Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar 18. mars 2025 10:00 Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vatn Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Sjá meira
Það er einstakt á heimsvísu að höfuðborgarsvæði hafi aðgang að hreinu drykkjarvatni sem lítið eða ekkert þarf að meðhöndla. Nær allt höfuðborgarsvæðið fær drykkjarvatn sitt úr vatnsbólum í Heiðmörk eða um 60% íbúa og fyrirtækja á Íslandi. Hluti af sjálfsmynd okkar sem Íslendinga er hreint, ómengað drykkjarvatn. Hraunið þaðan sem við tökum vatnið okkar úr er gljúpt og veitir okkur náttúrulega síun á neysluvatninu en þessi gljúpi eiginleiki gerir það einnig viðkvæmt fyrir mögulegri mengun. Veitum er treyst fyrir því að skila hreinu neysluvatni til almennings og við tökum þá ábyrgð afar alvarlega. Vatnsbólin sem við sækjum vatnið í eru á vatnsverndarsvæði og það er mikilvægt að við gætum öll varkárni í umgengni við þau. Mengun vatnsbóla er ein helsta ógnin sem steðjar að vatninu okkar og þess vegna viljum við gera betur í forvörnum sem lágmarka hættu á mengun þeirra. Breyttir tímar kalla á auknar forvarnir Fyrir meira en hundrað árum þegar framsýnt fólk ákvað að sækja vatn fyrir Reykvíkinga í Gvendarbrunna í Heiðmörk var Heiðmörkin langt upp í sveit. Á þessum hundrað árum hefur samfélagið stækkað, íbúum á höfuðborgarsvæðinu fjölgað, byggð þanist út og færst nær Heiðmörk og bílaumferð þar margfaldast. Þrátt fyrir þessar breytingar stendur Heiðmörkin enn undir nánast allri vatnsöflun höfuðborgarsvæðisins. Á sama tímabili hafa borgirnar í nágrannalöndunum gripið til margra þrepa hreinsunar til þess að ná fullnægjandi vatnsgæðum sem er gríðarlega kostnaðarsamt. Aukinni bílaumferð og fólksfjölgun fylgir aukin hætta á mengun. Á undanförnum 20 árum hafa átt sér stað mengunarslys í Heiðmörk, sum hver mjög nærri brunnsvæðum sem eru okkar allra viðkvæmustu vatnstökusvæði. Á hverjum degi er ekið með hundruð lítra af bensíni og olíu um svæðið og það er í raun heppni að ekki hafi farið verr. Ef slys verður á versta stað í Heiðmörk getur mengun náð til vatnsbólanna okkar. Breyttir tímar kalla á að innviðafyrirtæki færi sig úr viðbragði í forvarnir. Jarðhræringarnar á Reykjanesskaga minntu okkur á mikilvægi innviða og hvað mikið er í húfi fyrir okkur öll. Hvort sem það eru náttúruhamfarir, skemmdarverk, stríð, mengun, gróðureldar eða hryðjuverk þá geta samfélög lamast hratt ef gæði innviða eins og vatnsbóla eru ekki tryggð. Heiðmörk bíllaus útivistarperla? Ég vil taka það sérstaklega fram að Heiðmörk er sannkölluð útivistarparadís og hún verður það sannarlega áfram. Á sama tíma er Heiðmörk vatnstökusvæði höfuðborgarbúa og verður það til framtíðar. Útivist og vatnsvernd fara vel saman en ekki vatnsvernd og bílaumferð. Til þess að neysluvatnið okkar viðhaldi núverandi gæðum til langrar framtíðar þarf að taka nauðsynleg skref til að vernda það. Við hjá Veitum viljum einfaldlega að vatnsvernd njóti forgangs við ákvarðanatöku á svæðinu og að umgengni innan Heiðmerkur samræmist markmiðum um vatnsvernd og verði útfærð nánar í deiliskipulaginu sem nú er í vinnslu. Þess vegna erum við að skerpa á verndun vatnsins með það að markmiði að lágmarka alla hættu á slysum með forvörnum. Við viljum líta á Heiðmörk sem bíllausa útivistaperlu, eins konar Eco Park eða vistvæna útivistarparadís. Við eigum vatnið okkar saman og þurfum að vernda það áfram í ört vaxandi samfélagi. Við viljum áfram útivist í Heiðmörk og við viljum að þar verði áfram frábært skógi vaxið svæði þar sem íbúar geta notið kyrrðar og útivistar í skjóli trjánna. Við viljum á sama tíma að öll ákvarðanataka um Heiðmörk verði með þeim hætti að vatnið verði látið njóta vafans. Í samvinnu við samfélagið viljum við gæta vel að þessari sameiginlegu auðlind okkar. Verndun vatnsbóla er ekki bara lífspursmál í dag heldur fyrir framtíðarkynslóðir. Alþjóðlegur dagur vatnsins- hádegisfundur í Elliðaárstöð Veitur í samvinnu við Reykjavíkurborg standa fyrir hádegisverðarfundi í tilefni af Alþjóðlegum degi vatnsins í Elliðaárstöð 21. mars kl. 12.00. Þar verður rætt um hvernig við getum tryggt hreint vatn til framtíðar. Verið öll hjartanlega velkomin. Höfundur er framkvæmdastýra Veitna.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun