Dofin eftir svefnlausa nótt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. febrúar 2024 10:56 Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi Curvy og Stout í Fellsmúla segist dofin morguninn eftir að fyrirtækið ofan verslunarinnar Stout brann. Vísir Smurverkstæði N1 í Fellsmúla er gjöreyðilagt eftir að eldur kviknaði í þaki þess á sjötta tímanum síðdegis í gær. Mikinn reyk lagði frá húsinu í gær og mikill eldur var í húsinu, sem erfitt reyndist slökkviliði að glíma við. Eigandi verslana í húsinu segir mikið áfall að fylgjast með því brenna. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“ Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Allt tiltækt slökkvilið var kallað út í gærkvöldi og bakvakt sömuleiðis til að manna allar stöðvar. Nokkuð ljóst er að miklar skemmdir hafa orðið á húsinu, bæði smurverkstæðinu sjálfu sem brann en einnig nærliggjandi fyrirtækjum. „Ég fékk hringingu frá starfsmönnum og var svolítið lengi að meðtaka hvað var að gerast en um leið og ég sá myndir þá rauk ég niðureftir. Þá fékk ég þær upplýsingar að það átti eftir að loka einni hurð inni í Curvy, sem er eldvarnarhurð, og mér fannst mjög mikilvægt að ná að loka henni til að fá ekki lyktina yfir. Ég fékk leyfi til að hlaupa inn og þá fann ég að það var komin svolítil lykt. En það var enginn reykur og ég náði að loka henni, og hljóp út. Stuttu síðar blossar upp svaka eldur. Manni leið ekki vel,“ segir Hólmfríður Guðmundsdóttir, eigandi verslananna Curvy og Stout. Miklar skemmdir eru í versluninni Stout, sem er beint fyrir neðan smurstöðina sem brann í gær. Eigandi hennar segir mikið áfall að fylgjast með í gær.Vísir/Sigurjón „Við vorum hérna heillengi að fylgjast með og maður er bara svolítið hjálparlaus. Maður getur ekkert gert. Maður fór svo bara heim og fylgdist með þar. Ég kom aftur seinna um kvöldið og var að vonast til að fá að komast inn en þá var ekki búið að tryggja öryggi á vettvangi, þannig að okkur var vísað í burtu. Svo tók við hálfsvefnlaus nótt.“ Curvy er í húsinu við hliðiná því sem brann en Stout beint fyrir neðan. Megn reyklykt var inni í verslun Stout í morgun þegar fréttastofu bar að garði og mikið vatn á gólfum eftir slökkvistarf gærdagsins. Hólmfríður segir eldinn mikið sjokk. „Sérstaklega af því að Stout er nýtt fyrirtæki, sem við erum að byggja upp. Þegar heil búð verður ónýt á einum degi er það mjög mikið áfall.“ Tæknideild lögrglu var við störf á vettvangi í morgun og tryggingamatsmenn sömuleiðis. Hvernig líður þér í dag að horfa á brunarústirnar? „Bara dofin held ég, veit ekki alveg hvernig mér á að líða. Svo verður maður bara að halda áfram, það er ekkert annað í boði held ég,“ segir Hólmfríður. „Það er eitthvað vatnstjón, við vitum samt ekki alveg nákvæmlega hversu mikið. Tjónið getur hlaupið á tugum milljóna hugsa ég.“
Slökkvilið Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49 „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24 Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Velta barna á veðmálasíðum fimmfaldast milli ára Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Öllu máli skiptir að fólkið komst út heilt á húfi Sjálfvirkur brunaboði í húsnæði í Fellsmúla, þar sem N1 er með bílaþjónustu og hjólbarðaverkstæði, gerði stjórnstöð Securitas viðvart um reyk stuttu eftir að húsinu hafði verið lokað síðdegis í gær. Starfsmaður, sem hafði nýlega yfirgefið vinnustaðinn, sneri aftur á vettvang og hringdi strax á neyðarlínuna eftir aðstoð og í kjölfarið kom slökkviliðið og lögregla á vettvang. 16. febrúar 2024 10:49
„Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára“ „Við erum enn á vettvangi, erum bara að klára,“ segir varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um stöðu mála í Fellsmúla, þar sem mikill eldur kviknaði í gær. 16. febrúar 2024 06:24
Erfitt að segja til um eldsupptökin Slökkvistarf vegna eldsvoðans í Fellsmúla mun halda áfram fram á nóttina. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir í samtali við fréttastofu að hann vonist til að endanlega takist að slökkva eldinn í nótt. 16. febrúar 2024 00:01