Fjölgar í hópi alvarlega veikra barna Bjarki Sigurðsson skrifar 24. október 2024 10:47 Mánagarður er við Eggertsgötu í Reykjavík. Vísir/Einar Af sjö börnum úr leikskólanum Mánagarði sem liggja inni á Barnaspítala Hringsins með staðfesta E.coli-sýkingu eru tvö alvarlega veik. Tíu eru með staðfesta sýkingu. Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Fyrsta barnið greindist síðdegis á þriðjudag. Alvarleg veikindi koma oft síðar fram eftir smit. Veikindin hefjast með niðurgangi sem fljótt verður blóðugur. Bakterían framleiðir eiturefni sem valda bólgum og blæðingum frá görn. Sérfræðingur á barnaspítalanum sagði við fréttastofu í gær það alvarlegast ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. Sjö börn liggja inni á spítalanum með misalvarleg einkenni. Búið er að senda nokkur sýkt börn heim en þau eru þó enn undir eftirliti. Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala. Um 120 börn eru á leikskólanum Mánagarði sem hefur verið lokað í kjölfar smitanna. Hann er rekinn af Félagsstofnun stúdenta en verið er að taka sýni úr matvælum á leikskólanum og reyna að rekja hvaðan bakterían sem veldur sýkingunni kemur. Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Þetta staðfestir Andri Ólafsson, upplýsingafulltrúi Landspítalans, í samtali við fréttastofu. Fyrsta barnið greindist síðdegis á þriðjudag. Alvarleg veikindi koma oft síðar fram eftir smit. Veikindin hefjast með niðurgangi sem fljótt verður blóðugur. Bakterían framleiðir eiturefni sem valda bólgum og blæðingum frá görn. Sérfræðingur á barnaspítalanum sagði við fréttastofu í gær það alvarlegast ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. Sjö börn liggja inni á spítalanum með misalvarleg einkenni. Búið er að senda nokkur sýkt börn heim en þau eru þó enn undir eftirliti. Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala. Um 120 börn eru á leikskólanum Mánagarði sem hefur verið lokað í kjölfar smitanna. Hann er rekinn af Félagsstofnun stúdenta en verið er að taka sýni úr matvælum á leikskólanum og reyna að rekja hvaðan bakterían sem veldur sýkingunni kemur.
Leiðbeiningar til foreldra barna vegna iðrasýkingar af völdum E. coli (STEC) eru m.a.: Ef barn er algjörlega einkennalaust þá má það gera allt eins og venjulega. Passa þarf vel handþvott og almennt hreinlæti sérstaklega kringum bleyjuskipti ef það á við. Góð regla er að þvo alltaf hendur vel fyrir og eftir mat. Ef barn er með lítil eða væg einkenni iðrasýkingar þá skal hafa samband við upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar í síma 1700 til að fá frekari leiðbeiningar. Mikilvægt er að barnið drekki vel. Ef barn er með mikil einkenni iðrasýkingar svo sem svæsinn niðurgang eða blóðugan niðurgang, uppköst eða kviðverki eða er slappt og meðtekið þá hafa samband við bráðamóttöku barna á Landspítala.
Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Leikskólar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Fyrrverandi forseti furðar sig á taktík kennara Hafnar því að honum hafi verið vísað út Sjá meira
Greina matinn sem börnin á Mánagarði borðuðu Mikil vinna stendur yfir hjá Matvælastofnun, embætti sóttvarnalæknis og heilbrigðiseftirlitinu við að leita að uppruna sýkingar sem leitt hefur til veikinda barna á leikskólanum Mánagarði. Þó nokkur börn hafa verið lögð inn á Landspítalann. Sterkar vísbendingar eru um orsök smitsins. Leikskólastjóri lítur málið alvarlegum augum en fyrsta barnið greindist síðdegis í gær. 23. október 2024 12:58