Reykjavík

Fréttamynd

Al­elda bíll í Skerja­firði

Eldur kviknaði í sendiferðabíl á gatnamótum Baugatanga og Skildinganess í Skerjafirðinum í Reykjavík á öðrum tímanum í dag. Mikinn reyk lagði yfir hverfið.

Innlent
Fréttamynd

YoYo kveður Egilsgötuna

Ísbúðinni YoYo á Egilsgötu við Snorrabraut í Reykjavík hefur verið lokað. Greint er frá lokuninni á miða á inngangi ísbúðarinnar. Eigendaskipti urðu á búðinni í fyrra.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Bestu jólahúsin þar sem fólk gengur að­eins lengra

Jón Helgason hefur síðustu þrjú ár safnað á sérstakt kort upplýsingum og myndum af best skreyttu jólahúsunum á landinu. Kort ársins er enn í vinnslu en Jón segir að hann langi sérstaklega fá meira frá landsbyggðinni.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Hildur Yeoman fer­tug og fabjúlöss

Fatahönnuðurinn og ofurdívan Hildur Yeoman fagnaði fertugsafmæli sínu og nýju hátíðarlínunni síðastliðinn miðvikudag. Húsfyllir var í veislunni sem haldin var í versluninni Yeoman. Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, eða Prettyboitjokkó, tróð upp og skemmti gestum. 

Lífið
Fréttamynd

Of­beldi og ölvun í dag­bók lög­reglu

Tíu gistu í fangaklefum Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Alls voru 90 mál skráð hjá lögreglunni á tólf klukkustunda tímabili frá klukkan 17 í gær þar til klukkan fimm í nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar þar sem farið er yfir helstu mál næturinnar.

Innlent
Fréttamynd

Dauð­þreytt á kol­niða­myrkri: „Ég er bara dauð ef ég dett“

Þóra Berg Jónsdóttir, eldri borgari í Laugardal, segist vera orðin dauðþreytt á myrkri og lélegri lýsingu í dalnum þar sem hún gengur frá sjúkraþjálfara við Laugardalshöll og í líkamsrækt í World Class við Laugardalslaug. Hún segir ónæga lýsinguna lífshættulega og segist vilja lifa lengur.

Innlent
Fréttamynd

Varð fyrir ælu á Bagga­lút

Jólatónleikatímabilið er farið af stað með allri sinni gleði og einstaka uppkasti eins og gestur á tónleikum Baggalúts í Háskólabíó fékk að kynnast í gærkvöldi. Víða var tekið á því á köldu föstudagskvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Einn fluttur á sjúkra­hús til að­hlynningar

Einn hefur verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar. Útkall barst slökkviliði á ellefta tímanum vegna manns sem var í sjónum við Faxaskjól í vesturbæ Reykjavíkur. Varðstjóri segir manninn hafa verið kaldan og blautan en með meðvitund þegar til hans náðist.

Innlent
Fréttamynd

Stöðvuðu öku­mann sem reyndist vera eftir­lýstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í miðborginni í nótt sem reyndist undir áhrifum fíkniefna og hafði áður verið sviptur ökuréttindum. Hann var einnig eftirlýstur og var í framhaldi vistaður í fangaklefa vegna þess.

Innlent
Fréttamynd

Mygla í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna

Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Landslagsmiðuð nálgun í frá­veitu­málum

Í tveimur greinum sem birtust í fjölmiðlum 28. og 30. nóvember kom fram að ástand fráveitumála á Íslandi sé mjög slæmt. Fram kom að kröfur í fráveitumálum verði hertar hjá Evrópusambandinu og við sem þjóð munum þurfa að innleiða samkvæmt þeim kröfum.

Skoðun
Fréttamynd

Mót­mælendur köstuðu glimmeri yfir Bjarna

Mótmælendur hliðhollir Palestínu gerðu aðsúg að Bjarna Benediktssyni utanríkisráðherra á fundi í tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar í Veröld, húsi Vigdísar, nú í hádeginu. Meðlimir hópsins hentu rauðbleiku glimmeri yfir ráðherra og fundinum var í kjölfarið aflýst.

Innlent
Fréttamynd

Enginn kennari náði öllu réttu á prófi í tal­máli ung­linga

Tveir nemendur í 9. bekk í Dalskóla, Sveinbjörg Lára Kristjánsdóttir og Þórhildur Freyja Erlingsdóttir, bjuggu til próf og lögðu fyrir bæði kennara og starfsfólk skólans í vikunni. Prófið heitir Nú til dags íslenska og er þar verið að kanna þekkingu á talmáli og slangri unglinga í dag. Enginn náði öllu réttu. 

Innlent
Fréttamynd

Ung­lingar í Reykja­vík fá að sofa lengur

Reykjavíkurborg hefur tekið þá ákvörðun að skóladagur unglinga muni byrja í fyrsta lagi klukkan 8:50 á morgnana. Breytingin mun taka gildi í grunnskólum borgarinnar frá og með haustinu 2024.

Innlent
Fréttamynd

Lýsa eftir konu sem ók Skoda með barn í bílnum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ökumanni dökkblárar Skoda stationbifreiðar og vitnum af umferðaróhappi sem varð á gatnamótum Suðurlandsbrautar og Faxafens í gær um klukkan 18.30. Þar var ekið á mann á rafskútu.

Innlent