Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Erlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira