Skipbrot Reykjavíkurborgar Davíð J. Arngrímsson skrifar 17. mars 2025 15:02 Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Á þriggja til fjögurra ára fresti skipast veður í lofti þar sem vindar almennings ákvarða stefnu skipsins að nýju. Þjóðinni er lofuð búbót, endurbótum á stefni skipsins og nýjum seglum sjái fólk sér fært að blása skipinu til vinstri eða hægri hverju sinni. Allt virðist þetta þó fyrst og fremst gert til þess að tryggja einn hlut framar öðrum þar sem flestir hásetar skipsins eru hálfgerðir sjóðræningjar; annars konar kerfisfræðingar innan hins opinbera. Undanfarin ár höfum við fylgst með nýjum einstaklingum stíga fram undir yfirskrift breytinga, núna síðast í borginni, sem er vissulega kunnuglegt stef í lands- og sveitarstjórnarpólitík. Það sem hefur þó borið hæst er hvernig þessi verðandi umbreytingaröfl, þessir beyttu hnífar sem vildu skera á óréttláta strengi sérhagsmuna verða bitlausir þegar þau fá loksins sæti við borðið. Orðræðan verður önnur þegar þau átta sig á því að þau eru brynvarin, þótt það sé ekki nema til nokkurra ára og stundum mánaða í senn. Það er nefnilega þannig að þrátt fyrir ólgusjó er lífið oftast nokkuð gott í brúnni. Ný borgarstjórn hefur því valdið mér miklu hugarangri undanfarna daga í ljósi umræðunnar um kaup kjörinna aðila sem eru í engu samræmi við stöðuna í borginni. Ef við skoðum stjórnunaraðferðir Reykjavíkurborgar út frá sjónarhorni atvinnurekandans ætti það alltaf að vera fyrsta verk að tryggja reksturinn, launagreiðslur og annað sem snýr að almennu utanumhaldi á verkefnum svo allt standi undir sér áður en eigin hagur er skoðaður. Á einfaldri íslensku má segja að enginn ætti að greiða sér ofurlaun þegar illa gengur, hvað þá þegar brimið sem brotnar á fleyinu er við það að sökkva sjálfu skipinu. Það skýtur því skökku við að sjá forsvarsmenn sem starfa í okkar þágu greiða sér laun með almannafé þar sem upphæðirnar samsvarar sér einungis meðal bankastjóra og atvinnufjárfesta ofarlega í tekjublaði Frjálsrar verslunar eða á topplista Forbes yfir tekjuhæstu opinberu starfsmenn heims. Pælum aðeins í því. Þessi laun endurspegla engan veginn hvernig borginni hefur verið stýrt og ef reksturinn stendur ekki undir sér þarf að endurskoða alla þætti sem setja svip sinn á kostnaðarliði hans. Er innri áttavitinn rétt stilltur? Lausnin við leikskóla vandamáli landsins liggur þó vissulega ekki í því að afnema launagreiðslur til borgarstjóra eða annarra stjórnanda innan borgarinnar, rétt eins og við endurreisum ekki heilbrigðiskerfið með því að fella niður laun landlæknis. Þegar tvöföld mánaðarlaun æðsta stjórnanda borgarinnar eru aftur á móti á við árslaun leikskólakennara á meðan rík mannekla er hjá þeirri starfsstétt spyr maður sig hvort núverandi borgarstjóri sé með rétt stilltan áherslu áttavita. Væri þetta ekki hið opinbera mætti færa rök fyrir því að reksturinn stæði ekki undir sér með svona háum stjórnunarkostnað miðað við stöðu fyrirtækisins, raunar væri löngu búið að taka félagið til gjaldþrotaskipta. Rót vangaveltna minna liggur þó í einfaldri spurningu: starfar þetta fólk raunverulega fyrir okkur eða eru þau fyrst og fremst að hugsa um sinn eigin starfsferil á sviði stjórnmála? Það gleymist nefnilega gjarnan að rétt eins og aðilar sem sinna störfum fjarri hinu opinbera er þetta allt fólk sem er að reyna vinna sér upp ákveðinn metorðastiga. Að mínu mati fer þessi stjórnartíð nýrrar borgarstjórnar ekki vel af stað en dæmið sem sannar regluna er hversu miklu þau koma í verk út kjörtímabilið og því verður áhugavert að sjá hvernig næstu vikur og mánuðir þróast. Munu þau beita sér fyrir raunverulegum umbætum á kerfinu, styttingu biðtíma leikskóla og þar eftir götum eða erum við komin á þann stað að valdaseta og viðbótar greiðslur vegna nefndarstarfa skipta þau meira máli? Lærum af reynslunni, svona einu sinni. Munum það næst þegar gengið er til kosninga hver skilgreining þeirra sem starfa í okkar þágu er á árangri og umbætum. Hlustum ekki á loforð um breytta tíma, horfum frekar til baka og lærum af reynslunni. Vegna þess að þegar þau sem halda í stjórntaumana í dag sækjast eftir sæti um borð í bátnum að nýju vilja þau skiljanlega vera á besta stað aftur. Þau segja það sem segja þarf til þess að skila sér á fyrsta farrými en gleyma því svo jafnóðum þegar þau setjast í brakandi leðrið hvernig það er að sitja í tausætis-þrengslunum meðal almennings. Það hefur alltaf verið okkar hlutverk að benda á brotalamirnar og kalla eftir breytingum. Við vitum það öll að úrbætur og stórtækar umbreytingar gerast ekki yfir nóttu en ef við sættum okkur ávallt við status-quo stemninguna sem hefur lengi vel snúist fyrst og fremst um ofgreiðslur til þeirra sem illa standa sig við umsjón á okkar almannafé mun þetta aldrei breytast. Höfundur er óflokksbundinn símsmiður.
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar