Grindavík

Fréttamynd

Elsti gígurinn mættur aftur til leiks

Kvika er aftur farin að leita á yfirborð jarðar upp úr fyrsta gígnum sem myndaðist í gosinu í Fagradalsfjalli. Það er nokkur breyting enda hefur sá gígur verið mjög lítið virkur frá því að virknin færðist yfir í annan gíg skömmu eftir að gosið hófst.

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður ríkisins við uppbyggingu kringum Fagradalsfjall um 40 milljónir

Búist er við að framkvæmdir við eldgosið í Fagradalsfjalli hefjist í vikunni að sögn ferðamálastjóra. Ríkið leggi nú þegar til 40 milljónir króna til verkefna þar og landeigendur greiði fyrir framkvæmdir á bílastæðum og salernisaðstöðu. Gert er ráð fyrir að gjald verði tekið fyrir bílastæði á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Skoða þann kost að leggja akveg upp á Fagradalsfjall

Til skoðunar er að leggja akveg upp á Fagradalsfjall til að auðvelda ferðamönnum að sjá eldgosið en jafnframt að bæta núverandi gönguleið svo hún nýtist sem neyðarleið fyrir ökutæki. Bæjarráð Grindavíkur samþykkti nú síðdegis að nýja hraunið fengi nafnið Fagradalshraun.

Innlent
Fréttamynd

Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn

„Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Landsnet kærir ákvörðun Voga

Forsvarsmenn Landsnets hafa ákveðið að að vísa ákvörðun Sveitarfélagsins Voga um að hafna umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir Suðurnesjalínu 2 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Deilt hefur verið um framkvæmdirnar um árabil en Grindavík, Hafnarfjörður og Reykjanesbær höfðu áður samþykkt umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi.

Innlent
Fréttamynd

„Suðurnes eru heitasti sumardvalastaðurinn á árinu“

Framkvæmdastjóri Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum segir aukna bjartsýni á svæðinu. Eldgosið hafi reynst mikil landkynning og verkefni í kringum uppbyggingu í Geldingadölum skapi mörg atvinnutækifæri. Hún telur að Suðurnes verði heitasti sumardvalarstaðurinn í ár. 

Innlent
Fréttamynd

Ánægjuleg einokunarstaða hjá fyrstu gullgröfurunum

Þegar gengið er niður af Fagradalsfjalli að kvöldlagi er lítið um lýsingu að undanskildum höfuðljósum þeirra göngumanna sem hafa haft rænu á að muna eftir þeim mikilvæga búnaði. Um leið og afleggjarinn við Suðurstrandarveg er í augsýn sést þó loks glitta í eina almennilega upplýsta staðinn við fjallið.

Innlent
Fréttamynd

Auðveldari gönguleið stikuð að gosinu framhjá kaðlinum

Aðalgönguleiðinni að eldgosinu í Fagradalsfjalli, svokallaðri A-leið, hefur verið breytt þannig að ekki þarf lengur að notast við kaðal í bröttustu brekkunni. Jafnframt er búið að lengja stikuðu leiðina svo hún nái að nýju gígunum, sem opnuðust síðastliðna nótt.

Innlent
Fréttamynd

Horfði á sprunguna opnast í Geldingadölum

Hinn níu ára gamli Hugi Þór Snorrason var á göngu með afa sínum, Kristjáni Kristjánssyni, á gossvæðinu í gær þegar þeir heyrðu drunur og sáu skyndilega mikinn reyk koma upp úr jörðinni.

Innlent