Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2025 10:00 Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vatn Vatnsvernd í Heiðmörk Heiðmörk Vatnsból Sólrún Kristjánsdóttir Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun