Hafnarfjörður Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Innlent 4.1.2024 11:45 Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. Innlent 4.1.2024 10:16 Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. Innlent 3.1.2024 18:59 Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Innlent 3.1.2024 18:01 Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 3.1.2024 10:52 Jakkafötum og verkfærum stolið úr geymslum Geymsla 1 er með aðstöðu á Gjáhellu á Völlunum í Hafnarfirði þar sem boðin eru upp á bil til leigu þar sem fólk getur geymt ýmislegt úr búslóð sinni. Í desembermánuði á síðasta ári lágu menn á því lúalaginu að brjótast þar inn og hafa eitt og annað með sér. Innlent 2.1.2024 11:48 Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags. Innlent 1.1.2024 10:05 Eldur í bílskúr í Hafnarfirði Eldur kom upp í bílskúr við Kjóahraun í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti. Innlent 1.1.2024 07:08 Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. Innlent 31.12.2023 14:25 Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á aðfangadag Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi. Innlent 28.12.2023 20:39 Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Innlent 28.12.2023 15:46 Dóttir Helga í Góu selur höll í Hafnarfirði Við Erluás 58 í Hafnarfirði er fallegt og tignarlegt einbýlishús á tveimur hæðum til sölu. Húsið var byggt árið 2002 og hefur verið vel við haldið síðastliðin ár. Ásett verð fyrir eignina er 199 milljónir. Lífið 28.12.2023 14:42 Einn handtekinn vegna árásarinnar á aðfangadag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Tilefnið er rannsókn á skotárás sem gerð var í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Innlent 27.12.2023 19:02 Byssumanna enn leitað eftir árás á aðfangadag Tveggja manna, sem grunaðir eru um skotárás í heimahúsi í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld, er enn leitað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við fréttastofu. Innlent 27.12.2023 13:57 Rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir fagnaði jólahátíðinni í faðmi spænska kærastans Jaime og upplifði loks rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Parið kynntist fyrr á árinu og virðist ástin blómstra á milli þeirra. Lífið 27.12.2023 13:23 Lögregla leitar byssumannanna og annarra sem gætu tengst árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum á aðfangadagskvöld. Þá leitar lögregla að öðrum sem gætu tengst málinu. Innlent 26.12.2023 12:14 Einn handtekinn vegna skotárásarinnar á aðfangadagskvöld Einn var handtekinn í gær vegna skotárásarinnar sem gerð var á aðfangadagskvöld þegar tveir menn réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. Innlent 26.12.2023 11:46 Skotárás í gærkvöldi til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál frá því í gærkvöldi þegar tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. Innlent 25.12.2023 10:49 Dýrara í Strætó á nýju ári Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr. Neytendur 21.12.2023 15:16 Fjöldi fólks sækir að Hafnarfjarðarhöfn til að skoða jólaljósin Á fimmta tug smábátaeigenda hafa skreytt báta sína í Hafnarfjarðarhöfn fyrir jólin. Formaður félags smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ segir fjölda fólks gera sér leið niður á höfn á kvöldgöngunni til að virða fyrir sér ljósin. Lífið 19.12.2023 17:04 Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. Innlent 19.12.2023 10:27 Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Lífið 18.12.2023 20:00 Yfirbuguð af sérsveit eftir árangurslausar samningaviðræður Lögregla og sérsveit voru kallaðar út að húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag vegna konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Eftir árangurslausar samningaviðræður var konan yfirbuguð og flutt á slysadeild til aðhlynningar. Innlent 18.12.2023 18:51 Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. Innlent 18.12.2023 16:20 Áfram eða afturábak? Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Skoðun 16.12.2023 13:30 Fær ekki skorið úr um hver er faðir hans í sextíu ára gömlu máli Endurupptökudómur hefur hafnað kröfu um að taka upp faðernismál sem móðir höfðaði árið 1959 gegn tveimur karlmönnum. Móðirin og mennirnir tveir eru öll látin, en sonur konunnar, sem faðernismálið varðar, krafðist þess að það yrði tekið upp á ný. Innlent 14.12.2023 21:36 Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16 Sektaður fyrir jómfrúarferðina á rafhlaupahjóli kærustunnar í Hafnarfirði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða 80 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið óskráðu rafhlaupahjóli á gangstétt í Hafnarfirði og verið án ökuréttinda í ágúst 2021. Málið kom upp eftir árekstur rafhlaupahjólsins, sem ekið var á miklum hraða, og bíls. Innlent 13.12.2023 10:36 Tveir fluttir á slysadeild eftir útafakstur á Kaldárselsvegi Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans til skoðunar eftir að bíll fór út af Kaldárselsvegi, ekki langt frá Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði, klukkan rúmlega eitt í nótt. Innlent 12.12.2023 06:42 Jólin jólin – alls staðar á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Skoðun 11.12.2023 15:02 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 59 ›
Ekki tímabært að ræða varnargarða í Hafnarfirði Sviðsstjóri almannavarna segir það ótímabært að fara að reisa varnargarða við Hafnarfjörð líkt og eldfjallafræðingar hafa kallað eftir. Unnið er að hættumati vegna eldgosahættu fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Innlent 4.1.2024 11:45
Tekur undir með Ármanni: „Skynsamlegt að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur tekur undir með kollega sínum Ármanni Höskuldssyni að byggja eigi upp eldgosavarnir við Hafnarfjörð. Hann kallar eftir því að gert verði nýtt og umfangsmikið hættumat fyrir stór-höfuðborgarsvæðið. Innlent 4.1.2024 10:16
Vill eldgosavarnir við Hafnarfjörð Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir að nú verði að fara að skoða að reisa eldgosavarnir í byggðunum vestast í Hafnarfirði en þar má finna Vellina og Hvaleyri. Eldgos geti hafist nánast hvar sem er á Brennisteins-Bláfjallakerfinu, Krýsuvíkurkerfinu og í Eldvörpum á Reykjanesi. Innlent 3.1.2024 18:59
Virknin færir sig nær höfuðborgarsvæðinu: „Þetta er þessi nýi veruleiki“ Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur segir stóran skjálfta sem skók suðvesturhornið rétt fyrir hádegi í dag benda til þess að skjálftavirknin sé að færa sig hægt og rólega yfir í Trölladyngju sem staðsett er mitt á milli höfuðborgarsvæðisins og Grindavíkur. Skjálftin er ekki vísbending um að neitt stórt sé að fara að gerast á svæðinu á næstu mánuðum. Innlent 3.1.2024 18:01
Gikkskjálfti að stærð 4,5 skók suðvesturhornið Stór skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar um klukkan 10:50 í dag. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni benda fyrstu tölur til að skjálftinn hafi verið 4,5 að stærð og að upptök hans hafi verið við Trölladyngju, nærri Keili, á um fimm kílómetra dýpi. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. Innlent 3.1.2024 10:52
Jakkafötum og verkfærum stolið úr geymslum Geymsla 1 er með aðstöðu á Gjáhellu á Völlunum í Hafnarfirði þar sem boðin eru upp á bil til leigu þar sem fólk getur geymt ýmislegt úr búslóð sinni. Í desembermánuði á síðasta ári lágu menn á því lúalaginu að brjótast þar inn og hafa eitt og annað með sér. Innlent 2.1.2024 11:48
Nóttin gekk vel þrátt fyrir mikla ölvun Nýársnótt gekk vel fyrir sig, að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og engin „stór mál“ rötuðu á borð lögreglu. Fjórir gistu í fangaklefum í morgun sem telst mjög lítið að morgni nýársdags. Innlent 1.1.2024 10:05
Eldur í bílskúr í Hafnarfirði Eldur kom upp í bílskúr við Kjóahraun í Hafnarfirði skömmu eftir miðnætti. Innlent 1.1.2024 07:08
Áramótum fagnað víða um land: Brenna á Eyrarbakka en engin í Kópavogi Áramótabrennur verða með hefðbundnum hætti ár en þó ekki í Kópavogi og Hafnarfirði, þar sem engar brennur verða. Íbúar segja margir hverjir þetta svekkjandi. Í kvöld verða áramótabrennur tendraðar á tíu stöðum í Reykjavík. Tvær í Garðabæ, ein á Seltjarnarnesi og ein í Mosfellsbæ. Í Kópavogi og Hafnarfirði verða hins vegar engar brennur. Innlent 31.12.2023 14:25
Tveir í gæsluvarðhaldi vegna skotárásarinnar á aðfangadag Tveir karlar voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness vegna skotárásinnar í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Þeir voru báðir handteknir í gærnótt en þriðji maðurinn sem handtekinn var er laus úr haldi. Innlent 28.12.2023 20:39
Áramótabrennur á höfuðborgarsvæðinu Áramótin nálgast óðfluga og halda mörg sveitarfélög í þá hefð að hlaða í áramótabrennur. Innlent 28.12.2023 15:46
Dóttir Helga í Góu selur höll í Hafnarfirði Við Erluás 58 í Hafnarfirði er fallegt og tignarlegt einbýlishús á tveimur hæðum til sölu. Húsið var byggt árið 2002 og hefur verið vel við haldið síðastliðin ár. Ásett verð fyrir eignina er 199 milljónir. Lífið 28.12.2023 14:42
Einn handtekinn vegna árásarinnar á aðfangadag Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til íbúa og forráðamanna fyrirtækja í Hvaleyrarholti að athuga með myndefni í öryggis- og eftirlitsmyndavélum á svæðinu og koma því til lögreglu ef svo ber undir. Tilefnið er rannsókn á skotárás sem gerð var í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld. Innlent 27.12.2023 19:02
Byssumanna enn leitað eftir árás á aðfangadag Tveggja manna, sem grunaðir eru um skotárás í heimahúsi í Hafnarfirði á aðfangadagskvöld, er enn leitað. Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við fréttastofu. Innlent 27.12.2023 13:57
Rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár Fegurðardrottningin og athafnakonan Linda Pétursdóttir fagnaði jólahátíðinni í faðmi spænska kærastans Jaime og upplifði loks rómantísk jól eftir að hafa verið ein í nokkur ár. Parið kynntist fyrr á árinu og virðist ástin blómstra á milli þeirra. Lífið 27.12.2023 13:23
Lögregla leitar byssumannanna og annarra sem gætu tengst árásinni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú tveggja manna sem réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum á aðfangadagskvöld. Þá leitar lögregla að öðrum sem gætu tengst málinu. Innlent 26.12.2023 12:14
Einn handtekinn vegna skotárásarinnar á aðfangadagskvöld Einn var handtekinn í gær vegna skotárásarinnar sem gerð var á aðfangadagskvöld þegar tveir menn réðust inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. Innlent 26.12.2023 11:46
Skotárás í gærkvöldi til rannsóknar hjá lögreglu Lögregla rannsakar nú mál frá því í gærkvöldi þegar tveir menn komu inn í íbúð í Hafnarfirði og hleyptu af skotum. Innlent 25.12.2023 10:49
Dýrara í Strætó á nýju ári Ný gjaldskrá hjá Strætó tekur gildi þann 8. janúar næstkomandi. Hækkunin nemur að meðaltali 11% yfir alla fargjaldaflokka. Sem dæmi má nefna að stakt fargjald fer úr 570 kr. í 630 kr. og 30 daga nemakort fer úr 4500 kr. í 5.200 kr. Verð á Klapp plastkortum helst þó óbreytt eða 1.000 kr. Neytendur 21.12.2023 15:16
Fjöldi fólks sækir að Hafnarfjarðarhöfn til að skoða jólaljósin Á fimmta tug smábátaeigenda hafa skreytt báta sína í Hafnarfjarðarhöfn fyrir jólin. Formaður félags smábátaeigenda í Hafnarfirði og Garðabæ segir fjölda fólks gera sér leið niður á höfn á kvöldgöngunni til að virða fyrir sér ljósin. Lífið 19.12.2023 17:04
Von á erlendum fjölmiðlum og fjölmiðlamiðstöðin opnuð á ný Fjölmiðlamiðstöð fyrir erlenda fjölmiðla, vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst í gærkvöldi, verður opnuð í Hafnarfirði á ný í dag að sögn ferðamálastjóra. Eldgosið hófst um fjóra kílómetra norðaustan Grindavíkur, norðan Sundhnúks í Sundhnúkaröðinni klukkan 22:17 í gærkvöldi. Innlent 19.12.2023 10:27
Tvö féllu í yfirlið og allur varningur seldist upp Tæplega tíu þúsund manns mættu á IceGuys í tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði um helgina og segir einn skipuleggjanda tónleikanna aldrei séð aðra eins eftirspurn eftir miðum. Að minnsta kosti tvö féllu í yfirlið á tónleikunum og fengu aðstoð sjúkraliða á staðnum. Lífið 18.12.2023 20:00
Yfirbuguð af sérsveit eftir árangurslausar samningaviðræður Lögregla og sérsveit voru kallaðar út að húsnæði ríkislögreglustjóra í Bæjarhrauni í Hafnarfirði í dag vegna konu sem hótaði að skaða sjálfa sig með hníf. Eftir árangurslausar samningaviðræður var konan yfirbuguð og flutt á slysadeild til aðhlynningar. Innlent 18.12.2023 18:51
Sérsveitin aðstoðar við lögregluaðgerð í Hafnarfirði Lögregluaðgerð stendur nú yfir í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þetta staðfestir Skúli Jónsson, stöðvarstjóri lögreglustöðvar tvö, sem sér um mál í Hafnarfirði og Garðabæ. Sérsveitin aðstoðar við aðgerðina. Innlent 18.12.2023 16:20
Áfram eða afturábak? Hún er dálítið skrýtin tík þessi pólitík - að minnsta kosti í Hafnarfirði. Hér eru nokkur dæmi um samskipti jafnaðarmanna í bæjarstjórn við svonefndan meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Þar sem þeir fyrrnefndu leggja til markviss skref til að auka velferð bæjarbúa, en þeir síðarnefndu þrjóskast við og vilja kyrr kjör. Skoðun 16.12.2023 13:30
Fær ekki skorið úr um hver er faðir hans í sextíu ára gömlu máli Endurupptökudómur hefur hafnað kröfu um að taka upp faðernismál sem móðir höfðaði árið 1959 gegn tveimur karlmönnum. Móðirin og mennirnir tveir eru öll látin, en sonur konunnar, sem faðernismálið varðar, krafðist þess að það yrði tekið upp á ný. Innlent 14.12.2023 21:36
Tilkynnt um eld í heimahúsi í Hafnarfirði Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að kviknað hafði í potti og eldavél í heimahúsi í Hafnarfirði. Innlent 14.12.2023 06:16
Sektaður fyrir jómfrúarferðina á rafhlaupahjóli kærustunnar í Hafnarfirði Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann til að greiða 80 þúsund króna sekt til ríkissjóðs fyrir að hafa ekið óskráðu rafhlaupahjóli á gangstétt í Hafnarfirði og verið án ökuréttinda í ágúst 2021. Málið kom upp eftir árekstur rafhlaupahjólsins, sem ekið var á miklum hraða, og bíls. Innlent 13.12.2023 10:36
Tveir fluttir á slysadeild eftir útafakstur á Kaldárselsvegi Tveir voru fluttir á slysadeild Landspítalans til skoðunar eftir að bíll fór út af Kaldárselsvegi, ekki langt frá Hvaleyrarvatni í Hafnarfirði, klukkan rúmlega eitt í nótt. Innlent 12.12.2023 06:42
Jólin jólin – alls staðar á höfuðborgarsvæðinu Reykjavík var nýlega valin einn besti áfangastaður í Evrópu til að upplifa jólastemningu og jólamarkaði samkvæmt vefmiðlinum Roadbook. Þetta er ekki í fyrsta skipti í gegnum tíðina sem Reykjavík er valin ákjósanlegur áfangastaður yfir jól og áramót. Það sem hins vegar var eftirtektarvert var að Jólaþorpið í Hafnarfirði var nefnt sérstaklega í greininni sem stað sem fólk má ekki láta fram hjá sér fara á aðventunni. Skoðun 11.12.2023 15:02
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent