Reykjavík

Fréttamynd

Tap Strætó aldrei verið meira

Á fyrstu sex mánuðum ársins tapaði Strætó um 600 milljónum króna og hefur tapið aldrei verið meira. Takmarkanir vegna heimsfaraldurs og erfiðleikar með nýtt greiðslukerfi, Klappið, settu strik í reikninginn en rekstrargjöld jukust um tólf prósent milli ára.

Innlent
Fréttamynd

Ákært fyrir manndráp í Barðavogsmálinu

Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni á þrítugsaldri fyrir manndráp í Barðavogi þann 4. júní. Þetta staðfestir Arnþrúður Þórarinsdóttir, saksóknari hjá héraðssaksóknara, í samtali við fréttastofu.

Innlent
Fréttamynd

Nýtum á­fengis­gjald í fé­lags­lega upp­byggingu handa þeim sem hljóta mestan skaða af á­fengis­neyslu

Rúmlega 31 þúsund manns skrifuðu undir kröfu um Betra líf - mannúð og réttlæti, sem var lögð fram af SÁÁ - Samtökum áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann árið 2012. Snéri hún að því að sérstakt 10% áfengisgjald rynni til þolenda áfengis- og vímuefnavandans. Þar var lagt til að fjármunum yrði varið í að byggja upp félagslega þjónustu á forræði sveitarfélaganna, þar sem þau hafa ekki haft bolmagn til að sinna henni sem skyldi.

Skoðun
Fréttamynd

Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club

Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg  í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 

Innlent
Fréttamynd

Steypti sér fram af þaki Hörpu

Tónlistarmaðurinn Jón Jónsson gerði sér lítið fyrir og steypti sér fram af Hörpu til þess að skemmta gestum á Menningarnótt. Hann virtist ekkert kippa sér upp við það að vera í 43 metra hæð og söng og spilaði fyrir áhorfendur líkt og ekkert væri eðlilegra.

Lífið
Fréttamynd

Tveggja ára til­raun um sveigjan­leg starfs­lok vegna aldurs

Borgarráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að grípa til aðgerða svo auka megi sveigjanleika starfsfólks borgarinnar við starfslok vegna aldurs. Ráðast á í tveggja ára tilraunaverkefni.  Borgarstjóri segir ástand fólks um sjötugt allt annað en fyrir mörgum áratugum.

Innlent
Fréttamynd

„Æ, þetta er bara svo kjánalegt“

Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð á vettvang mótmæla Sambands ungra Sjálfstæðismanna fyrir utan rússneska sendiráðið í gærkvöldi. Yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir ekki einkennilegt að sérsveitin hafi verið kölluð á vettvang en á myndbandi heyrist í lögreglumanni kalla mótmælin asnaleg og kjánaleg.

Innlent