„Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Jón Ísak Ragnarsson skrifar 18. janúar 2025 21:29 Til vinstri er Ragnar Þór Egilsson eigandi bílsins og til hægri er maðurinn sem hefur síendurtekið skitið á bíl hans. Vísir Grímuklæddur maður kúkaði á bíl Ragnars Þórs Egilssonar fyrir utan heimili hans á Álfhólsvegi í dag. Þetta er í fimmta skipti á tveimur árum sem skitið hefur verið á bíl hans. Hann kveðst ekki vita hver sé að verki eða hvað gangi honum til. Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Klukkan var að ganga tvö aðfararnótt laugardags þegar grímuklæddur maður sást girða niður um sig og skíta á bílinn á öryggismyndavél fyrir utan heimili Ragnars. Áður en hann skeit á bílinn gerði hann furðuleg tákn með höndunum og horfði beint í myndavélina. Á meðan athöfninni stóð sló hann á rasskinn sína áður en hann veifaði í átt að myndavélinni á leið af vettvangi. Veit ekki hvað honum gengur til Ragnar býr í fjölbýlishúsi á Álfhólsvegi og hefur staðið í deilum við hina ýmsu nágranna sína um eitt og annað í gegnum tíðina. Miklar deilur voru uppi á árunum 2018 - 2022 um umgengni sameiginlegs þvottahúss fjölbýlishússins, sem fóru fyrir Landsrétt. DV fjallaði talsvert um þvottahúsdeilurnar á sínum tíma. Hann segir að fyrst hafi hann tengt kúkamálið við þær deilur, en nú sé konan sem hann stóð í deilum við farin úr húsinu. Hann telji því líklegt að málið snúist um eitthvað annað. Í samtali við Vísi segir Ragnar frá hinum ýmsu deilum sem hann hefur átt við nágranna sína að minnsta kosti frá árinu 2012. Þær eru af ýmsum toga og snúa meðal annars að viðhaldi hússins, málningu, og umgengni. Ragnar segir að fyrrverandi nágranni hans hafi fyrir nokkrum árum fengið verktaka til að sinna einhverju viðhaldi, og hann hafi skilið illa við íbúð hans. „Hann splúndrar íbúðinni hjá mér, steypir sturtubotninn þannig að hann er ónothæfur og þau neituðu að borga!“ Allir helstu nágrannar fluttir út Ragnar segir að allir þeir nágrannar sem hann hefur helst staðið í deilum við séu nú fluttir úr húsinu. Hann veltir því fyrir sér hvort gerandinn sé einhver sinna fyrrverandi nágranna en hefur ekki hugmynd um hver það gæti verið. „Mig grunar að þetta sé nágranni minn, það er allt í bulli í húsinu mínu. En málið er að ég hef bara enga hugmynd hver það gæti verið eða hvað gengur honum til,“ segir Ragnar. Nú sé hann helst forvitinn um það hvort táknin sem maðurinn sýndi öryggismyndavélinni þýði eitthvað, hvort hann hafi verið að senda einhver skilaboð. „Það væri gaman að vita ef einhver kann táknmál að vita það. Því ég veit ekki hvað gengur honum til,“ segir Ragnar.
Kópavogur Nágrannadeilur Tengdar fréttir Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26 Mest lesið Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Fleiri fréttir Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Sjá meira
Grunar að skitið hafi verið á bíl sinn vegna nágrannaerja Eiganda bíls sem skitið var á í Kópavogi í nótt segist gruna að athæfið tengist langvarandi nágrannaerjum. Hann segist þó ekki skilja fyllilega hvað skilaboðin eigi að fela í sér. 5. febrúar 2023 13:26