Mikilvægast að halda skólastarfi gangandi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. ágúst 2020 14:27 Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. Vísir/Vilhelm Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hátt í 47.000 grunnskólabörn hófu nýtt skólaár í morgun en við óvenjulegar aðstæður. Skólasetningin í ár litast mjög af faraldrinum sem geisar og áskorunum tengdar honum. Starfsfólk tveggja borgarrekinna grunnskóla og eins sjálfstæðs rekins grunnskóla þurfa að sæta tveggja vikna sóttkví. Foreldrar máttu ekki fylgja börnum sínum á skólasetningu í morgun til að lágmarka smithættu. Skólasetningu hefur verið frestað um hátt í tvær vikur í Álftamýrarskóla og Hvassaleytisskóla í Reykjavík vegna kórónuveirusmits hjá starfsmanni. Í Álftamýrarskóla verður skólasetningu frestað til 7. september en 3. september í Hvassaleytisskóla. Hið sama er uppi á teningnum hjá barnaskóla Hjallastefnunnar. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir starfsfólk í óða önn að skoða hvernig hægt sé að koma til móts við börn í umræddum skólum. Til athugunar sé að lengja frístund fyrir börn í fyrsta bekk og fyrir þau börn sem þurfa á sérstökum stuðningi að halda. Þá eru leikjanámskeið og ýmis önnur úrræði til skoðunar. Helgi segir niðurstaða muni liggja fyrir í lok dags og upplýsingar sendar foreldrum eins fljótt og hægt er. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir mikilvægt að halda skólum gangandi og að menntun barna verði tryggð eins og frekast er unnt. Það sé þeirra réttur. „Það er auðvitað þannig að fyrsti skóladagur vetrarins markar nýtt upphaf í huga barna en það er alveg ljóst að í þetta sinn verður upphafið aðeins öðruvísi. Mér finnst þetta líka vera tákn um viljaþrek og samhug þeirra sem bera ábyrgð á leik-og grunnskólastarfi. Það er mikill hugur í skólafólki að halda skólastarfi eins vel gangandi út þennan vetur eins og okkur er frekast unnt. Fyrir helgi skrifuðu fulltrúar lykilaðila í menntakerfinu undir sameiginlega yfirlýsingu um að standa vörð um skólastarf á tímum kórónuveirunnar. „Nú í dag eru um 47 þúsund grunnskólabörn að byrja sitt nám aftur, nýtt skólaár. Það er mjög ánægjulegt að sjá það gerast af því ef við berum okkur saman til að mynda við Bandaríkin, að það eru mikið af börnum sem hafa ekki mætt í skólann sinn síðan í febrúar. Þó það séu áskoranir framundan þá er íslenskt samfélag það sterkt að við munum ná utan um þetta.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00 Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16 Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Starfsmenn þriggja skóla og Hins hússins smituðust líklega á Hótel Rangá Starfsmaður Hins hússins sem greindist með kórónuveiruna síðastliðinn fimmtudag smitaðist á Hótel Rangá í liðinni viku. Starfsmaður Álftamýrarskóla og Hvassaleitisskóla smitaðist einnig á Hótel Rangá. Starfsemi skólanna og Hins hússins hefur raskast töluvert vegna smitanna. 24. ágúst 2020 12:00
Hinu húsinu lokað vegna smits og rúmlega þrjátíu starfsmenn í sóttkví Rúmlega þrjátíu starfsmenn Hins hússins eru í sóttkví eftir að starfsmaður greindist með kórónuveiruna á fimmtudaginn síðastliðinn. 24. ágúst 2020 10:16
Skólahald raskast hjá 630 nemendum í fjórum skólum Skólastarf raskast hjá ríflega sex hundruð börnum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu eftir að starfsmenn skólanna greindust með kórónuveiruna. Eitt smitanna má rekja til Hótel Rangár þar sem umfangsmikil hópsýking kom upp í vikunni. 23. ágúst 2020 18:43
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent