Leggur til ellefu króna hækkun frekar en skerðingu opnunartíma Árni Sæberg skrifar 21. febrúar 2024 22:09 Ólafur Egilsson er tíður gestur í sundlaugum borgarinnar. Hann vill geta haldið áfram að lauga sig til klukkan 22 um helgar. Vísir/Arnar Ólafur Egilsson, leikhúsmaður með meiru, er ekki ánægður með ákvörðun Reykjavíkurborgar um að skerða opnunartíma sundlauga borgarinnar um helgar. Hann leggur til að hætt verði að hleypa erlendum eldri borgurum frítt ofan í eða aðgangsverð verði hækkað um 11,2 krónur. Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu. Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira
Þetta segir Ólafur í færslu á Facebook í tilefni af samtali hans við Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, í dag. Þar segir hann að Skúli hafi sagt honum að til stæði að draga úr boðaðri skerðingu opnunartíma sundlauganna á hátíðisdögum, sem sé vel. Hins vegar ætli ætla borgaryfirvöld að halda til streitu skerðingu almenns opnunartíma um helgar um klukkutíma. Greint var frá áformum borgarinnar um skella laugunum í lás klukkan 21 um helgar í stað 22. Það verði gert frá og með 1. apríl næstkomandi vegna niðurskurðarkröfu. Þetta finnst Ólafi grátleg skammsýni, sér í lagi þegar verið er að skrá sundmenningu landsins á heimsminjaskrá. Ekki þurfi mikið til að spara milljónirnar tuttugu Þetta segir Ólafur gert til þess að spara tuttugu milljónir króna, sem er ekki há fjárhæð í samhengi við útgjöld borgarinnar. Hann segist hafa lagt til við Skúla að hætta frekar að hleypa erlendum heldri borgurum ókeypis í sund eða hækka frekar gjaldskránna. „Í laugar Reykjavikurborgar komu árið 2023 1.775.509 borgandi gestir, svo til þess að viðhalda sama þjónustustigi hefði þurft að hækka aðgangseyri á hvern miða um 11,2 krónur.“ Vel hægt að spara annars staðar Þá veltir Ólafur fyrir sér hvort ekki væri hægt að spara pening annars staðar í rekstri borgarinnar. Hann spyr hvort boðuð stytta af Björk Guðmundsdóttur sé nauðsynleg, hvers vegna rekstrarkostnaður skrifstofu borgarstjórnar hækki um 30 prósent á milli ára, hvort dýr „Stjórnendadagur borgarinnar“ hafi verið nauðsynlegur, hvort halda hafi þurft þrjú kaffiboð þegar Dagur B. Eggertsson lét af embætti borgarstjóra og hvort Reykjavíkurborg þurfi 23 borgarfulltrúa og átta til vara. „Mér finnst ekkert ofantalið mikilvægara en að ég og unglingarnir, mínir og annarra, og bara allir sem vilja geti hangið í kvöldsundi. Sérstaklega um helgar! Borgaryfirvöld eru greinilega á öðru máli. Eða hvað?,“ spyr Ólafur og beinir spurningunni sérstaklega til þeirra Dags B. Eggertssonar og Einars Þorsteinssonar, borgarstjóranna tveggja á kjörtímabilinu.
Reykjavík Borgarstjórn Sundlaugar Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Innlent Fleiri fréttir Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Sjá meira