Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2024 08:02 Fjölbreytt mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. vísir/vilhelm Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira
Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjá meira