Eins metra regla myndi leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2020 19:00 Ársæll Guðmundsson er skólameistari Borgarholtsskóla. STÖÐ2 Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Eins metra fjarlægðrarregla leysir mörg vandamál varðandi skólahald í haust að sögn skólameistara. Hann segir að til greina komi að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna til að koma í veg fyrir að skólahald leggist af. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í dag að til skoðunar væri að taka upp eins metra nálægðartakmörk í ákveðnum aðstæðum, til dæmis í skólum. Skólameistari Borgarholtsskóla segir það leysa mörg vandamál varðandi skólahald í haust. „Við höfum verið að undirbúa okkur undir að vera með skólahald í tveggja metra reglunni og það gladdi okkur mikið í dag að heyra að það væri möguleiki að fara í einn metra og það gjörbreytir öllu fyrir okkur, sérstaklega í verknáminu,“ sagði Ársæll Guðmundsson, skólameistari Borgarholtsskóla. Í myndbandinu hér að ofan sést hvernig skólastofa lítur út með tilliti til tveggja metra reglunnar en hún rúmar einungis um tólf nemendur. Hér má sjá skólastofu Borgarholtsskóla með tilliti til tveggja metra reglunnar. Í skólastofuna rúmast aðeins tólf nemendur en hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk.STÖÐ2 Hátt í þrjátíu nemendur eru í hverjum bekk. Nítján inngangar eru inn í bygginguna og er nú unnið að því að skipta skólanum niður í nokkur hólf - en með því verður enginn samgangur á milli nemenda utan hólfanna. Til greina kemur að endurskoða skólareglur með tilliti til sóttvarnarreglna. „Við getum ekki verið með einstaklinga hér í húsi sem neita að fara eftir sóttvarnarreglum og þeim reglum sem við setjum um tveggja metra reglu, eins metra reglu eða reglu um hólfaskiptingu og þá verðum við að geta beitt einhverjum viðurlögum því að annars leggst skólahald í húsinu bara af,“ sagði Ársæll. Bóklega námið verður að miklu leyti í fjarnámi, en áhersla lögð á að fá nýnema inn í hús. „Því skóli er ekki bara námið, það er samfélag og nemendur verða að læra á það samfélag og fá að vera hluti af því. Það er ofsalega mikilvægt. Við megum ekki missa það,“ sagði Ársæll. Hann segir að minna brotthvarf hafi verið í faraldri kórónuveirunnar en alla jafna. „Við eigum eftir að skoða nákvæmlega afhverju það er, en ég held að utanumhaldið hafi verið öðruvísi og meira en áður,“ sagði Ársæll. Hann vonast til að í minnisblaði sóttvarnarlæknis muni vera kveðið á um eins metra reglu í skólum. „Ég er bara komin þangað. Ég get ekki ímyndað mér tveggja metra regluna það verður svo flókið, eins metra reglan leysir gríðarlega mikið,“ sagði Ársæll.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira