Reykjavík

Fréttamynd

Sam­keppnin mikil en rokkararnir tryggur hópur

Stjórnendur veitingastaðarins Lemmy ráðast ekki á garðinn sem hann er lægstur og bjóða nú upp á sannkallaða rokkhátíð í miðbæ Reykjavíkur á sama tíma og íbúar höfuðborgarsvæðisins yfirgefa suðvesturhornið í stórum stíl. 

Innlent
Fréttamynd

Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna

Hinsegin dagar eru handan við hornið með stútfullri dagskrá. Baráttufólk lætur engan bilbug á sér finna þrátt fyrir skemmdarverk háværs minnihluta sem virðast tíðari á þessum árstíma.

Innlent
Fréttamynd

Rænd á af­mælis­daginn og ræninginn gengur laus

Berglind Ármannsdóttir átti heldur verri afmælisdag í gær en venjulega þar sem hún var rænd á bílaplani í Breiðholti. Hún er nokkuð lemstruð eftir að hafa dottið í jörðina þegar ræninginn sló til hennar og fór á bráðamóttöku í gær. Lögregla leitar ræningjans enn.

Innlent
Fréttamynd

Búið að hreinsa eitruðu Bjarnar­klóna af lóð N1

Flokkur garðyrkjumanna á vegum N1 hreinsaði eitraða plöntu, Bjarnakló, af lóð fyrirtækisins í Vesturbæ í morgun. Íbúi í hverfinu hefur árum saman kallað eftir aðgerðum en það var ekki fyrr en málið rataði í fjölmiðla að forsvarsmenn brugðust við. 

Innlent
Fréttamynd

Innipúkar eiga von á góðu

Það verður nóg um að vera um land allt um verslunarmannahelgina. Þeir sem ætla að halda sig í höfuðborginni og vera svokallaðir Innipúkar eiga líka von á góðu.

Lífið
Fréttamynd

Létu þjónana missa brúð­kaup­stertuna í gólfið

Listaparið Gunnlaugur Egilsson og Gunnur von Matérn gengu í hjónaband síðastliðna helgi. Gunnlaugur segir athöfnina hafa verið fullkomna og hápunktinum hafi verið náð þegar veislugestir supu andköf yfir gervitertu sem brúðhjónin létu útbúa.

Lífið
Fréttamynd

Lang­þreytt á eitraðri bjarnar­kló eftir að tvö barna­börn brenndust

Íbúi í vestur­bæ Reykja­víkur segist vera orðin lang­þreytt á bjarnar­kló sem gert hefur sig heima­komna í garðinum hennar. Barna­barn hennar brenndist á fótum við garð­vinnu en sex ár eru síðan annað barna­barn hennar brenndist illa á höndum vegna plöntunnar. Hún segist þreytt á því sem hún segir slæma um­hirðu bensín­stöðvarinnar N1 um lóð fyrir­tækisins, þaðan sem hún segir bjarnar­klóna koma.

Innlent
Fréttamynd

Þyrlu­flugið eins og ná­granni með lé­lega golf­sveiflu

Bæjarfulltrúi í Kópavogi segir að það þurfi að staldra við og skoða hvort þyrluflug eigi í raun og veru heima á Reykjavíkurflugvelli. Hann skorar á Samgöngustofu að endurskoða flugleið þyrla svo þær fljúgi ekki yfir mikla íbúabyggð í Kópavogi og nágrannasveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

„Öllum að verða ljóst að þetta getur ekki verið svona“

Verið er að skoða að koma upp aðstöðu fyrir þyrluflug á Hólmsheiði. Borgarstjóri segir það sárgrætilegt að tíu ára gamalt samkomulag ríkisins og ISAVIA um nýjan flugvöll hafi aldrei verið efnt. Með þeim velli hefði verið hægt að koma í veg fyrir hávaðamengun vegna þyrluflugs. 

Innlent
Fréttamynd

Er ég upp á punt?

Ímyndum okkur hvernig okkur myndi líða ef við ættum að mæta fimm daga í viku í aðstæður þar sem við værum í sífelldri baráttu við að fylgja eftir fyrirmælum. Er einhver möguleiki á að þróa með sér gott sjálfstraust, lífshamingju og gleði við þessar aðstæður? Svarið er „nei“.

Skoðun
Fréttamynd

Brýnt að finna þyrlu­flugi í Reykja­vík nýjan stað

Borgar­stjóri segir brýnt að finna út­sýnis­flugi þyrlna nýjan stað og tryggja að flug­leiðir í lág­flugi séu al­mennt ekki yfir í­búa­byggð. Borgar­yfir­völd skoði nú Hólms­heiði sem mögu­legan kost sem nýst gæti til út­sýnis­flugs, bæði tíma­bundið og til fram­búðar. Stjórnir sveitar­fé­laga á höfuð­borgar­svæðinu hafa ekki rætt málið á sínum vett­vangi.

Innlent
Fréttamynd

„Ef það eru ekki mávar þá er það seðla­banka­stjóri“

Fugla­fræðingur segir aukinn á­gang máva á höfuð­borgar­svæðinu og kvartanir vegna þeirra vera ár­legan við­burð. Ungar séu að komast á legg og þeir stundi gjarnan á­hættu­samari hegðun en eldri mávar. Hann segir máva eiga erfitt upp­dráttar, líkt og aðra sjó­fugla, þeir þurfi á sínu plássi og gjarnan verða fyrir barðinu á því sem hann kallar tegundarasisma.

Innlent
Fréttamynd

Sinu­bruni við Mós­karðs­hnjúka

Eldur kviknaði í sinu við rætur Móskarðshnjúka á fjórða tímanum í dag. Slökkvilið er á svæðinu og segir varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu að um mjög rólegan bruna sé að ræða. 

Innlent
Fréttamynd

Starfs­fólk í á­falli eftir furðu­legt rán í Húsa­smiðjunni

Uppi varð fótur og fit í verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvogi á mánudag þegar maður gekk inn með lambhúshettu og tók upp öxi sem var þar til sölu. Að sögn starfsfólks ógnaði hann því á leið út og hafa tveir þurft á áfallahjálp að halda. Lögregla náði manninum, sem segir verknaðinn hafa átt að vera hluta af Tik-Tok myndbandi. Hann hafi ekki ætlað að vera ógnandi. Rekstrarstjóri Húsasmiðjunnar í Skútuvogi segir skipulagðan þjófnað hafa færst í aukana og öryggisráðstafanir hertar.

Innlent
Fréttamynd

Börn úr öðrum leikskólum fá að vera með

Öllum börnum sem hefja nám í þremur grunnskólum í Reykjavík í ágúst gefst kostur á að taka þátt í tilraunaverkefni borgarinnar. Ekki aðeins þeim sem eru að ljúka leikskóla í viðkomandi hverfum grunnskólanna sex.

Innlent
Fréttamynd

Gekk um staðinn eins og hann væri heima hjá sér

Sjón­varpskokkurinn Gor­don Ramsay var ó­væntur gestur á veitinga­staðnum OTO á Hverfis­götu í gær­kvöldi. Eig­andinn vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið þegar hann sá nafn kokksins á lista yfir bókanir.

Lífið
Fréttamynd

Skar eins og hálfs metra gat á ærsla­belg

Skemmdar­verk voru unnin á ærsla­belg í frí­stunda­garðinum við Gufu­nes­bæ fyrr í þessum mánuði. Eins og hálfs metra gat var skorið á belginn með dúka­hníf. Verk­efna­stjóri segist vonast til þess að ærsla­belgurinn fái að vera í friði í fram­tíðinni. Þetta sé ekki fyrsta til­fellið þar sem skemmdar­verk séu unnin á svæðinu. Þau séu gjarnan árs­tíða­bundin.

Innlent
Fréttamynd

Vill að borgin sekti eða rifti samningi við Terra

Íbúi í Vesturbæ segir það hafa verið vandamál svo árum skipti að grenndargámar fyllist á augabragði og rusl safnast við þá í marga daga. Hann hvetur borgina til að segja upp samningi við Terra um tæmingu gámanna og beita dagsektum þegar sorp safnast við þá.

Innlent