„Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Agnar Már Másson skrifar 23. janúar 2026 00:30 Lilja Alfreðsdóttir er varaformaður Framsóknar og var ráðherra í síðustu ríkisstjórn. Nú er hún sjálf ekki á þingi en sækist eftir formannssæti flokksins. Vísir/Vilhelm Lilja Alfreðsdóttir, sem býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins, telur að það gæti verið styrkur fyrir flokkinn að hafa formanninn utan þings. Hún segist vera fullveldissinni, er á móti aðild að Evrópusambandinu og vill herða flóttamannalöggjöfina á Íslandi. Þá vill hún einnig ná betri tökum á efnahagsmálum. Fyrst og fremst langar hana að byggja flokkinn upp. Framsóknarmenn kjósa sinn átjánda formann á flokksþingi í febrúar, en Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í október að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður flokksins eftir tíu ár í formannsembætti. Lilja, sem bauð sig fram í kvöld, segist í samtali við Vísi hafa fengið mikla hvatningu frá flokksfélögum til þess að gefa kost á sér. „Ef þú ætlar í eitthvað svona þarftu að hafa öflugan hóp á bak við þig. Og ég mat það þannig að nú er tímapunkturinn,“ segir Lilja við fréttastofu. Að svo stöddu hafa aðeins Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Lilja, sem er fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr röðum Framsóknar, boðið sig fram. Hún var þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á árunum 2016 til 2024. „Þetta er líka svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi,“ viðurkennir Lilja, sem missti þingsæti sitt í Alþingiskosningunum haustið 2024, þar sem Framsóknarflokkurinn fékk sögulega litla kosningu. „En ég held að það sé sterkur leikur fyrir flokkinn að vera með formann sem getur einbeitt sér að og farið beint í að byggja flokkinn upp – ná aftur eyrum þjóðarinnar. Ég er með mjög skýra stefnu varðandi heimilin, atvinnulífið, utanríkismálin og menntamálin.“ Aðspurð segist hún ekki stefna á að bjóða sig fram komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. „Já, ég útiloka það,“ segir hún enn fremur. Sumir kynnu að segja að það hljóti að vera veikleiki fyrir flokkinn að vera með formann sem fékk ekki einu sinni brautargengi í síðustu alþingiskosningum. Er það ekki? „Alls ekki. Nei, nei,“ svarar ráðherrann fyrrverandi. „Við erum öll reynslunni ríkari og það er þannig að að ég kem inn með mjög mikla reynslu, en ég brenn bara það mikið fyrir samfélagið og ég tel að við séum ekki á réttri leið í efnahagsmálunum, við erum ekki á réttri leið í utanríkismálunum. Og þess vegna finn ég mig knúna til þess að stíga fram og leiða flokkinn aftur inn í nýja tíma.“ Hún bætir svo við: „Og jafnvel þó að síðustu kosningarnar hafi farið eins og þær fóru, þá hefur það ekkert dregið úr mér sem hugsjónakonu, nema síður sé.“ Þorgerði ekki tekist nógu vel að gæta hagsmuna Íslands gagnvart ESB Og fyrir hvað myndi þá Framsóknarflokkur Lilju standa? „Framsókn er samvinnuflokkur. Hann er á miðjunni. Hann leitast við að finna lausnir. Hann hefur skýra stefnu,“ svarar Lilja aðspurð. „Ég vil ekki að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Hagsæld okkar er meiri utan Evrópusambandsins. Þannig að ég er fullveldissinni,“ segir hún. Hún kveðst aftur á móti hlynnt alþjóðasamvinnu. „En við þurfum að horfa til framtíðar. Við þurfum að fara í enn meiri hagsmunagæslu, eins og sagt er, gagnvart Evrópusambandinu, sem hefur ekki tekist vel fyrir utanríkisráðherra, og líka Bandaríkjunum.“ „Myndi ekki gerast á minni vakt“ Fylgi flokksins hefur dalað á síðustu árum og situr nú í sjö prósentum í nýjustu könnun Maskínu. Hvernig hyggstu stækka flokkinn? „Með því að hlusta á þjóðina. Með því að sjá hvað við getum gert betur,“ segir hún. „Við höfum líka lausnir að því hvernig það þarf að ná betri stöðugleika í efnahagsmálum. Ég tel að ef við ætlum að gera það, þá þarf auðvitað miklu samræmdari efnahagsstjórn en við sjáum núna. Það er ekki hægt að hið opinbera sé leiðandi í gjaldskrárhækkunum eins og við sjáum og vitnum. Þetta myndi ekki gerast á minni vakt.“ „Ekki spurning“ að herða þurfi útlendingalöggjöf Myndi Framsóknarflokkurinn undir þinni stjórn tala fyrir hertari í útlendingalögum? „Hælisleitendamálin, þau þurfa að vera í mun fastari skorðum en þau hafa verið. Og ég hef verið á þeirri skoðun mjög lengi vegna þess að við sáum hvernig útgjöld inn í þennan málaflokk jukust mjög hratt. Þau voru ekki sjálfbær og það er ekki sjálfbært fyrir samfélagið að við náum ekki utan um þennan málaflokk,“ svarar hún. „Það er ekki spurning að það þurfi sterkari löggjöf, eða sem sagt betri löggjöf í kringum hælisleitendamálin. Ég styð það og hef alltaf stutt það.“ Hvað innflytjendur í heildina varðar telur hún brýnt að þeim sé gert kleift að læra íslensku svo að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi. „Tungumálið sameinar okkur, og þannig að ég horfi með björtum augum til framtíðar um að við náum betur utan um þessi mál. Ég styð það, en að sama skapi þá vil ég styðja við þá innflytjendur sem eru hér að þeir læri tungumálið okkar,“ segir hún. Málefni íslenskunar heyrðu undir þig á síðasta kjörtímabili. Nú talar þú um að við þurfum að tryggja að innflytjendur læri íslensku. En eins og við sjáum á síðustu árum, þá erum við Íslendingar að fá algjöra falleinkunn hvað varðar það að kenna innflytjendum tungumálið okkar. Er þetta ekki eitthvað sem hefur gerst á þinni vakt? „Undir minni forystu náðum við að setja íslensku inn í alla gervigreindina. Við fjárfestum fyrir milljarða í máltækni, og það var gert undir minni forystu. Undir minni forystu þá gerðum við stefnu að því hvernig eigi að koma til móts við börn af erlendum uppruna inni í skólakerfinu. Þannig að ég veit nákvæmlega um hvað ég er að tala. Ég barðist fyrir því að fá frekara fé inn í þennan málaflokk. Ég hefði viljað fá meiri fjármuni til þess að auka íslenskukennslu. En það var algjörlega þannig að við fjárfestum verulega í tungumálinu á þessum tíma sem hefur gert okkur kleift að nota öll þessi snjallforrit og allt þetta á íslensku,“ svarar Lilja. „Og ég er mjög stolt af því.“ Framsóknarflokkurinn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Framsóknarmenn kjósa sinn átjánda formann á flokksþingi í febrúar, en Sigurður Ingi Jóhannsson tilkynnti í október að hann hygðist stíga til hliðar sem formaður flokksins eftir tíu ár í formannsembætti. Lilja, sem bauð sig fram í kvöld, segist í samtali við Vísi hafa fengið mikla hvatningu frá flokksfélögum til þess að gefa kost á sér. „Ef þú ætlar í eitthvað svona þarftu að hafa öflugan hóp á bak við þig. Og ég mat það þannig að nú er tímapunkturinn,“ segir Lilja við fréttastofu. Að svo stöddu hafa aðeins Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Lilja, sem er fyrrverandi þingmaður og ráðherra úr röðum Framsóknar, boðið sig fram. Hún var þingmaður flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður á árunum 2016 til 2024. „Þetta er líka svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi,“ viðurkennir Lilja, sem missti þingsæti sitt í Alþingiskosningunum haustið 2024, þar sem Framsóknarflokkurinn fékk sögulega litla kosningu. „En ég held að það sé sterkur leikur fyrir flokkinn að vera með formann sem getur einbeitt sér að og farið beint í að byggja flokkinn upp – ná aftur eyrum þjóðarinnar. Ég er með mjög skýra stefnu varðandi heimilin, atvinnulífið, utanríkismálin og menntamálin.“ Aðspurð segist hún ekki stefna á að bjóða sig fram komandi borgarstjórnarkosningum í Reykjavík. „Já, ég útiloka það,“ segir hún enn fremur. Sumir kynnu að segja að það hljóti að vera veikleiki fyrir flokkinn að vera með formann sem fékk ekki einu sinni brautargengi í síðustu alþingiskosningum. Er það ekki? „Alls ekki. Nei, nei,“ svarar ráðherrann fyrrverandi. „Við erum öll reynslunni ríkari og það er þannig að að ég kem inn með mjög mikla reynslu, en ég brenn bara það mikið fyrir samfélagið og ég tel að við séum ekki á réttri leið í efnahagsmálunum, við erum ekki á réttri leið í utanríkismálunum. Og þess vegna finn ég mig knúna til þess að stíga fram og leiða flokkinn aftur inn í nýja tíma.“ Hún bætir svo við: „Og jafnvel þó að síðustu kosningarnar hafi farið eins og þær fóru, þá hefur það ekkert dregið úr mér sem hugsjónakonu, nema síður sé.“ Þorgerði ekki tekist nógu vel að gæta hagsmuna Íslands gagnvart ESB Og fyrir hvað myndi þá Framsóknarflokkur Lilju standa? „Framsókn er samvinnuflokkur. Hann er á miðjunni. Hann leitast við að finna lausnir. Hann hefur skýra stefnu,“ svarar Lilja aðspurð. „Ég vil ekki að Ísland gangi inn í Evrópusambandið. Hagsæld okkar er meiri utan Evrópusambandsins. Þannig að ég er fullveldissinni,“ segir hún. Hún kveðst aftur á móti hlynnt alþjóðasamvinnu. „En við þurfum að horfa til framtíðar. Við þurfum að fara í enn meiri hagsmunagæslu, eins og sagt er, gagnvart Evrópusambandinu, sem hefur ekki tekist vel fyrir utanríkisráðherra, og líka Bandaríkjunum.“ „Myndi ekki gerast á minni vakt“ Fylgi flokksins hefur dalað á síðustu árum og situr nú í sjö prósentum í nýjustu könnun Maskínu. Hvernig hyggstu stækka flokkinn? „Með því að hlusta á þjóðina. Með því að sjá hvað við getum gert betur,“ segir hún. „Við höfum líka lausnir að því hvernig það þarf að ná betri stöðugleika í efnahagsmálum. Ég tel að ef við ætlum að gera það, þá þarf auðvitað miklu samræmdari efnahagsstjórn en við sjáum núna. Það er ekki hægt að hið opinbera sé leiðandi í gjaldskrárhækkunum eins og við sjáum og vitnum. Þetta myndi ekki gerast á minni vakt.“ „Ekki spurning“ að herða þurfi útlendingalöggjöf Myndi Framsóknarflokkurinn undir þinni stjórn tala fyrir hertari í útlendingalögum? „Hælisleitendamálin, þau þurfa að vera í mun fastari skorðum en þau hafa verið. Og ég hef verið á þeirri skoðun mjög lengi vegna þess að við sáum hvernig útgjöld inn í þennan málaflokk jukust mjög hratt. Þau voru ekki sjálfbær og það er ekki sjálfbært fyrir samfélagið að við náum ekki utan um þennan málaflokk,“ svarar hún. „Það er ekki spurning að það þurfi sterkari löggjöf, eða sem sagt betri löggjöf í kringum hælisleitendamálin. Ég styð það og hef alltaf stutt það.“ Hvað innflytjendur í heildina varðar telur hún brýnt að þeim sé gert kleift að læra íslensku svo að þeir geti aðlagast íslensku samfélagi. „Tungumálið sameinar okkur, og þannig að ég horfi með björtum augum til framtíðar um að við náum betur utan um þessi mál. Ég styð það, en að sama skapi þá vil ég styðja við þá innflytjendur sem eru hér að þeir læri tungumálið okkar,“ segir hún. Málefni íslenskunar heyrðu undir þig á síðasta kjörtímabili. Nú talar þú um að við þurfum að tryggja að innflytjendur læri íslensku. En eins og við sjáum á síðustu árum, þá erum við Íslendingar að fá algjöra falleinkunn hvað varðar það að kenna innflytjendum tungumálið okkar. Er þetta ekki eitthvað sem hefur gerst á þinni vakt? „Undir minni forystu náðum við að setja íslensku inn í alla gervigreindina. Við fjárfestum fyrir milljarða í máltækni, og það var gert undir minni forystu. Undir minni forystu þá gerðum við stefnu að því hvernig eigi að koma til móts við börn af erlendum uppruna inni í skólakerfinu. Þannig að ég veit nákvæmlega um hvað ég er að tala. Ég barðist fyrir því að fá frekara fé inn í þennan málaflokk. Ég hefði viljað fá meiri fjármuni til þess að auka íslenskukennslu. En það var algjörlega þannig að við fjárfestum verulega í tungumálinu á þessum tíma sem hefur gert okkur kleift að nota öll þessi snjallforrit og allt þetta á íslensku,“ svarar Lilja. „Og ég er mjög stolt af því.“
Framsóknarflokkurinn Alþingi Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira