Veggir gígsins muni hrynja innan skamms Bjarki Sigurðsson skrifar 23. júlí 2023 19:15 Þorvaldur Þórðarson, prófessor í eldfjallafræði og bergfræði. Vísir/Vilhelm Eldfjallafræðingur segir að líklegt sé að gígurinn við Litla-Hrút muni bresta von bráðar. Brotni hann til austurs gæti stórslys orðið verði ekki búið að rýma svæðið. Hann segir að líkur séu á að nýr gígur opnist austur af Keili. Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Nú þegar þrettán dagar eru liðnir síðan gos hófst við Litla-Hrút virðist gígurinn vera að fyllast. Að sögn Þorvalds Þórðarsonar eldfjallafræðings hefur gígurinn breikkað verulega sem bendir til þess að veggir gígsins gætu hrunið innan skamms. „Ef það gerist vitum við svo sem ekki hvert, í hvaða átt þeir munu hrynja. Þeir gætu farið í vestur eins og um daginn en þeir gætu líka farið í austur. Þar er fólk ansi nálægt gígunum og þeir eru inn á mjög hættulegum stað. Ef þetta brestur til austurs, þá er ekki víst að þetta fólk geti komið sér undan hraunflæðinu því það flæðir svo hratt, það gæti farið 100 metra á tveimur sekúndum,“ segir Þorvaldur. Hann segir að þótt gígurinn brotni sé þó ekki líklegt að hraunið nái til innviða hraðar. Framleiðnin sé enn svipuð og áður og því standi sú spá enn sem segir að hraunið nái til Suðurstrandarvegar um miðjan ágúst eða byrjun september. Þá sé enn erfitt að segja til um hvenær gosinu lýkur. „Hraun mun halda áfram að flæða svo lengi sem gosið er í gangi og gosið mun halda áfram svo lengi sem við komum kvikunni upp og ekkert skrúfar fyrir. Það stoppar auðvitað einhvern tímann, en spurningin er hvenær. Eins og gangurinn er núna er ómögulegt að segja hvort hann stoppi eftir fjórar vikur, sex mánuði, ár eða áratugi. Verstu tilfellin, þá hafa gos af mjög svipaðri gerð varað í meira en öld,“ segir Þorvaldur. Hann telur einhverjar líkur vera á því að nýr gígur opnist á svæðinu og væri það þá austur af Keili en þar má finna svokallaðan skjálftaskugga. „Ef við horfum á skjálftavirknina austur af Keili, þar er skjálftaskuggi. Það gæti verið að segja okkur það að kvika sé að safnast fyrir undir svæðinu á grunnu dýpi .Þar hefur sést aukin jarðhitavirkni sem stemmir við það að kvika sé komin grunnt og svæðið að hitna. Þannig að já, það er möguleiki að við fáum kannski gos austan við Keili,“ segir Þorvaldur.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira