Segir íslenska háskóla skrapa botninn Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 26. mars 2023 12:09 Áslaug segir íslenska háskóla hafa dregist verulega aftur úr. Vísir/Arnar Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“ Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra var til viðtals á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun og sagði í þættinum að Háskólar á Íslandi séu ekki samkeppnishæfir. Brottfall sé of hátt og markmið Háskóla Íslands um að verða einn af 100 bestu háskólum í heimi sé langt frá því að nást. „Þetta eru stærstu skólarnir okkar, Háskóli Íslands og Háskólinn í Reykjavík. Staða þeirra gagnvart skólum sem við berum okkur almennt saman við er ekki góð. Sett voru markmið fyrir sautján, átján árum síðan að Háskóli Íslands yrði í hópi hundrað bestu háskóla í heimi. Við vorum þá eina landið á Norðurlöndunum ekki með háskóla á topp hundrað. Það sem hefur gerst síðan er að hér varð efnahagshrun.“ Háskólinn í Reykjavík neðstur „Háskólarnir hafa síðan orðið eftir, bæði í umræðu um framþróun en líka fjárhagslega. Það er farið að bitna verulega á framþróun þeirra og gæðum. “ „Þó við skoðum bara gæði kennslu og berum okkur þannig saman við löndin í kringum okkur, þá eru þessir skólar líka að skrapa botninn. Af 37 skólum á Norðurlöndunum er Háskólinn í Reykjavík neðstur og Háskóli Íslands í 32. sæti. “ Breyta þurfi fjármögnun háskólana með það að markmiði að beina fólki í nám sem nýtist sem best í framtíðinni. „Ef við munum geta stjórnað betur í gegnum öðruvísi fjármögnun háskólanna. Að fjármagna betur nemendur í raunvísindur og STEM greinum, þar sem eru vísindi, verkfræði, tölvunarfræði og slíkar greinar. Sem og í heilbrigðisvísindum. Ef við getum stýrt fjármunum aukalega í þessar greinar þá gætum við verið að svara stórum hluta af kalli atvinnulífsins gagnvart háskólamenntuðum sérfræðingum.“
Háskólar Skóla - og menntamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Sjá meira