Dofin eftir svefnlausa nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 10:56 Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi Curvy og Stout í Fellsmúla segist dofin morguninn eftir að fyrirtækið ofan verslunarinnar Stout brann. Vísir Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“ Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“
Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Innlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24
Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?