Skóla- og menntamál

Fréttamynd

Ekkert bendir til annars en að verk­fall hefjist á þriðju­dag

„Eins og stendur er í sjálfu sér ekkert sem bendir til annars, það hefur ekkert komið fram sem bendir til annars en að [verkfall] muni hefjast á hádegi á þriðjudag og ef það er það sem þarf þá verður svo að vera,“ segir Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar

Innlent
Fréttamynd

Um jafnrétti til náms og réttindi stúdenta til atvinnuleysisbóta

Í gær var 1. maí - baráttudagur verkalýðsins. Dagur sem hefur ólíka merkingu fyrir ólíkum þjóðfélagshópum. 1. maí er rauður dagur, í tveimur ólíkum merkingum. Fyrir græða-og-grilla liðinu er þetta lítið annað en vorlegur frídagur. Fyrir rauðhjörtuðu jafnaðarbaráttufólki er þetta hins vegar mikilvægasti hátíðardagur ársins.

Skoðun
Fréttamynd

Undir­­búa aukna að­­sókn í Há­­skóla Ís­lands

Háskóli Íslands fer fram á aukið fjármagn fyrir næsta skólaár til að geta tekið á móti auknum fjölda nemenda næsta haust. Rektor segir að eftir fjármálahrunið hafi aðsókn í nám stóraukist og búist sé við svipuðu ástandi næsta haust.

Innlent
Fréttamynd

Sýnum geðheilsu þá alúð sem hún þarfnast

Samkvæmt rannsókn frá árinu 2018 mældust 34.4% nemenda í íslenskum háskólum með þunglyndi og 19,8% með kvíða. Þessar tölur undirstrika mikilvægi þess að greiður aðgangur sé fyrir háskólanema að góðri sálfræðiþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta á auknu brotthvarfi að samkomubanni loknu

Það er hætta á auknu brotthvarfi að loknu samkomubanni að mati skólameistara Tækniskólans. Starfsfólk skólans hafi hringt í á annað þúsund nemendur til að hvetja þá áfram. Yfirlögregluþjónn biðlar til samninganefnda að afstýra verkfalli sem hefði áhrif á skólastarf.

Innlent
Fréttamynd

Víðir minnir á skólaskylduna

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að stóra verkefnið næstkomandi mánudag, þegar slakanir á samkomubanninu taki gildi, sé að koma nemendum í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum í skólann.

Innlent
Fréttamynd

„Stundum tölum við um Covid-byltinguna“

Hildur Ingvarsdóttir, skólameistari Tækniskólans, telur að framhaldsskólarnir muni koma sterkari út úr kórónuveirufaraldrinum heldur en áður. Ástæðan er að stigin hafa verið stór skref í að nýta tæknilausnir til að efla kennslu.

Innlent
Fréttamynd

Vilt þú hafa á­hrif á komandi kyn­slóðir?

Fyrir tíu árum síðan hefði mig ekki órað fyrir því að ég sæti hér í dag, á lokametrunum í meistaranámi mínu í menntunarfræðum með áherslu á leikskólastigið, korter í að fá afhent leyfisbréf sem kennari.

Skoðun
Fréttamynd

Telur umboðsmann barna sýna Eflingarfólki lítilsvirðingu

„Ég viðurkenni að mér var brugðið þegar ég las textann og skilaboðin í honum,“ skrifar Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, um erindi sem henni barst frá umboðsmanni barna, Salvöru Nordal, vegna fyrirhugaðra verkfallsaðgerða félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum.

Innlent
Fréttamynd

Ofboðið og langar að komast aftur í skólann

Grunnskólastúlka í Kópavogi segir óboðlegt að skólahald skerðist á ný vegna yfirvofandi verkfallsaðgerða Eflingar. Lærdómur hafi verið af skornum skammti og hún hlakki til að mæta í skólann á ný. Hún kvartaði til umboðsmanns barna vegna stöðunnar.

Innlent
Fréttamynd

Fyrir okkur frá vöggu til grafar

Hvað eiga leikskólar, grunnskólar, öldrunarþjónusta og málefni fatlaðra sameiginlegt? Jú – allt er þetta dýrmæt þjónusta við fólk og er að stærstum hluta rekin af sveitarfélögum landsins.

Skoðun
Fréttamynd

Skoða hvort fallist verði á kröfu SHÍ um að fella niður skrá­setningar­gjöld

Samhæfingarhópur sem mennta- og menningarmálaráðherra hefur sett á laggirnar skoðar nú hvort farið verði á kröfu Stúdentaráðs Háskóla Íslands um að fellda niður skólagjöld næsta skólaárs vegna slæmrar fjárhagsstöðu stúdenta vegna kórónuveirufaraldursins. Einnig kemur til skoðunar að nemendur fái frest til að greiða gjöldin.

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í skólalokanir í Kópavogi á ný

Útlit er fyrir að einhverjum skólum í Kópavogi verði lokað í byrjun næsta mánaðar vegna verkfalls félagsmanna Eflingar sem starfa hjá nokkrum sveitarfélögum, verði verkfallsboðun samþykkt.

Innlent
Fréttamynd

Aðgerðir í menntamálum: Fjölgun kennaranema í ljósi aðgangstakmarkana

Á undanförnum árum hefur umræða um nýliðun í leik- og grunnskólum fært okkur vitneskju um aðsteðjandi vanda. Takist ekki að fjölga kennaranemum í leik- og grunnskólafræði, veita þeim markvissan stuðning í námi og á fyrstu árum í starfi mun nýliðum í kennslu ekki fjölga nægilega til að taka við af þeim sem hætta sökum aldurs.

Skoðun
Fréttamynd

Opna skóla en sundlaugar og líkamsrækt áfram lokuð

Hægt verður að opna alla skóla landsins þegar fjöldamörk samkomubanns hækkkar úr tuttugu í fimmtíu mánudaginn 4. maí. Samkvæmt auglýsingu heilbrigðisráðherra verða þó sundlaugar og líkamsræktarstöðvar áfram lokaðar.

Innlent
Fréttamynd

Reyna að laga starfsemi skólanna að takmörkunum

Skólar ættu að gera breytt starfsemi sinni þannig að hægt verði að virða takmarkanir sem munu gilda um starfsfólk og foreldra þegar skólahald hefst aftur með hefðbundnu sniði eftir 4. maí, að mati formanns Skólastjórafélags Íslands. Hann fagnar því að aflétta eigi takmörkunum á skólastarfi.

Innlent
Fréttamynd

Samkomubann og forðun gildir um starfsmenn skóla og foreldra

Ekki mega vera fleiri en fimmtíu starfsmenn leik- og grunnskóla eða foreldrar í kringum börn þrátt fyrir að hefja megi skólahald með óbreyttum hætti 4. maí. Fullorðnir þurfa ennfremur að virða tveggja metra nándarreglu þó að börnin verði henni undanþegin.

Innlent
Fréttamynd

Telja óhætt að hefja skólahald með hefðbundnu sniði

Sóttvarnalæknir telur óhætt að aflétta takmörkunum á skólastarfi í leik- og grunnskólum, þar á meðal tveggja metra reglunni, eftir fyrstu helgina í maí. Börn séu ekki talin þungamiðja í sóttvarnaráðstöfunum í kórónuveirufaraldrinum.

Innlent