Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Samúel Karl Ólason og Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifa 19. janúar 2025 07:19 Vopnahléi fagnað á Gasaströndinni. AP/Abdel Kareem Hana Vopnahlé tók gildi á Gasaströndinni í morgun eftir tæplega þriggja tíma töf og umfangsmiklar árásir Ísraela á þeim tíma. Til stendur að sleppa þremur gíslum Hamas úr haldi í dag og í kjölfarið munu Ísraelar sleppa níutíu konum og börnum úr haldi þeirra. Fylgst er með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Vopnahlé tók því gildi klukkan 9:15 að íslenskum tíma í morgun, eftir rúmlega fimmtán mánaða átök sem sögð eru hafa kostað að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn lífið. Konurnar sem sleppt verður úr haldi Hamas heita Romy Jonin (24), Emily Damary (28) og Doron Shtanbar Khair (31). Til stóð að sleppa þeim um klukkan tvö í dag. Sjá einnig: Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Þúsundir Palestínumanna eru í haldi Ísraela. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili og flæði neyðaraðstoðar á að aukast til muna. Þá hefur flæði neyðaraðstoðar til Gasa aukist til muna í morgun. Stórar spurningar eru uppi um hvað gerist eftir þetta sex vikna tímabil en viðræður um það eiga að hefjast tveimur vikum eftir að vopnahléið tekur gildi. Verði 33 gíslum sleppt á næstu sex vikum er talið að um hundrað verði áfram í haldi Hamas og að þriðjungur þeirra sé látinn. Fylgst verður með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Vopnahlé tók því gildi klukkan 9:15 að íslenskum tíma í morgun, eftir rúmlega fimmtán mánaða átök sem sögð eru hafa kostað að minnsta kosti 46 þúsund Palestínumenn lífið. Konurnar sem sleppt verður úr haldi Hamas heita Romy Jonin (24), Emily Damary (28) og Doron Shtanbar Khair (31). Til stóð að sleppa þeim um klukkan tvö í dag. Sjá einnig: Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Fram hefur komið að samkvæmt þessu þriggja fasa samkomulagi myndu Hamas-liðar sleppa fjölda gísla í skiptum fyrir það að Ísraelar sleppi Palestínumönnum úr fangelsi. Í fyrsta fasanum eiga Hamas-liðar að sleppa 33 gíslum yfir sex vikna tímabil og Ísraelar eiga að sleppa fjölmörgum Palestínumönnum úr fangelsum og þar á meðal dæmda hryðjuverkamenn. Þúsundir Palestínumanna eru í haldi Ísraela. Ísraelskir hermenn eiga einnig að hörfa frá byggðum Gasastrandarinnar á þessu tímabili og flæði neyðaraðstoðar á að aukast til muna. Þá hefur flæði neyðaraðstoðar til Gasa aukist til muna í morgun. Stórar spurningar eru uppi um hvað gerist eftir þetta sex vikna tímabil en viðræður um það eiga að hefjast tveimur vikum eftir að vopnahléið tekur gildi. Verði 33 gíslum sleppt á næstu sex vikum er talið að um hundrað verði áfram í haldi Hamas og að þriðjungur þeirra sé látinn. Fylgst verður með vendingum dagsins í vaktinni hér að neðan. Sjáist hún ekki gæti þurft að endurhlaða síðuna.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Erlent „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Innlent Fleiri fréttir Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax McConnell greiddi atkvæði gegn Gabbard Sjá meira