Þjóðlendan Örfirisey Jón Jónsson skrifar 20. febrúar 2024 15:00 Nýlega hafa komið fram kröfulýsingar íslenska ríkisins um þjóðlendur í eyjar og sker við Ísland. Mikilvægt er að hafa í huga að kröfurnar eru settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Óbyggðanefnd fær kröfurnar til meðferðar sem hlutlaus úrskurðarnefnd og fjallar um þjóðlendukröfur ríkisins og kröfulýsingar um eignarrétt á tilteknu svæði. Nefndin heyrir undir forsætisráðuneytið. Óbyggðanefnd hefur á síðastliðnum 20 árum fjallað um öll svæði á meginlandi Íslands á grunni laga um þjóðlendur o.fl. nr. 58/1998 (ÞLL). Kröfulýsingar ríksins hafa alla jafnan fengið gagnrýni, en reyndin sú að þeim hefur oft verið hafnað að miklu leyti af Óbyggðanefnd. Greinarhöfundur telur reyndar að framkvæmd löggjafarinnar hafi hvílt á ósanngjörnu sönnunarmati í garð landeigenda og ekki að öllu leyti á réttu mati á jarðaskipulagi þjóðveldisaldar og eignarréttarlegri þróun frá þeim tíma. Það er þó ekki umfjöllunarefnið hér. Svæðisskipting landsins í 11 svæði og staðbundin mótmæli í hvert skipti þegar ríkið setur fram kröfulýsingar, hefur leitt til þess að aldrei hefur skapast nægt pólitískt bakland til að endurskoða lögin og tryggja sanngjarnara sönnunarmat. Skyldi það verða nú? Með breytingarlögum nr. 34/2020 við ÞLL var m.a. kveðið á um að Óbyggðanefnd ætti að taka sérstaklega fyrir möguleg þjóðlendusvæði utan meginlands Íslands. Svæðið sem tekið er fyrir var lýst sem landsvæði utan strandlengju meginlandsins. Ákvörðun Óbyggðanefndar fylgdi jafnframt kort af Íslandi í kvarðanum 1:2.500.000, þar sem strandlengjan var afmörkuð. Þetta er 12. svæðið sem Óbyggðanefnd tekur fyrir. Í kynningu á kröfulýsingu ríkisins kemur fram að beitt sé útilokunaraðferð, þ.e. kröfur ríkisins nái til allra eyja og skerja sem ekki eru felldar sérstaklega undan kröfulýsingu ríkisins. Kröfur ná þannig til fjölda eyja og skerja sem hafa haft óumdeilda eignarréttarlega stöðu um aldir. Vafalaust verður þjóðlendukröfum hafnað í mörgum tilvikum. Forsendur ríkisins fyrir kröfugerð eru að litlu leyti eignarréttarlegar heimildir, heldur sóknarlýsingar frá 19. öld og jafnvel árbækur Ferðafélags Íslands. Í raun hefur lítil sem engin greining á landamerkjagögnum farið fram. Hugmynd ríkisins er að eigendur eyja og skerja verði látnir standa frammi fyrir erfiðu sönnunarmati sem oltið gæti á tilviljunum um hvort eldri heimildir en landamerkjabréf frá 19. öld finnast, með svipuðum hætti og átt hefur við um afréttarlönd. Sérstakt tilefni greinaskrifa þessara er þó sú aðstaða að meðal nafngreindra eyja og skerja sem kröfur ríkisins ná til, eru fjölmörg svæði sem nú eru landföst og hluti af meginlandi Íslands. Það er engin lagaheimild fyrir íslenska ríkið að lýsa kröfum í slík svæði. Þá verður Óbyggðanefnd jafnframt óheimilt að fjalla um þann þátt kröfulýsinga ríkins. Kynning Óbyggðanefndar á kröfulýsingu ríkisins og kröfulýsing ríkins gerir hins vegar enga skýra fyrivara um þetta. Með lögum nr. 34/2020 var Óbyggðanefnd falið að taka fyrir þjóðlendumál á eyjum og skerjum utan meginlands Íslands. Meginland Íslands eru þær jarðir og land sem nær að hafi, ásamt netlögum þeirra fasteigna, þ.e. 115 metrar út frá stórstraumsfjöruborði. Ef sker liggur innan 115 metra þá liggja netlög 115 metra þar utan og svo koll af kolli ef næstu sker liggja utar, en þó innan 115 metra. Þá er óumdeild lagaregla að landauki fylgir þeirri fasteign sem hann er út fyrir. Framburður, landris og mannvirki hafa stækkað Ísland. Fjöldi fornra eyja og skerja eru nú hluti meginlandsins þótt þau beri heiti eyja og skerja. Kröfulýsing ríkisins nær til að mynda til Örfiriseyjar (áður Efferisey) sem er landföst og hluti af vesturbæ Reykjavíkur. Þar hefur lengi staðið olíubirgðarstöð. Einnig eyja og skerja sem byggðin á Höfn í Hornafirði stendur á og eru fyrir löngu landföst. Þá má nefna eyjar við Búlandsnes við Djúpavog. Hafnarhólma við Borgarfjörð eystri og Þórðarhöfða í Skagafirði sem aldrei hafa verið eyjur, heldur tengdar landi. Umfjöllun um þjóðlendukröfur utan meginlands Íslands verður varla gerð án þess að litið verði á landa- og sjókort. Kröfulýsing ríkins verður að hvíla á lagaheimild og gæta ber að rannsóknarreglu áður en kröfulýsing er sett fram. Lágmarkskrafa er að kröfulýsing nái ekki til svæða sem eru hluti meginlands Íslands og lögin heimila ekki málsmeðferð um. Eðlilegt er að íslenska ríkið afturkalli öll slík svæði í kröfuýsingu sinni og fari frekar yfir málið. Viðbrögðin hafa hins vegar þau að vekja upp einhvers konar stjórnsýsluágreining milli fjármálaráðuneytisins og Óbyggðanefndar. Það er með öllu óásættanlegt að umfjöllun um þjóðlendur á eyjum og skerjum hefjist á þeim grunni að á reiki verði hvar afmörkun málsmeðferðarsvæðis Óbyggðanefndar er miðað við netlög meginlands Íslands og kröfulýsing íslenska ríkisins vísi til ótilgreindra svæða og tilgreindra eyja og skerja, sem liggja nú að landi. Óeðlilegt er velta því á landeigendur að bregðast við þessum óskýrleika stjórnvalda og mun að óbreyttu stofna til mikils fjölda kröfulýsinga strandjarða og kostnaðar ríkisjóðs. Yfirflæði mála mun jafnframt koma niður á vandaðri málsmeðferð þeirra tiltölulega fáu eyja og skerja þar sem álitamál um eignarréttarlega stöðu eru raunhæf. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Jarða- og lóðamál Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Skoðun Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Sjá meira
Nýlega hafa komið fram kröfulýsingar íslenska ríkisins um þjóðlendur í eyjar og sker við Ísland. Mikilvægt er að hafa í huga að kröfurnar eru settar fram af fjármálaráðherra fyrir hönd ríkisins. Óbyggðanefnd fær kröfurnar til meðferðar sem hlutlaus úrskurðarnefnd og fjallar um þjóðlendukröfur ríkisins og kröfulýsingar um eignarrétt á tilteknu svæði. Nefndin heyrir undir forsætisráðuneytið. Óbyggðanefnd hefur á síðastliðnum 20 árum fjallað um öll svæði á meginlandi Íslands á grunni laga um þjóðlendur o.fl. nr. 58/1998 (ÞLL). Kröfulýsingar ríksins hafa alla jafnan fengið gagnrýni, en reyndin sú að þeim hefur oft verið hafnað að miklu leyti af Óbyggðanefnd. Greinarhöfundur telur reyndar að framkvæmd löggjafarinnar hafi hvílt á ósanngjörnu sönnunarmati í garð landeigenda og ekki að öllu leyti á réttu mati á jarðaskipulagi þjóðveldisaldar og eignarréttarlegri þróun frá þeim tíma. Það er þó ekki umfjöllunarefnið hér. Svæðisskipting landsins í 11 svæði og staðbundin mótmæli í hvert skipti þegar ríkið setur fram kröfulýsingar, hefur leitt til þess að aldrei hefur skapast nægt pólitískt bakland til að endurskoða lögin og tryggja sanngjarnara sönnunarmat. Skyldi það verða nú? Með breytingarlögum nr. 34/2020 við ÞLL var m.a. kveðið á um að Óbyggðanefnd ætti að taka sérstaklega fyrir möguleg þjóðlendusvæði utan meginlands Íslands. Svæðið sem tekið er fyrir var lýst sem landsvæði utan strandlengju meginlandsins. Ákvörðun Óbyggðanefndar fylgdi jafnframt kort af Íslandi í kvarðanum 1:2.500.000, þar sem strandlengjan var afmörkuð. Þetta er 12. svæðið sem Óbyggðanefnd tekur fyrir. Í kynningu á kröfulýsingu ríkisins kemur fram að beitt sé útilokunaraðferð, þ.e. kröfur ríkisins nái til allra eyja og skerja sem ekki eru felldar sérstaklega undan kröfulýsingu ríkisins. Kröfur ná þannig til fjölda eyja og skerja sem hafa haft óumdeilda eignarréttarlega stöðu um aldir. Vafalaust verður þjóðlendukröfum hafnað í mörgum tilvikum. Forsendur ríkisins fyrir kröfugerð eru að litlu leyti eignarréttarlegar heimildir, heldur sóknarlýsingar frá 19. öld og jafnvel árbækur Ferðafélags Íslands. Í raun hefur lítil sem engin greining á landamerkjagögnum farið fram. Hugmynd ríkisins er að eigendur eyja og skerja verði látnir standa frammi fyrir erfiðu sönnunarmati sem oltið gæti á tilviljunum um hvort eldri heimildir en landamerkjabréf frá 19. öld finnast, með svipuðum hætti og átt hefur við um afréttarlönd. Sérstakt tilefni greinaskrifa þessara er þó sú aðstaða að meðal nafngreindra eyja og skerja sem kröfur ríkisins ná til, eru fjölmörg svæði sem nú eru landföst og hluti af meginlandi Íslands. Það er engin lagaheimild fyrir íslenska ríkið að lýsa kröfum í slík svæði. Þá verður Óbyggðanefnd jafnframt óheimilt að fjalla um þann þátt kröfulýsinga ríkins. Kynning Óbyggðanefndar á kröfulýsingu ríkisins og kröfulýsing ríkins gerir hins vegar enga skýra fyrivara um þetta. Með lögum nr. 34/2020 var Óbyggðanefnd falið að taka fyrir þjóðlendumál á eyjum og skerjum utan meginlands Íslands. Meginland Íslands eru þær jarðir og land sem nær að hafi, ásamt netlögum þeirra fasteigna, þ.e. 115 metrar út frá stórstraumsfjöruborði. Ef sker liggur innan 115 metra þá liggja netlög 115 metra þar utan og svo koll af kolli ef næstu sker liggja utar, en þó innan 115 metra. Þá er óumdeild lagaregla að landauki fylgir þeirri fasteign sem hann er út fyrir. Framburður, landris og mannvirki hafa stækkað Ísland. Fjöldi fornra eyja og skerja eru nú hluti meginlandsins þótt þau beri heiti eyja og skerja. Kröfulýsing ríkisins nær til að mynda til Örfiriseyjar (áður Efferisey) sem er landföst og hluti af vesturbæ Reykjavíkur. Þar hefur lengi staðið olíubirgðarstöð. Einnig eyja og skerja sem byggðin á Höfn í Hornafirði stendur á og eru fyrir löngu landföst. Þá má nefna eyjar við Búlandsnes við Djúpavog. Hafnarhólma við Borgarfjörð eystri og Þórðarhöfða í Skagafirði sem aldrei hafa verið eyjur, heldur tengdar landi. Umfjöllun um þjóðlendukröfur utan meginlands Íslands verður varla gerð án þess að litið verði á landa- og sjókort. Kröfulýsing ríkins verður að hvíla á lagaheimild og gæta ber að rannsóknarreglu áður en kröfulýsing er sett fram. Lágmarkskrafa er að kröfulýsing nái ekki til svæða sem eru hluti meginlands Íslands og lögin heimila ekki málsmeðferð um. Eðlilegt er að íslenska ríkið afturkalli öll slík svæði í kröfuýsingu sinni og fari frekar yfir málið. Viðbrögðin hafa hins vegar þau að vekja upp einhvers konar stjórnsýsluágreining milli fjármálaráðuneytisins og Óbyggðanefndar. Það er með öllu óásættanlegt að umfjöllun um þjóðlendur á eyjum og skerjum hefjist á þeim grunni að á reiki verði hvar afmörkun málsmeðferðarsvæðis Óbyggðanefndar er miðað við netlög meginlands Íslands og kröfulýsing íslenska ríkisins vísi til ótilgreindra svæða og tilgreindra eyja og skerja, sem liggja nú að landi. Óeðlilegt er velta því á landeigendur að bregðast við þessum óskýrleika stjórnvalda og mun að óbreyttu stofna til mikils fjölda kröfulýsinga strandjarða og kostnaðar ríkisjóðs. Yfirflæði mála mun jafnframt koma niður á vandaðri málsmeðferð þeirra tiltölulega fáu eyja og skerja þar sem álitamál um eignarréttarlega stöðu eru raunhæf. Höfundur er lögmaður.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun