Ók á gangstéttum og stígum á flótta undan lögreglu Eiður Þór Árnason skrifar 18. febrúar 2024 08:02 Fjölbreytt mál komu inn á borð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt. vísir/vilhelm Lögregla hóf eftirför þegar ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum í nótt og náði bifreiðin mest 150 kílómetra hraða á klukkustund. Bifreiðinni var ekið á gangstéttum og stígum á fimmta tímanum í nótt í tilraun til að komast undan lögreglu. Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
Þegar ökutækið var stöðvað skömmu síðar voru bílstjóri og farþegi handteknir en í ljós kom að báðir eru 15 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu sem segir mikla mildi að enginn hafi slasast við eftirförina. Haft var samband við foreldra þeirra sem áttu hlut að máli sem komu á lögreglustöðina. Á þriðja tímanum í nótt var tilkynnt um einstakling sem var að berja í bíla og öskra á fólk í miðborg Reykjavíkur. Var sá handtekinn en við leit á manninum fannst barefli sem var handlagt, að sögn lögreglu. Eitthvað bar á öðrum minniháttar málum og líkamsárásum í miðborginni í nótt. Lögregla kölluð út vegna holu Eftir klukkan 1 í nótt hafði ökumaður samband við lögreglu og sagðist hafa sprengt dekk á bifreið sinni eftir að hafa ekið í holu á veginum. Þegar lögregla kom á staðinn höfðu nokkrar aðrar bifreiðar lent í sömu holunni og sprengt dekk. Beðið var eftir fulltrúum Vegagerðarinnar sem komu og gerðu ráðstafanir til að koma í veg fyrir frekara eignatjón. Skömmu eftir 2 var tilkynnt um manneskju sem var á gangi á miðri akbraut ónefndrar stofnbrautar. Að sögn lögreglu kom í ljós kom að einstaklingurinn var ofurölvi og var honum ekið til síns heima. Einnig var ökumaður bifreiðar stöðvaður grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sá var fluttur á lögreglustöð til sýnatöku og látinn laus að henni lokinni.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira