Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 23. ágúst 2020 18:43 Álftamýrarskóli þar sem skólastarf frestast vegna kórónuveirusmits. Vísir Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Í gær var sagt frá því að starfsmaður í barnaskólanum í Reykjavík hefði reynst smitaður af Covid19 og þurfa allir kennarar þar að sæta sóttkví. Þar verður því röskun á skólastarfi næstu vikur. Um 130 nemendur eru í skólanum Smitaðist á Hótel Rangá Þá hefur skólasetningu sem átti að fara fram á morgun verið frestað til 2. september í Hvassaleitisskóla og til 7 september í Álftamýraskóla eftir að starfmaður skólanna reyndist smitaður. Um 400 nemendur eru í skólunum. Samkvæmt heimildum fréttastofu smitaðist viðkomand starfsmaðuri í hópsýkingunni á Hótel Rangá í síðustu viku þar sem einn starfsmaður og tíu gestir smituðust af kórónuveirunni. Helgi Grímsson er sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. „Það var verið að kynna starfsmanninn sem er nýr fyrir starfsfólki í Hvassaleitisskóla og Álftamýrarskóla en hann er nýr og starfar fyrir báða skólanna og svo óheppilega vildi til að hann reyndist smitaður. Þá var gripið til þess ráðs að setja alla starfsmenn í sóttkví til að koma í veg fyrir fleiri möguleg smit í þessu samfélagi,“ segir Helgi. Hann segir segir skiljanlegt að röskunin reyni á foreldra og börn. „Við munum vera í sambandi við fjölskyldur barnanna og byggja upp eitthvað form af heimavinnu en þar sem ekki er búið að úthluta námsgögnum verður það með óhefðbundu sniði. Þá áttum við fund með starfsfólki frístundamiðstöðva í dag og börn í fyrsta bekk og börn með sérþarfir munu geta sótt þangað. Við vonumst einnig til að geta boðið upp á leikjanámskeið meðan á lokun stendur en það kemur í ljóst á morgun,“ segir Helgi. Helgi Grímsson sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs ReykjavíkurborgarVísir Hann segir ljóst að svona tilfelli komi upp af og til á næstu mánuðum. „Þetta er hluti af því lífi sem er bæði hér og út um allan heim og það má alveg búast við að svona aðstæður skapist í samfélaginu. Við þekkjum öll að vinnustaðir hafa þurft að loka vegna smits og þetta er bara eitt af því sem við þurfum að læra að lifa með,“ segir Helgi. Þá greindist starfsmaður á leikskólanum Huldubergi í Mosfellsbæ með með kórónuveirusmit. Samkvæmt upplýsingum frá Mosfellsbæ er verið að vinna málið í samvinnu við rakningarteymi. Þar sem nú sé verið að vinna samkvæmt hættustigi almannavarna hafi skólinn ekki verið hólfaður niður eins og í fyrri bylgju faraldursins þegar neyðarstig almannavarna gilti. Allir starfsmenn og um 100 nemendur skólans hafi því verið settir í úrvinnslusóttkví í tvær vikur. Rögnvaldur Ólafsson yfirlögregluþjónn Almannavarna sagði í samtali við fréttastofu í dag að neyðarstig almannavarna sé ekki til umræðu eins og sakir standa. Staðan verði tekin á morgun.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Mosfellsbær Tengdar fréttir Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59 Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40 Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Sjá meira
Erfitt fyrir nýja nemendur í 1. bekk að kynnast kennurum ekki strax Kórónuveirusmit hafa komið upp í þremur skólum á höfuðborgarsvæðinu og þarf að fresta skólasetningu. Ríflega fimm hundruð nemendur eru í skólunum þremur. 23. ágúst 2020 12:59
Skólasetningu þriggja skóla frestað vegna smita Röskun verður á skólahaldi í þremur skólum Reykjavíkurborgar eftir að kórónuveirusmit greindust í starfsfólki. 22. ágúst 2020 20:40
Allir kennarar Barnaskólans í Reykjavík í sóttkví Allir starfsmenn Barnaskólans í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að kennari greindist smitaður. Skólasetning fór fram í gær en þar sem viðkomandi aðili var ekki þar hafa engir nemendur eða foreldrar þurft í sóttkví. 22. ágúst 2020 14:11