Smit í skólum og í Hinu húsinu rakin til Hótel Rangár Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 19:11 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Lögreglan Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
Tveir starfsmenn þriggja skóla og einn starfsmaður Hins hússins á höfuðborgarsvæðinu virðast allir hafa smitast af kórónuveirunni í hópsýkingu á Hótel Rangá. Á sjötta hundrað nemenda komast ekki í skóla eða frístund vegna þess. Sýkingin er rakin til Akraness. Skólasetning var í grunnskólum borgarinnar í dag hjá ríflega 15.000 grunnskólabörnum Víðast hvar var skólasetning með óhefðbundnu sniði, ýmist streymt á netinu eða að tekið er á móti minni hópum nemenda. Sameiginlegur starfsmaður reyndist smitaður Skólasetning frestast hjá Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla um eina til tvær vikur þar sem sameiginlegur starfsmaður skólanna reyndist smitaður af kórónuveirunni og þurftu allir starfsmenn í sóttkví eftir að hafa hitt hann. Starfsmaðurinn virðist hafa smitast á hótel Rangá í síðustu viku. Það á einnig við starfsmann Hins hússins sem greindist með veiruna á fimmtudaginn og þurfti að loka starfseminni þar því helmingur starfsfólks fór í sóttkví. Þá er leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ lokaður eftir að starfsmaður greindist með smit eftir heimsókn á hótel Rangá og allir starfsmenn og nemendur skólans eru í sóttkví. Þá er Barnaskólinn í Reykjavík lokaður eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Nemendur sem verða fyrir beinum áhrifum vegna raskana á skólahaldi eru um 700 talsins. Rekja má smitin til hópsýkingar sem uppgötvaðist á Akranesi Samkvæmt heimildum fréttastofu smituðust að minnsta kosti 11 manns í hópsýkingunni á Rangá í síðustu viku. Íslenskur gestur sem heimsótti á hótelið fyrir rúmri viku reyndist smitaður og í framhaldinu kom í ljós að margir höfðu smitast. „Það hefur bæst í hópinn. Sérstaklega einstaklingar sem smitast af aðilum sem geta rakið smit sitt þangað,“ segir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis. Kamilla segir að þessi hópsýking sýni hversu smitandi veiran sé. „Nánast allt eru þetta innanlandssmit sem við höfum verið að sjá síðan fyrir verslunarmannahelgi“ segir Kamilla og segir hópsýkinguna hafa uppgötvast á Akranesi. „Hún uppgötvast þar og hér á suðvesturhorninu en hefur núna breitt úr sér um allt land,“ sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar Innlent Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Innlent Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira