Ísland fer með fullt hús stiga í milliriðill IV, þar sem bíða leikir við Egyptaland, Króatana hans Dags Sigurðssonar og við Argentínu. Áfram verður leikið í Zagreb, þar sem Ísland vann Slóveníu, Kúbu og Grænhöfðaeyjar.
Ísland tekur með sér stigin fjögur úr leikjunum við Slóveníu og Grænhöfðaeyjar, og er því efst í milliriðlinum ásamt Egyptalandi sem vann leiki sína við Króatíu og Argentínu. Fyrsti leikur í milliriðlinum er því toppslagur, á miðvikudagskvöld.
Leikir Íslands í milliriðli:
Miðvikudagur kl. 19.30: Egyptaland - Ísland
Föstudagur kl. 19.30: Króatía - Ísland
Sunnudagur kl. 14.30: Argentína - Ísland
Tvö efstu lið milliriðilsins komast áfram í 8-liða úrslit mótsins og mæta andstæðingum úr milliriðli II, þar sem Frakkland og Ungverjaland eru efst sem stendur.
