Hugvísindin efla alla dáð Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 28. mars 2023 22:31 "Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Háskólar Skóla - og menntamál Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
"Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið." Tilvitnaði textinn hér að ofan er upphaf fréttar sem birtist á visir.is þann 28. Marskl. 19:30. Það er nú kannski ósköp eðlilegt að hugvísindafólk í ríkisháskólanum sé uggandi yfir þessari áherslubreytingu ráðherra. Enda sér þetta fólk kannski fram á það að missa jafnvel spón úr þessum fræga aski sínum. En að kalla ákall um að háskólarnir svari betur kalli og þörfum nútímans og atvinnulífsins nýfrjálshyggju, er í besta falli æstum ræðumanni í Morfis sæmandi. Þó svo að Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra sé afar snjöll og hugmyndarík, þá segir mér svo hugur að þetta ákall hennar sé nú ekki sprottið upp úr einhverju tómarúmi eða hugmynd sem kviknaði með morgunbollanum bara allt í einu. Heldur sé nú þetta ákall í anda þess sem að háskólar í öðrum löndum sem við gjarnan berum okkur saman við, hafi fyrir löngu tekið svarað og þeir standi jafnvel af þeim sökum skörinni framar en íslenskir háskólar. Ásamt því sem að atvinnulíf þessara landa njóti góðs af því hversu vel háskólarnir svöruðu kallinu og séu af þeim sökum einnig samkeppnishæfari en íslenska atvinnulífið. Nútíminn virkar nefnilega þannig að það er alþjóðleg samkeppni um vel menntað fólk á svið tæknigreina, raunvísinda og heilbrigðisvísinda. Það er því háskólasamfélaginu, atvinnulífinu og þjóðinni allri, nema kannski uggandi hugvísindafólki, til heilla að háskólar og atvinnulífið taki nú höndum saman og svari kalli nútímans sem sífellt kallar á fleira fólk sé menntað á sviði tæknigreina, raunvisinda og heilbrigðisvísinda. Nútíminn fer sjaldnast mjúkum höndum þá sem afneita honum. Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar