Jarðskjálfti að stærð 2,7 fannst vel í Grindavík Lovísa Arnardóttir skrifar 14. október 2023 14:38 Upptök skjálftans voru við Þorbjörn. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Vísir/Vilhelm Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tvöleytið í dag á Reykjanesskaga. Líkur á nýju eldgosi hafa aukist síðustu vikur. Kvika safnast saman á um tíu kílómetra dýpi en engir nýir kvikugangar hafa myndast enn sem komið er, en það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tíu mínútur yfir klukkan tvö í dag. Upptök skjálftans voru í um kílómetra fjarlægð frá Þorbirni á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftavirkni þó ekki orðna það mikla að það sé eitthvað nýtt að gerast núna. Það sé landris en enginn nýr kvikugangur sé búinn að myndast. Um 520 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku og það sem af er þessarri viku hafa rúmlega 220 skjálftar mælst. Í síðustu viku mældust tveir skjálftar stærri en 3, annar 3,3 að stærð vestan Kleifarvatns og hinn 3,2 að stærð um fimm kílómetra norðaustur af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær kom fram að merki um landris á Reykjanesskaga hafi byrjað að mælast stuttu eftir að eldgosi við Litla-Hrút lauk í sumar. Landrisið er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um fjórar vikur. Nýjustu GPS mælingar gáfu vísbendingar um hröðun á þessu landrisi og að kvika sé að safnast saman á um tíu kílómetra dýpi. Í tilkynningunni kom jafnframt fram að þenslan væri svipuð því sem hafi verið í aðdraganda síðustu eldgosa og líkur á því að nýr kvikugangur myndist orðnar meiri. Það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Fyrir eldgosin í Fagradalsfjalli 2022 og sumarið 2023 mældust þúsundir jarðskjálfta nokkra daga áður en gos hófst, þegar kvikugangur nálgaðist yfirborð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. 13. október 2023 17:49 Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag. 4. október 2023 16:53 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,7 mældist um tíu mínútur yfir klukkan tvö í dag. Upptök skjálftans voru í um kílómetra fjarlægð frá Þorbirni á Reykjanesskaga. Skjálftinn fannst vel í Grindavík. Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofunni segir skjálftavirkni þó ekki orðna það mikla að það sé eitthvað nýtt að gerast núna. Það sé landris en enginn nýr kvikugangur sé búinn að myndast. Um 520 skjálftar mældust á Reykjanesskaga í síðustu viku og það sem af er þessarri viku hafa rúmlega 220 skjálftar mælst. Í síðustu viku mældust tveir skjálftar stærri en 3, annar 3,3 að stærð vestan Kleifarvatns og hinn 3,2 að stærð um fimm kílómetra norðaustur af Grindavík. Í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær kom fram að merki um landris á Reykjanesskaga hafi byrjað að mælast stuttu eftir að eldgosi við Litla-Hrút lauk í sumar. Landrisið er á svipuðum slóðum og það var fyrir gosið 10. júlí sem stóð yfir í um fjórar vikur. Nýjustu GPS mælingar gáfu vísbendingar um hröðun á þessu landrisi og að kvika sé að safnast saman á um tíu kílómetra dýpi. Í tilkynningunni kom jafnframt fram að þenslan væri svipuð því sem hafi verið í aðdraganda síðustu eldgosa og líkur á því að nýr kvikugangur myndist orðnar meiri. Það gæti gerst á næstu vikum eða mánuðum. Fyrir eldgosin í Fagradalsfjalli 2022 og sumarið 2023 mældust þúsundir jarðskjálfta nokkra daga áður en gos hófst, þegar kvikugangur nálgaðist yfirborð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. 13. október 2023 17:49 Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag. 4. október 2023 16:53 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
Líkur aukist á myndun nýs kvikugangs undir Fagradalsfjalli Nýjustu GPS-mælingar Veðurstofu Íslands sýna hröðun á landrisi á Reykjanesskaga á svipuðum slóðum og átti sér stað fyrir gosið við Litla-Hrút. Líkur á að nýr kvikugangur myndist undir Fagradalsfjalli hafa því aukist. 13. október 2023 17:49
Skjálfti að stærð 4,7 við Bárðarbungu Nokkuð stór skjálfti varð í dag við Bárðarbungu. Á vef Veðurstofu Íslands segir að hann hafi átt sér stað um það bil tíu mínútur yfir fjögur í dag. 4. október 2023 16:53