hratt og vel. Sem ég veit að við eigum að geta gert,“ segir Sigríður Margrét. Fréttamaður ræddi við hana í Karphúsinu síðdegis. Ekki til marks um aukna hörku Afar sjaldgæft er að vinnubanni sé beitt í kjaradeilum. Því var hótað í upphafi síðasta árs en ekki kom til framkvæmdar. Einhverjir áratugir eru síðan vinnubann var framkvæmt. Er þetta til marks um að harka í samningaviðræðum og kjaraviðræðum sé að aukast? „Ég held alls ekki. En staðreyndin er hins vegar sú að þegar kemur að vinnulöggjöfinni þá er hún samhverf hvað varðar vinnustöðvanir. Á nákvæmlega sama hátt og stéttarfélög geta boðað til verkfalla til að þrýsta á um sínar kröfur, geta Samtök atvinnulífsins boðað til verkbanns þess einmitt að þrýsta á um sínar kröfur og í þessu tilfelli þá skiptir mjög miklu máli að við nýtum þetta einstaka tækifæri sem við höfum til að ná efnahagslegum stöðugleika. Þess vegna erum við að setja þennan þrýsting á forystu VR til að ljúka málum.“ Sjálfsagt að semja um sérstakar kröfur Sem áður segir stendur krafa VR um breytingar á vaktafyrirkomulagi starfsmanna á Keflavíkurflugvelli helst í vegi fyrir samningum. Er hægt að semja um eitthvað varðandi kröfur VR uppi á Keflavíkurflugvelli eða hafnið þið þeim alfarið? „Að sjálfsögðu er hægt að semja um tiltekin atriði og tiltekna þætti sem snúa að sérstökum kröfum viðsemjanda okkar, sem lúta að starfsmönnum upp á Keflavíkurflugvelli. Það er svo sannarlega þannig. En varðandi launastefnuna sjálfa, sem við höfum markað, þá munum við svo sannarlega fylgja henni eftir.“
Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum „Það er samkeppni um starfsfólk“ Landspítalaforstjóri fagnar svörtu skýrslunni Þarf að láta sér átta ára dóm lynda Krefur ráðuneytið svara um föstudagslokun Sjúkratrygginga Sjá meira