Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. mars 2023 19:30 Forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir að hljóðið í hugvísindafólki sé þungt þessa dagana. Vísir/Arnar Hugvísindafólk er uggandi yfir áherslubreytingu háskólaráðherra sem vill að háskólarnir svari betur kalli atvinnulífsins. Forseti Mála- og menningardeildar Háskóla Íslands segir stefnuna vera í anda nýfrjálshyggju. Háskólarnir megi aldrei verða útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sagði í Sprengisandi um helgina að hún vildi innleiða hvata í fjármögnunarkerfi háskólanna til að svara betur kalli atvinnulífsins, Fjármagna þurfi betur nemendur í tæknigreinum, raun- og heilbrigðisvísindum. Hingað til hafi hvatinn fyrir háskólana verið rangur og frekar til þess fallinn að beina nemendum inn í greinar sem eru ódýrari í rekstri, eins og hugvísindi. Geir Sigurðsson, forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands stakk niður penna af þessu tilefni og segist uggandi. „Mér sýnist að þarna sé einhvers konar nýfrjálshyggjuaðgerð í gangi sem eigi að vísa nemendum í einhverjar tilteknar greinar frekar en aðrar og það eigi að beita einhverjum sérstökum hvataleiðum til þess sem ég sé nú ekki alveg hvernig á að ganga upp en mér finnst þetta vera frekar óhugnanlegt og ákveðin aðför að akademísku frelsi.“ Hljóðið þungt í hugvísindafólki Hljóðið í hugvísindafólki sé ekki gott þessa dagana. Hann fagni því þó að ráðherra vilji fjármagna betur háskólana en bætir þó við. „Það er mjög varasamt ef það eigi að hygla einhverjum tilteknum greinum sem eig að vera góðar fyrir atvinnulífið en vanrækja síðan hinar greinarnar sem stuðla að heilbrigðri menningu. Við megum aldrei láta háskolann verða bara einhvers konar útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Ég held að þá séum við að fara í mjög varasama átt,“ segir Geir. Geir segir að hugvísindin hafi átt undir högg að sækja í langan tíma. „Við erum náttúrulega búin að vera vanfjármögnuð hérna við Háskóla Íslands í lengri tíma. Við erum í lægsta reikniflokki. Auðvitað kemur það niður á starfinu með alls kyns hætti. Það verður erfiðara að hafa hreinlega valnámskeið í boði,“ fjárskorturinn hafi áhrif á bæði kennara og nemendur. Ólöf Garðarsdóttir er forseti Hugvísindasviðs Háskóla ÍslandsVísir/Arnar Ólöf Garðarsdóttir, forseti hugvísindasviðs HÍ, segir að þrátt fyrir allt sé skólinn í hópi þeirra þriggja prósenta sem teljast bestir í heimi. Íslenskir háskólar geti ekki keppt við háskóla á borð við Harvard. „Þannig að við erum með mjög gott háskólakerfi á Íslandi og ég held að nemendur þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af því að skrá sig í Háskóla Íslands eða aðra háskóla á Íslandi. Við erum með gott kerfi og það bara gefur augaleið að auðvitað getum við aldrei keppt við háskóla eins og Harvard. Harvard háskólinn getur bæði valið nemendur, bara fleytt rjómann ofan af og þar að auki valið að kenna ákveðnar greinar. Við erum þjóðskóli hérna, Háskóli Íslands, og við þurfum bara að kenna flestar greinar.“ Fólk með bakgrunn í hugvísindum líka lykilfólk Hugvísindi hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið. „Hvar hefðum við til dæmis staðið ef við hefðum ekki haft neina heimspekinga í kjölfar hrunsins til dæmis, heimspekinga og siðfræðinga, sem léku mjög stórt hlutverk í því að gera upp hrunið með okkur.“ Þá bendir hún á að innan hugverkaiðnaðarins starfi líka fólk með bakgrunn í hug-og félagsvísindum og bætir enn fremur við að í máltækni séu íslenskufræðingar nauðsynlegir. Ólöf segist þá ekki hugnast að tala um opinber störf eins og þau tilheyri ekki atvinnulífinu. „Þegar við menntum hjúkrunarfræðinga og lækna sem fara að vinna hjá opinberum stofnunum, á Landspítalanum eða heilsugæslunni þá er það fólk líka að þjónusta íslenskt samfélag. Það gefur augaleið. Við erum með stórt og viðamikið opinbert kerfi, bæði menntamálin, heilbrigðismálin tilheyra þessum geira og það er svolítið sérkennilegt að tala alltaf um atvinnulífið sem eitthvað annað en opinbera geirann.“ Háskólar Menning Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09 Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskólaráðherra sagði í Sprengisandi um helgina að hún vildi innleiða hvata í fjármögnunarkerfi háskólanna til að svara betur kalli atvinnulífsins, Fjármagna þurfi betur nemendur í tæknigreinum, raun- og heilbrigðisvísindum. Hingað til hafi hvatinn fyrir háskólana verið rangur og frekar til þess fallinn að beina nemendum inn í greinar sem eru ódýrari í rekstri, eins og hugvísindi. Geir Sigurðsson, forseti mála- og menningardeildar Háskóla Íslands stakk niður penna af þessu tilefni og segist uggandi. „Mér sýnist að þarna sé einhvers konar nýfrjálshyggjuaðgerð í gangi sem eigi að vísa nemendum í einhverjar tilteknar greinar frekar en aðrar og það eigi að beita einhverjum sérstökum hvataleiðum til þess sem ég sé nú ekki alveg hvernig á að ganga upp en mér finnst þetta vera frekar óhugnanlegt og ákveðin aðför að akademísku frelsi.“ Hljóðið þungt í hugvísindafólki Hljóðið í hugvísindafólki sé ekki gott þessa dagana. Hann fagni því þó að ráðherra vilji fjármagna betur háskólana en bætir þó við. „Það er mjög varasamt ef það eigi að hygla einhverjum tilteknum greinum sem eig að vera góðar fyrir atvinnulífið en vanrækja síðan hinar greinarnar sem stuðla að heilbrigðri menningu. Við megum aldrei láta háskolann verða bara einhvers konar útungunarstöð fyrir atvinnulífið. Ég held að þá séum við að fara í mjög varasama átt,“ segir Geir. Geir segir að hugvísindin hafi átt undir högg að sækja í langan tíma. „Við erum náttúrulega búin að vera vanfjármögnuð hérna við Háskóla Íslands í lengri tíma. Við erum í lægsta reikniflokki. Auðvitað kemur það niður á starfinu með alls kyns hætti. Það verður erfiðara að hafa hreinlega valnámskeið í boði,“ fjárskorturinn hafi áhrif á bæði kennara og nemendur. Ólöf Garðarsdóttir er forseti Hugvísindasviðs Háskóla ÍslandsVísir/Arnar Ólöf Garðarsdóttir, forseti hugvísindasviðs HÍ, segir að þrátt fyrir allt sé skólinn í hópi þeirra þriggja prósenta sem teljast bestir í heimi. Íslenskir háskólar geti ekki keppt við háskóla á borð við Harvard. „Þannig að við erum með mjög gott háskólakerfi á Íslandi og ég held að nemendur þurfi alls ekki að hafa áhyggjur af því að skrá sig í Háskóla Íslands eða aðra háskóla á Íslandi. Við erum með gott kerfi og það bara gefur augaleið að auðvitað getum við aldrei keppt við háskóla eins og Harvard. Harvard háskólinn getur bæði valið nemendur, bara fleytt rjómann ofan af og þar að auki valið að kenna ákveðnar greinar. Við erum þjóðskóli hérna, Háskóli Íslands, og við þurfum bara að kenna flestar greinar.“ Fólk með bakgrunn í hugvísindum líka lykilfólk Hugvísindi hafi mikla þýðingu fyrir samfélagið. „Hvar hefðum við til dæmis staðið ef við hefðum ekki haft neina heimspekinga í kjölfar hrunsins til dæmis, heimspekinga og siðfræðinga, sem léku mjög stórt hlutverk í því að gera upp hrunið með okkur.“ Þá bendir hún á að innan hugverkaiðnaðarins starfi líka fólk með bakgrunn í hug-og félagsvísindum og bætir enn fremur við að í máltækni séu íslenskufræðingar nauðsynlegir. Ólöf segist þá ekki hugnast að tala um opinber störf eins og þau tilheyri ekki atvinnulífinu. „Þegar við menntum hjúkrunarfræðinga og lækna sem fara að vinna hjá opinberum stofnunum, á Landspítalanum eða heilsugæslunni þá er það fólk líka að þjónusta íslenskt samfélag. Það gefur augaleið. Við erum með stórt og viðamikið opinbert kerfi, bæði menntamálin, heilbrigðismálin tilheyra þessum geira og það er svolítið sérkennilegt að tala alltaf um atvinnulífið sem eitthvað annað en opinbera geirann.“
Háskólar Menning Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09 Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Segir íslenska háskóla skrapa botninn Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna 26. mars 2023 12:09
Leggjum niður hugvísindi! Til hvers eru hugvísindi starfrækt við háskóla? Til hvers að verja fjármunum í það að ungt fólk (og jafnvel eldra) sói mörgum dýrmætum árum í það að tileinka sér bókmenntir, heimspeki, málvísindi, tungumál, sagnfræði, trúarbragðafræði og fleira af þessum toga? 27. mars 2023 09:01