Krafðist 27 milljóna en fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 10. mars 2024 11:11 Landsréttur sýknaði ríkið í málinu. Vísir/Vilhelm Kona sem stefndi ríkinu vegna ákvörðunar félags- og vinnumarkaðsráðherra um að stöðva ráðningarferli í stöðu forstjóra Gæða- og eftirlitsstofnunar velferðarmála, eftir að konan hafði ein verið metin hæf, fær engar bætur. Hún krafðist ríflega 27 milljóna króna í skaða og miskabætur. Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur. Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira
Þetta var niðurstaða Landsréttar, sem kvað upp dóm í málinu á föstudag. Dómur Landsréttar er ítarlega nafnhreinsaður en þó er vísað til laga um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála. Fjallað var um stefnu Guðrúnar Reykdal, sem starfaði um árabil hjá stofnuninni og forvera hennar, á hendur ríkinu árið 2022. Af málsatvikum er ljóst að um mál Guðrúnar er að ræða. Guðrún, sem starfaði sem framkvæmdastjóri stofnunarinnar um tíma, var ein metin hæf í forstjórastöðuna. Ráðherra stöðvaði ráðningarferlið, auglýsti aftur og skipaði annan einstakling, sem Guðrún taldi ólögmæta ákvörðun. Fréttablaðið hafði upp úr stefnu Guðrúnar á sínum tíma að með því að líta fram hjá henni við skipunina hafi staða hennar, menntun, starfsferill og reynsla verið sniðgengin á „einkar niðurlægjandi hátt og verið höfð að engu.“ Ráðherra njóti ákveðins svigrúms Í dómi Landsréttar var rakið að hvorki í lögum um Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála né öðrum lögum væri vikið að því á hvaða sjónarmiðum ætti að byggja við skipun í embætti forstjóra stofnunarinnar. Ráðherra hafi því notið ákveðins svigrúms til mats á hæfni umsækjenda. Þá væri talið að stjórnvald nyti sams konar svigrúms þegar tekin væri ákvörðun um að skipa ekki í auglýst embætti og auglýsa það á ný. Ekki nægir leiðtogahæfileikar Rökstuðningur ráðherra bæri með sér að ákvörðun hans hafi byggst á því mati ráðuneytisins að Guðrún félli ekki nægilega vel að þeim kröfum sem gera yrði til hæfni forstjóra stofnunarinnar. Í niðurstöðu álitsgerðar hæfnisnefndar var rakið að Guðrún þekkti mjög vel málaflokkana sem lytu að stofnuninni, auk þess að hafa þekkingu á opinberri stjórnsýslu, stefnumótun, rekstri, mannaforráðum og þróun gæðaviðmiða. Þar var aftur á móti lýst því mati nefndarinnar að hún hefði ekki sýnt nægilega vel fram á að hún hefði þá leiðtogahæfni sem þyrfti til að leiða hina nýju stofnun, þótt hún væri mörgum góðum kostum búin til að sinna embættinu og teldist því hæfur umsækjandi. Því var niðurstaða Landsréttar sú að hvorki yrði talið að ákvörðun ráðherra hefði verið tekin á grundvelli ómálefnalegra sjónarmiða né að meðferð ráðuneytisins við undirbúning ákvörðunarinnar hefði verið í andstöðu við lög. Sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur var því staðfestur.
Dómsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarþingið Erlent Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Erlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Fleiri fréttir Inga eigi að kalla saman þjóðaröryggisráð þegar í stað Skólameistarar styðja ekki breytingar ráðherra Stefnir í lokað þinghald að beiðni mæðgnanna Harmsaga fjölskyldunnar ekkert einsdæmi Örlög hjartanna enn óráðin Troðfyllti stangirnar af amfetamínbasa Forsetahjónin á leið til Finnlands Benti á mikilvægi fyrirmynda þegar kæmi að jafnréttismálum Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Sjá meira