Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Um stöðu og starf­semi Há­skóla Ís­lands

Almenningur og stjórnvöld gera ríkar og margvíslegar kröfur til Háskóla Íslands. Það er bæði æskilegt og eðlilegt – það er til marks um mikilvægi hans. Traust til skólans er einn okkar allra mikilvægasti mælikvarði og hefur Háskóli Íslands lengi verið í efstu sætum yfir þær stofnanir sem almenningur á Íslandi treystir best. Ég fagna allri umræðu um stöðu skólans enda er hann opinber stofnun sem á að þjóna íslensku samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Harmleikur á Reykjum þar sem börnum var kennt að vinna sér mein

Starfsmanni í Skólabúðunum á Reykjum var sagt upp störfum í síðustu viku eftir atvik í kennslustund í búðunum. Um þrjátíu börn voru í kennslustundinni og lýsa því meðal annars hvernig þau hafi fengið kennslu við að vinna sér mein. Ungmennafélag Íslands lítur málið mjög alvarlegum augum og segir um harmleik að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Lesfimleikar þingmanns

Eyjólfur Ármannsson, þingmaður Flokks fólksins, skrifaði á dögunum grein um lestur barna þar sem hann kallar eftir að leshraðamælingum verði hætt. Með því er hann að vísa til lestrarprófs á vegum Menntamálastofnunar sem alla jafna er lagt fyrir þrisvar á ári í íslenskum grunnskólum og er ætlað að mæla lesfimi (e. reading fluency).

Skoðun
Fréttamynd

Mun ríkis­stjórn standa við á­form um fjár­mögnun há­skóla?

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskólamála hefur mikinn metnað fyrir því að auka vægi háskóla- og þekkingarsamfélagsins í stefnumótun stjórnvalda. Það er fagnaðarefni og ástæða til að taka undir með henni. Allir mælikvarðar sem íslenskt háskólasamfélag notar eru alþjóðlegir; við berum okkur saman við háskóla og vísindamenn á alþjóðlegum vettvangi.

Skoðun
Fréttamynd

Af virðingu við leikskólakennara og foreldra

Nýlega flykktust ráðþrota foreldrar í Ráðhúsið og kröfðust tafarlausra aðgerða vegna leikskólavandans. Í kjölfarið hafa borgarfulltrúar meirihlutans ekki þorað öðru en að skoða aðrar leiðir til að bæta ástandið. Ég hef saknað þess að sjá starfsfólk leikskólanna í Ráðhúsinu, því hagsmunir þeirra eru samofnir hagsmunum foreldra. Fyrst lendir skellurinn á starfsfólkinu og þegar það getur ekki meir lendir skellurinn á foreldrum.

Skoðun
Fréttamynd

Hörðu­valla­skóla verður skipt í tvennt

Hörðuvallaskóla verður skipt í tvo sjálfstæða skóla frá og með næsta skólaári. Annars vegar skóla fyrir 1.-7.bekk og hins vegar skóla fyrir unglingastigið, 8.-10.bekk. Miðað er við núverandi skiptingu árganga á milli skólabygginga.

Innlent
Fréttamynd

Gervigreind og hugvísindi

Ég held að það hafi verið í kringum 1990 að fyrsti verkfræðingurinn sagði mér í óspurðum fréttum að tölvur myndu taka þýðingastarfið af mér innan þriggja ára. Ég hef heyrt það á þriggja ára fresti síðan, en ekki er komið að því enn. Nú er mikið rætt um gervigreind og að hún muni taka mikið af störfum fólks þar sem ódýrara verði að nota hana en raunverulega greind fólks. 

Skoðun
Fréttamynd

Hugvísindin efla alla dáð

„Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið."

Skoðun
Fréttamynd

Sinn­u­leys­i í skól­a­mál­um

Tryggja þarf að fleiri drengir fái notið sín í skóla og auka þannig möguleika þeirra á að blómstra í lífi og starfi á fullorðinsárum. Það liggur í hlutarins eðli að nemendur sem hætta í framhaldsskóla sækja sér síður háskólamenntun.

Umræðan
Fréttamynd

Víta­hringur í boði Mennta­sjóðs náms­manna

Ég byrjaði í lögfræði haustið 2017, kláraði BA námið 2020 og byrjaði strax í meistaranámi. Á þessum tíma skall á Covid faraldurinn og mér bauðst vinna með skóla sem ég þáði með þökkum. Þegar leið á önnina fann ég að ég hafði ekki tíma til þess að sinna bæði náminu og vinnunni að fullu og því minnkaði ég við mig í skólanum.

Skoðun
Fréttamynd

Jafnrétti til náms

Jafnrétti til náms þýðir ekki bara að öll kyn eigi að hafa jafnt aðgengi að námi, heldur líka að sá sem vill stunda nám eigi að geta gert það án hindrana, hverjar sem þær eru, því jafnrétti er ekki jafnrétti nema það nái til allra, en ekki bara til ákveðinna hópa.

Skoðun
Fréttamynd

Leggjum niður hugvísindi!

Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga?

Skoðun
Fréttamynd

Læra íslensku sem er sérhæfð fyrir vinnu í skólum

Í Reykjanesbæ er rekin svokölluð leikskólasmiðja þar sem innflytjendur læra íslensku sem er sérsniðin fyrir störf í leik- og grunnskólum en skortur á íslenskukunnáttu getur staðið fólki af erlendum uppruna fyrir þrifum. 

Innlent
Fréttamynd

Að taka ekki næsta skref

Nokkur umræða hefur spunnist í kringum fyrirhugaða lokun upplýsinga- og ráðgjafarvefjarins Næsta skref.is. Sú ákvörðun að loka vefnum var öllum sem að komu erfið enda er hann í mikilli notkun meðal almennings, hjá símenntunarmiðstöðvum og innan formlega skólakerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað svo? Um leik­skóla­mál í Reykja­vík

Leikskólamál í Reykjavík eru núna í brennidepli. Fyrir því eru frekar einfaldar ástæður. Að loknu 12 mánaða fæðingarorlofi hafa margir foreldrar í höfuðborginni ekki aðgang að dagvistunarúrræði fyrir börnin sín. Afleiðingar þess fyrir fjárhag heimilisins geta orðið umtalsverðar. 

Skoðun
Fréttamynd

„Þetta er óskiljanleg ráðstöfun“

Formaður Félags náms- og starfsráðgjafa segir veigamikið verkfæri tekið úr sambandi með lokun upplýsinga og ráðgjafavefsins Næsta skref. Ráðgjafar séu bæði ósáttir og undrandi þar sem vefurinn hafi verið mikið notaður og fallið vel í kramið. Stjórnvöld þurfi að koma að málinu, finna stað fyrir vefinn og tryggja fjármagn en arðsemi vefsins sé ekki mældur í peningum.

Innlent
Fréttamynd

Forgangsröðum í þágu menntunar

Á nýafstöðnum landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs voru samþykktar tvær ályktanir um menntamál. Í annarri er lýst yfir þungum áhyggjum af starfsaðstæðum í skólum landsins. Víða hefur skólahúsnæði verið lokað vegna myglu og annarra vandamála og mikið álag er í leik- og grunnskólum vegna undirmönnunar.

Skoðun
Fréttamynd

Sama um hönnunar­verð­laun á meðan börnin sitja heima

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur, fagnar því að Brákarborg, nýr leikskóli í Laugardalnum, hafi hlotið hönnunarverðlaunin Grænu skófluna. Leikskólinn var tekinn í notkun síðasta haust nokkru áður en hann var tilbúinn. Foreldrar þeirra barna sem enn hafa ekki fengið pláss á leikskóla segjast sama um hönnunarverðlaun á meðan framtíð þeirra sé óviss vegna plássleysisins.

Innlent
Fréttamynd

Vísindin á bak við lesfimipróf

Góð lesfimi birtist í því að geta lesið af nákvæmni, jöfnum hraða og með réttum áherslum. Hún sýnir hvort barn hefur náð góðum tökum á umskráningu stafa yfir í hljóð og geti lesið bæði kunn og ókunn orð hratt og án fyrirhafnar.

Skoðun
Fréttamynd

Gjald­felling leik­skóla­stigsins er ekki lausnin

Það er ótrúlega dapurt að heyra enn eina umræðuna um vöntun leikskólaplássa í Reykjavík í fjölmiðlum. Í Kastljós mættu Árelía Eydís Guðmundsdóttir og Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir og ræddu þessi mál. Mér sem leikskólastjóra fannst gott að hlusta á Árelíu sem virðist að einhverju leyti skilja vandann sem þessi mál eru í.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta starf­semi ung­menna­búða á Laugar­vatni

Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hefur ákveðið að hætta starfsemi ungmennabúða á Laugarvatni. Í tilkynningu frá félaginu kemur fram að rekja megi ákvörðunina til myglu og rakaskemmda sem fundust í febrúar á þessu ári. 

Innlent