Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. janúar 2025 23:56 Musk gerði handahreyfinguna, sneri sér við og gerði hana aftur. EPA Auðjöfurinn Elon Musk sætir gagnrýni vegna handahreyfinga sem hann gerði á samkomu Repúblikana í tilefni innsetningar Donalds Trump Bandaríkjaforseta í kvöld. Hreyfingar hans eru sagðar minna á nasistakveðju. Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni. Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira
Musk var einn helstu stuðningsmanna og styrktaraðila í kosningabaráttu Trump. Eftir sigur Trump lýsti forsetinn verðandi því yfir að hann hygðist útnefna Musk sem sérstakan ráðgjafa um niðurskurð og sparnað innan stjórnkerfisins. Sjá einnig: Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Repúblikanar stóðu fyrir hátíðahöldum í Capitol One íþróttahöllinni í tilefni innsetningarinnar í kvöld og var Musk meðal ræðumanna. „Mig langar til að þakka ykkur fyrir að gera þetta að veruleika,“ sagði Musk í ræðu sinni. Í framhaldinu sló hann hægri hönd sinni á brjóstkassann og sveiflaði henni upp á ská meðan lófi hans sneri niður. Þá sneri hann sér við og endurtók hreyfinguna. Guardian fjallar um málið, og vísar í ADL, baráttusamtök gegn gyðingaandúð, sem lýsa sams konar handahreyfingu og Musk gerði sem nasistakveðju sem iðulega var notuð til að hylla Adolf Hitler í valdatíð hans fyrir og í seinni heimsstyrjöldinni. Í umfjöllun ísraelska miðilsins Haaretz er kveðjunni lýst sem „rómverskri kveðju“, fasistakveðju sem oftast sé tengd við Þýskaland nasismans. Í umfjöllun Independant segir að notast hafi verið við kveðjuna í virðingarskyni á tímum Rómaveldis en síðar hafi fasistasamtök, þar á meðal Nasistaflokkurinn í Þýskalandi, tileinkað sér kveðjuna og í kjölfarið tengi margir kveðjuna við hreyfinguna. Skiptar skoðanir á merkingu kveðjunnar Þá hafa ýmsir aðilar gagnrýnt Musk fyrir gjörninginn. Þar á meðal félagasamtökin Repúblikanar gegn Trump, sem eru með nærri 800 þúsund fylgjendur á X, forriti í eigu Musk. „Bíddu, var Musk að heilsa að sið nasista?,“ segir í færslu frá samtökunum. „Nýi meðforsetinn okkar heilsaði að nasistasið á fyrsta degi Trump í embætti,“ segir Sawyer Hackett ráðgjafi Demókrata í færslu á X. „Standandi lófatak fyrir Elon Musk, þetta eru bestu undirtektir sem nokkur hefur fengið í dag,“ sagði Erin Burnett fréttamaður á CNN sem fjallaði um hátíðahöldin. „Við sáum síðan þessa undarlegu kveðju.[...]. Hún leit skringilega út.“ Skiptar skoðanir eru þó á þessu atferli Musk en Independant hefur eftir blaðamönnum og gagnrýnendum að handahreyfingar hans hafi ekki verið að nasistasið. Ekki sé tilefni til að kippa sér upp við atferlið. Erlendir miðlar hafa grenslast eftir ummælum frá Musk og talsmönnum hans vegna málsins. Enn hefur hann ekki orðið við þeirri beiðni.
Bandaríkin Donald Trump X (Twitter) Elon Musk Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Fleiri fréttir Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Þyngdartap með lyfjum mun fljótara að ganga til baka eftir að notkun er hætt Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Þúsundir Kólumbíumanna mótmæltu hótunum Trump „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Sjá meira