Eitt barnanna alvarlega veikt og óvissa fram yfir helgi Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 23. október 2024 15:42 Ragnar Bjarnason er sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Vísir/Einar Eitt barn er alvarlega veikt eftir að E.coli sýking kom upp á leikskólanum Mánagarði, en tólf hafa leitað á spítala vegna hennar. Læknir á Barnaspítala Hringsins segir óvissuástand uppi um umfang smitsins, sem muni líklega vara fram yfir helgi. Óráðlegt sé að gefa börnum sýklalyf við þessar aðstæður, og mikilvægast að tryggja að þau fái nægan vökva. „Það hafa komið tólf börn til okkar á bráðamóttökuna og sum þeirra verið innlögð. Það er það sem við vitum núna, en við erum náttúrulega mjög snemma í ferlinu. Það geta verið börn þarna sem eru ekki þegar orðin veik,“ segir Ragnar Bjarnason, prófessor og sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Börnin séu allt niður í eins árs. Yfir hundrað börn eru á leikskólanum og Ragnar segir mögulegt að fleiri börn muni veikjast. Það velti þó á því hvernig smitið kom upp. „Ef það hefur komið með aðsendum mat sem allir hafa borðað, þá getur maður átt von á því. En það verða ekki allir veikir, þannig að við vitum það ekki,“ segir Ragnar. Hann segir átta eða níu börn enn inni á spítalanum, af þeim tólf sem hafi komið á spítalann. Líklega verði einhver þeirra send heim, en þau verði áfram í eftirliti. Alvarlegu veikindin komi fram síðar Ragnar segir eitt barnanna alvarlega veikt, án þess að geta farið nákvæmlega út í hvert ástand þess barns er. „Það er það sem maður óttast. Við erum snemma í ferlinu og þetta kemur oft aðeins seinna, alvarlegu veikindin.“ Veikindin hefjist með niðurgangi sem fljótt verði blóðugur. Staðfest E.coli sé í sumum barnanna. Bakterían framleiði eiturefni sem valdi bólgum og blæðingum frá görn. Alvarlegast sé þó ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. „Áhættuþáttur er að vera mjög ungur og mjög gamall. Þetta eru fyrst og fremst smábörn og síðan er þetta þekkt af hjúkrunarheimilum, þekkt stórsmit.“ Ekki sé útlit fyrir að umfang smitsins liggi almennilega fyrir strax, þar sem óljóst sé hvenær smitið varð. „Þetta verður óvissuástand, myndi ég telja, fram á og fram yfir helgi.“ Fólk komi ekki að óþörfu Gripið hafi verið til ráðstafana til að draga úr smithættu á spítalanum. Starfsfólk spítalans hafi sent heim þau börn sem hægt er að senda heim, á meðan aðrar deildir spítalans hafi tekið á móti börnum sem komið hafi úr öðrum, ótengdum aðgerðum. „Við biðlum til fólks að vera ekki að koma hingað að óþörfu. Það eru aðrir staðir sem geta sinnt minna veikum börnum, með eyrnabólgu og kvef og annað. Það er Barnalæknaþjónustan og Læknavaktin,“ segir Ragnar. Haft hafi verið samband við Barnalæknaþjónustuna og óskað eftir því að plássum þar verði fjölgað. Verið sé að breyta deildum og útbúa stað þar sem hægt verði að hafa mörg börn með vökva í æð, ef þörf krefur. Fólki er ráðlagt að koma ekki með börn sín að óþörfu á spítalann, til að mynda með börn sem ekki eru á Mánagarði og hafa ekki verið í tengslum við neinn þaðan. Öðru máli gegnir þó ef þau eru með blóðugan niðurgang. Þá á að fara með þau spítalann.Vísir/Einar Aðrar pestir í gangi „Fyrst og fremst, meðan við vitum ekki annað, þá er þetta bundið við einn leikskóla. Það vill oft bregða við að það eru að koma fleiri, á meðan barnið býr allt annarsstaðar og hefur ekki verið í kontakt, og komið með eitthvað smá niðurgangsskot. Það eru aðrar pestir í gangi,“ segir Ragnar og bendir foreldrum á að hafa þetta í huga. Foreldrar barna í þeirri stöðu eigi því að bíða með að leita aðstoðar þrátt fyrir niðurgang hjá barni sínu, en sjá til þess að það sé vel vökvað og það pissi nóg. Engin lækning, en vökvinn mikilvægur Hvað með foreldra sem eiga börn á leikskólanum, það eru væntanlega komin tilmæli til þeirra. Eru sérstök einkenni sem þau þurfa að hafa varann á með? „Það er náttúrulega þetta með niðurganginn, fyrst og fremst. Þetta eru yfirleitt ekki uppköst sem fylgja þessu. Þetta er niðurgangur og að hann verði blóðugur. Þá viljum við fá börnin til okkar. Þangað til, þá er það bara að halda að þeim vökva, þannig að þau séu vel undirbúin ef þetta kemur upp hjá þeim,“ segir Ragnar. Eina lyfið sem sé í boði sé stuðningsmeðferð. Mikilvægastur þar sé vökvinn, sem gefinn sé um munn eða í æð. Ekki sé ráðlegt að nota sýklalyf, sem jafnvel geti valdið skyndilegri losun eiturefna, sem geti valdið of miklu höggi á nýru barnanna. „Þannig að, nei það er ekki til nein lækning. Það sem maður er hræddur við er alvarleg nýrnabilun, og bráð. Það getur þýtt mikla stuðningsmeðferð, miklu meira en það sem ég tel upp hérna.“ Landspítalinn Leikskólar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi. 23. október 2024 11:56 Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. 23. október 2024 09:09 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
„Það hafa komið tólf börn til okkar á bráðamóttökuna og sum þeirra verið innlögð. Það er það sem við vitum núna, en við erum náttúrulega mjög snemma í ferlinu. Það geta verið börn þarna sem eru ekki þegar orðin veik,“ segir Ragnar Bjarnason, prófessor og sérfræðingur á Barnaspítala Hringsins. Börnin séu allt niður í eins árs. Yfir hundrað börn eru á leikskólanum og Ragnar segir mögulegt að fleiri börn muni veikjast. Það velti þó á því hvernig smitið kom upp. „Ef það hefur komið með aðsendum mat sem allir hafa borðað, þá getur maður átt von á því. En það verða ekki allir veikir, þannig að við vitum það ekki,“ segir Ragnar. Hann segir átta eða níu börn enn inni á spítalanum, af þeim tólf sem hafi komið á spítalann. Líklega verði einhver þeirra send heim, en þau verði áfram í eftirliti. Alvarlegu veikindin komi fram síðar Ragnar segir eitt barnanna alvarlega veikt, án þess að geta farið nákvæmlega út í hvert ástand þess barns er. „Það er það sem maður óttast. Við erum snemma í ferlinu og þetta kemur oft aðeins seinna, alvarlegu veikindin.“ Veikindin hefjist með niðurgangi sem fljótt verði blóðugur. Staðfest E.coli sé í sumum barnanna. Bakterían framleiði eiturefni sem valdi bólgum og blæðingum frá görn. Alvarlegast sé þó ef efnið kemst í nýrun, og valdi þar skaða. „Áhættuþáttur er að vera mjög ungur og mjög gamall. Þetta eru fyrst og fremst smábörn og síðan er þetta þekkt af hjúkrunarheimilum, þekkt stórsmit.“ Ekki sé útlit fyrir að umfang smitsins liggi almennilega fyrir strax, þar sem óljóst sé hvenær smitið varð. „Þetta verður óvissuástand, myndi ég telja, fram á og fram yfir helgi.“ Fólk komi ekki að óþörfu Gripið hafi verið til ráðstafana til að draga úr smithættu á spítalanum. Starfsfólk spítalans hafi sent heim þau börn sem hægt er að senda heim, á meðan aðrar deildir spítalans hafi tekið á móti börnum sem komið hafi úr öðrum, ótengdum aðgerðum. „Við biðlum til fólks að vera ekki að koma hingað að óþörfu. Það eru aðrir staðir sem geta sinnt minna veikum börnum, með eyrnabólgu og kvef og annað. Það er Barnalæknaþjónustan og Læknavaktin,“ segir Ragnar. Haft hafi verið samband við Barnalæknaþjónustuna og óskað eftir því að plássum þar verði fjölgað. Verið sé að breyta deildum og útbúa stað þar sem hægt verði að hafa mörg börn með vökva í æð, ef þörf krefur. Fólki er ráðlagt að koma ekki með börn sín að óþörfu á spítalann, til að mynda með börn sem ekki eru á Mánagarði og hafa ekki verið í tengslum við neinn þaðan. Öðru máli gegnir þó ef þau eru með blóðugan niðurgang. Þá á að fara með þau spítalann.Vísir/Einar Aðrar pestir í gangi „Fyrst og fremst, meðan við vitum ekki annað, þá er þetta bundið við einn leikskóla. Það vill oft bregða við að það eru að koma fleiri, á meðan barnið býr allt annarsstaðar og hefur ekki verið í kontakt, og komið með eitthvað smá niðurgangsskot. Það eru aðrar pestir í gangi,“ segir Ragnar og bendir foreldrum á að hafa þetta í huga. Foreldrar barna í þeirri stöðu eigi því að bíða með að leita aðstoðar þrátt fyrir niðurgang hjá barni sínu, en sjá til þess að það sé vel vökvað og það pissi nóg. Engin lækning, en vökvinn mikilvægur Hvað með foreldra sem eiga börn á leikskólanum, það eru væntanlega komin tilmæli til þeirra. Eru sérstök einkenni sem þau þurfa að hafa varann á með? „Það er náttúrulega þetta með niðurganginn, fyrst og fremst. Þetta eru yfirleitt ekki uppköst sem fylgja þessu. Þetta er niðurgangur og að hann verði blóðugur. Þá viljum við fá börnin til okkar. Þangað til, þá er það bara að halda að þeim vökva, þannig að þau séu vel undirbúin ef þetta kemur upp hjá þeim,“ segir Ragnar. Eina lyfið sem sé í boði sé stuðningsmeðferð. Mikilvægastur þar sé vökvinn, sem gefinn sé um munn eða í æð. Ekki sé ráðlegt að nota sýklalyf, sem jafnvel geti valdið skyndilegri losun eiturefna, sem geti valdið of miklu höggi á nýru barnanna. „Þannig að, nei það er ekki til nein lækning. Það sem maður er hræddur við er alvarleg nýrnabilun, og bráð. Það getur þýtt mikla stuðningsmeðferð, miklu meira en það sem ég tel upp hérna.“
Landspítalinn Leikskólar Heilbrigðismál Heilbrigðiseftirlit Reykjavík E. coli-sýking á Mánagarði Tengdar fréttir Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi. 23. október 2024 11:56 Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. 23. október 2024 09:09 Mest lesið Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Innlent Fleiri fréttir Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Sjá meira
Sex börn inniliggjandi vegna E.Coli-sýkingar Mikið álag er á barnaspítalanum vegna E.coli-sýkingar meðal leikskólabarna samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Sex börn eru inniliggjandi eða voru það að minnsta kosti á tímabili í morgun. Starfsfólk býst við að innlögnum fjölgi. 23. október 2024 11:56
Tíu börn með einkenni E.Coli-sýkingar Tíu börn á leikskólanum Mánagarði höfðu í gærkvöldi leitað á sjúkrahús með einkenni E.Coli-sýkingar. Fjögur eru nú inniliggjandi til eftirlits og fjögur til viðbótar höfðu leitað á bráðamóttöku Landspítalans. 23. október 2024 09:09
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent