Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Kristján Már Unnarsson skrifar 10. mars 2025 21:30 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur. Sigurjón Ólason Eldfjallafræðingur telur að Sundhnjúksgígaröðin gæti kannski náð einu eldgosi í viðbót en segist þó frekar á því að goshrinunni þar sé lokið. Hann spáir því að Eldvörp og Reykjanestá verði næstu gossvæði. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að síðasta eldgos stóð frá 20. nóvember til 9. desember. Það var næststærsta í röð þeirra sjö eldgosa sem orðið hafa á þessari gossprungu undanfarna fimmtán mánuði. Sjö vikur er núna liðnar frá því Veðurstofan tilkynnti að líkur á nýju kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi færu vaxandi og þann 30. janúar lýstu almannavarnir yfir hættustigi. En eftir því sem vikurnar líða án eldgoss fjölgar eflaust þeim sem spyrja: Kemur kannski ekkert gos? Er goshrinunni á Sundhnjúksgígaröðinni kannski lokið? „Þarna akkúrat þar myndi ég halda kannski eitt eldgos. En ég er kannski frekar á því að þetta sé bara búið,“ svarar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur en bætir við: „En svo eru náttúrlega Eldvörpin eftir, Reykjanestáin er eftir, Krýsuvík er eftir, Bláfjöllin eru eftir og hver veit nema Hengillinn komi með eitthvað smá líka.“ Frá síðasta eldgosi í nóvember 2024. Hrauneðjan eyðilagði þá bílastæði Bláa lónsins.Vilhelm Ármann segir ljóst að hægt hafi á landrisi og þá hafi hætt að vella upp úr borholu á Vatnsleysuströnd sem hafi verið einn mælikvarðinn. „Hún er ekki að vella og á meðan hún vellur ekki þá þurfum við kannski ekki að hafa miklar áhyggjur. En hvort að þessu sé örugglega lokið það náttúrlega verður tíminn að leiða í ljós,“ segir Ármann. Hann telur allt eins líklegt að umbrotin færist utar og ítrekar það mat sitt að næst í röðinni verði Eldvörp og Reykjanestá en þar gæti gosið í sjó. Hann segir þó ljóst á talsverður fyrirvari yrði á því með skjálftahrinum þegar skorpan væri að brotna upp aftur. Frá Reykjanesi. Eldey í fjarska.Skjáskot/Stöð 2 -En af það kæmi nú eitt gos í viðbót á Sundhnúksgígaröðinni hvenær ættum við að búast við því? „Ég get ómögulega sagt um það. Var ekki Þorvaldur að tala um að það yrði einhverstaðar í kringum vorjafndægur eða eitthvað svoleiðis? En ég get ekkert spáð um það,“ svarar Ármann.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Reykjanesbær Vogar Vísindi Tengdar fréttir Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18 Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57 Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11 „Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Sjá meira
Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Enn eru taldar auknar líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Reykjanesi, en landris heldur áfram. Eldgos gæti hafist með mjög skömmum fyrirvara en líklegast þykir að kvika kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sundhnúks og Stóra-Skógfells. Benedikt Ófeigsson náttúruvársérfræðingur telur að nú sé lokakafl eldsumbrota á Sundhnúksgígaröðinni líklega hafinn. 8. mars 2025 14:18
Kvikusöfnun heldur áfram Litlar breytingar hafa orðið á Sundhnúksgígaröðinni. Kvikusöfnun heldur áfram en engir stórir jarðskjálftar hafa mælst undanfarna daga. 2. mars 2025 09:57
Lýsa yfir hættustigi vegna yfirvofandi eldgoss Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættustigi vegna vaxandi líkna á eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni á Reykjanesi. Síðasta eldgosi lauk þar þann 9. desember en það var sjöunda eldgosið á svæðinu og síðan þá hefur kvika safnast saman aftur undir Svartsengi. 30. janúar 2025 17:11
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. 29. janúar 2025 12:16