Reykjanesbær

Fréttamynd

Afl­raunir á Suður­nesjum

Það eru snúnir tímar á Suðurnesjum þessa dagana þegar dýrmætasta auðlind Íslendinga jarðhitaorkan hikstar aðeins, einmitt vegna jarðhita sem upp kom í nágrenninu með heldur harkalegum hætti. 

Skoðun
Fréttamynd

Vega­gerð yfir hraunið er lokið

Framkvæmdir næturinnar við hjáveitulögn Njarðvíkuræðar gengu vel og örugglega fyrir sig samkvæmt HS Orku. Vegur liggur nú yfir heitt hraunið. Þjónusta á Suðurnesjum verður skert næstu daga en fyrirkomulag skólahalds er til skoðunar.

Innlent
Fréttamynd

Flúðu heimilið með fimm daga gamalt barn

Ung hjón af Suðurnesjum flúðu heimili sitt á dögunum með tvö ung börn, þar af annað fimm daga gamalt. Þau eru á leið í sumarbústað sem þau fengu lánaðan hjá ókunnugri konu, en vita ekki hvenær þau geta snúið aftur heim. 

Innlent
Fréttamynd

„Þetta verður erfið vika“

Samskiptastjóri Almannavarna segir sviðsmyndina á Suðurnesjum svarta eins og staðan er núna. Heitavatnslaust er á öllum Suðurnesjum og hún segir ljóst að erfið vika blasi við. 

Innlent
Fréttamynd

Geta hlaðið bíla sína frítt

N1 hefur opnað fyrir hraðhleðslu í Reykjanesbæ þannig að íbúar geta hlaðið rafbíla sína frítt á hraðhleðslustöð félagsins.

Innlent
Fréttamynd

Margra daga heitavatnsleysi blasir við: Grafalvarleg staða

Margra daga heitavatnsleysi blasir við íbúum Suðurnesja. Grafalvarleg staða er komin upp að sögn samskiptastjóra almannavarna sem segir nú reyna á samtakamátt íbúa sem aldrei fyrr. Boðað hefur verið til upplýsingafundar almannavarna klukkan 17. 

Innlent
Fréttamynd

Staðan á kerfunum þokka­lega góð

Bæjarstjórar sveitarfélaga á Suðurnesjum koma saman til fundar í Reykjanesbæ um hádegisleytið og fara yfir stöðuna. Fundað verður reglulega í allan dag til að skipuleggja starfsemina og ákveða aðgerðir fyrir næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að segja til um hve­nær heita vatnið kemur á

Almannavarnir og HS Orka undirbúa lagningu annarrar hjáveitulagnar eftir að hin laskaðist undir hrauni í nótt. Heitavatnslaust er í Reykjanesbæ og álagið á rafmagnskerfið slíkt að slegið hefur út víða á svæðinu og segja almannavarnir kerfið vera að þolmörkum komið.

Innlent
Fréttamynd

Hægt að fá hita­gjafa að láni

Íbúar á Reykjanesi sem eru í brýnni þörf á hitagjöfum geta fengið rafmagnsofna eða blásara að láni í húsnæði Brunavarna Suðurnesja þar sem aðgerðarstjórnin er til húsa.

Innlent
Fréttamynd

Reikna með heitu vatni í hús á sunnu­dag

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir vinnu ganga vel við að tengja Njarðvíkurlögnina, heitavatnslögnina sem skemmdist þegar hraun rann yfir hana nærri Svartsengi í gær. Reiknað er með því að vatni verði hleypt á kerfið á miðnætti. Tvo sólarhringa tekur að ná fullum þrýstingi á kerfið.

Innlent
Fréttamynd

Hafi unnið þrek­virki í nótt

Starfsmenn HS Orku auk verktaka eru komnir langleiðina með að tengja nýju hjáveitulögnina við Njarðvíkurlögnina sunnanmegin við varnargarðinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá HS Orku.

Innlent
Fréttamynd

„Ég er að bjarga því að börnunum verði ekki kalt“

Grípa þurfti til fjölmargra aðgerða á Keflavíkurflugvelli í dag þegar heitavatnslaust varð á vellinum. Ferðamenn sögðust flestir hafa vitað af því að það gæti gosið meðan þeir væru staddir á landinu. Langar biðraðir mynduðust í verslunum sem seldu hitara, rafmagnsofna og gaskúta í Reykjanesbæ í dag.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnsofnar uppseldir: Íbúar mjög uggandi

Rafmagnsofnar eru uppseldir í Reykjanesbæ. Verslunarstjóri í Múrbúðinni segist aldrei hafa upplifað annað eins, örtröðin í dag hafi verið svakaleg. Viðskiptavinur sem beið í langri röð segir þungt hljóð í íbúum.

Innlent