Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2023 19:30 Forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir að hljóðið í hugvísindafólki sé þungt þessa dagana. Vísir/Arnar Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sagði í Sprengisandi um helgina að hún vildi innleiða hvata í fjármögnunarkerfi háskólanna til að svara betur kalli atvinnulífsins, Fjármagna þurfi betur nemendur í tæknigreinum, raun- og heilbrigðisvísindum. Hingað til hafi hvatinn fyrir háskólana verið rangur og frekar til þess fallinn að beina nemendum inn í greinar sem eru ódýrari í rekstri, eins og hugvísindi. Geir Sigurðsson, forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands stakk niður penna af þessu tilefni og segist uggandi. „Mér sýnist að þarna sé einhvers konar nýfrjálshyggjuaðgerð í gangi sem eigi að vísa nemendum í einhverjar tilteknar greinar frekar en aðrar og það eigi að beita einhverjum sérstökum hvataleiðum til þess sem ég sé nú ekki alveg hvernig á að ganga upp en mér finnst þetta vera frekar óhugnanlegt og ákveðin aðför að akademísku frelsi.“ Hljóðið þungt í hugvísindafólki Hljóðið í hugvísindafólki sé ekki gott þessa dagana. Hann fagni því þó að ráðherra vilji fjármagna betur háskólana en bætir þó við. „Það er mjög varasamt ef það eigi að hygla einhverjum tilteknum greinum sem eig að vera góðar fyrir atvinnulífið en vanrækja síðan hinar greinarnar sem stuðla að heilbrigðri menningu. Við megum aldrei láta háskolann verða bara einhvers konar útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Ég held að þá séum við að fara í mjög varasama átt,“ segir Geir. Geir segir að hugvísindin hafi átt undir högg að sækja í langan tíma. „Við erum náttúrulega búin að vera vanfjármögnuð hérna við Háskóla Íslands í lengri tíma. Við erum í lægsta reikniflokki. Auðvitað kemur það niður á starfinu með alls kyns hætti. Það verður erfiðara að hafa hreinlega valnámskeið í boði,“ fjárskorturinn hafi áhrif á bæði kennara og nemendur. Ólöf Garðarsdóttir er forseti Hugvísindasviðs Háskóla ÍslandsVísir/Arnar Ólöf Garðarsdóttir, forseti hugvísindasviðs HÍ, segir að þrátt fyrir allt sé skólinn í hópi þeirra þriggja prósenta sem teljast bestir í heimi. Íslenskir háskólar geti ekki keppt við háskóla á borð við Harvard. „Þannig að við erum með mjög gott háskólakerfi á Íslandi og ég held að nemendur þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af því að skrá sig í Háskóla Íslands eða aðra háskóla á Íslandi. Við erum með gott kerfi og það bara gefur augaleið að auðvitað getum við aldrei keppt við háskóla eins og Harvard. Harvard háskólinn getur bæði valið nemendur, bara fleytt rjómann ofan af og þar að auki valið að kenna ákveðnar greinar. Við erum þjóðskóli hérna, Háskóli Íslands, og við þurfum bara að kenna flestar greinar.“ Fólk með bakgrunn í hugvísindum líka lykilfólk Hugvísindi hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið. „Hvar hefðum við til dæmis staðið ef við hefðum ekki haft neina heimspekinga í kjölfar hrunsins til dæmis, heimspekinga og siðfræðinga, sem léku mjög stórt hlutverk í því að gera upp hrunið með okkur.“ Þá bendir hún á að innan hugverkaiðnaðarins starfi líka fólk með bakgrunn í hug-og félagsvísindum og bætir enn fremur við að í máltækni séu íslenskufræðingar nauðsynlegir. Ólöf segist þá ekki hugnast að tala um opinber störf eins og þau tilheyri ekki atvinnulífinu. „Þegar við menntum hjúkrunarfræðinga og lækna sem fara að vinna hjá opinberum stofnunum, á Landspítalanum eða heilsugæslunni þá er það fólk líka að þjónusta íslenskt samfélag. Það gefur augaleið. Við erum með stórt og viðamikið opinbert kerfi, bæði menntamálin, heilbrigðismálin tilheyra þessum geira og það er svolítið sérkennilegt að tala alltaf um atvinnulífið sem eitthvað annað en opinbera geirann.“ Háskólar Menning Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09 Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sagði í Sprengisandi um helgina að hún vildi innleiða hvata í fjármögnunarkerfi háskólanna til að svara betur kalli atvinnulífsins, Fjármagna þurfi betur nemendur í tæknigreinum, raun- og heilbrigðisvísindum. Hingað til hafi hvatinn fyrir háskólana verið rangur og frekar til þess fallinn að beina nemendum inn í greinar sem eru ódýrari í rekstri, eins og hugvísindi. Geir Sigurðsson, forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands stakk niður penna af þessu tilefni og segist uggandi. „Mér sýnist að þarna sé einhvers konar nýfrjálshyggjuaðgerð í gangi sem eigi að vísa nemendum í einhverjar tilteknar greinar frekar en aðrar og það eigi að beita einhverjum sérstökum hvataleiðum til þess sem ég sé nú ekki alveg hvernig á að ganga upp en mér finnst þetta vera frekar óhugnanlegt og ákveðin aðför að akademísku frelsi.“ Hljóðið þungt í hugvísindafólki Hljóðið í hugvísindafólki sé ekki gott þessa dagana. Hann fagni því þó að ráðherra vilji fjármagna betur háskólana en bætir þó við. „Það er mjög varasamt ef það eigi að hygla einhverjum tilteknum greinum sem eig að vera góðar fyrir atvinnulífið en vanrækja síðan hinar greinarnar sem stuðla að heilbrigðri menningu. Við megum aldrei láta háskolann verða bara einhvers konar útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Ég held að þá séum við að fara í mjög varasama átt,“ segir Geir. Geir segir að hugvísindin hafi átt undir högg að sækja í langan tíma. „Við erum náttúrulega búin að vera vanfjármögnuð hérna við Háskóla Íslands í lengri tíma. Við erum í lægsta reikniflokki. Auðvitað kemur það niður á starfinu með alls kyns hætti. Það verður erfiðara að hafa hreinlega valnámskeið í boði,“ fjárskorturinn hafi áhrif á bæði kennara og nemendur. Ólöf Garðarsdóttir er forseti Hugvísindasviðs Háskóla ÍslandsVísir/Arnar Ólöf Garðarsdóttir, forseti hugvísindasviðs HÍ, segir að þrátt fyrir allt sé skólinn í hópi þeirra þriggja prósenta sem teljast bestir í heimi. Íslenskir háskólar geti ekki keppt við háskóla á borð við Harvard. „Þannig að við erum með mjög gott háskólakerfi á Íslandi og ég held að nemendur þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af því að skrá sig í Háskóla Íslands eða aðra háskóla á Íslandi. Við erum með gott kerfi og það bara gefur augaleið að auðvitað getum við aldrei keppt við háskóla eins og Harvard. Harvard háskólinn getur bæði valið nemendur, bara fleytt rjómann ofan af og þar að auki valið að kenna ákveðnar greinar. Við erum þjóðskóli hérna, Háskóli Íslands, og við þurfum bara að kenna flestar greinar.“ Fólk með bakgrunn í hugvísindum líka lykilfólk Hugvísindi hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið. „Hvar hefðum við til dæmis staðið ef við hefðum ekki haft neina heimspekinga í kjölfar hrunsins til dæmis, heimspekinga og siðfræðinga, sem léku mjög stórt hlutverk í því að gera upp hrunið með okkur.“ Þá bendir hún á að innan hugverkaiðnaðarins starfi líka fólk með bakgrunn í hug-og félagsvísindum og bætir enn fremur við að í máltækni séu íslenskufræðingar nauðsynlegir. Ólöf segist þá ekki hugnast að tala um opinber störf eins og þau tilheyri ekki atvinnulífinu. „Þegar við menntum hjúkrunarfræðinga og lækna sem fara að vinna hjá opinberum stofnunum, á Landspítalanum eða heilsugæslunni þá er það fólk líka að þjónusta íslenskt samfélag. Það gefur augaleið. Við erum með stórt og viðamikið opinbert kerfi, bæði menntamálin, heilbrigðismálin tilheyra þessum geira og það er svolítið sérkennilegt að tala alltaf um atvinnulífið sem eitthvað annað en opinbera geirann.“
Háskólar Menning Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09 Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Fjórir særðir eftir árás við bænahús gyðinga í Manchester Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Sjá meira
Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09
Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01