Innlent

Átta í sóttkví af Ægisborg

Andri Eysteinsson skrifar
Mynd úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint.
Mynd úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki beint. Vísir/Vilhelm

Átta starfsmenn leikskólans Ægisborgar í Vesturbæ Reykjavíkur hafa verið sendir í sóttkví.

Þetta staðfestir Auður Ævarsdóttir, leikskólastjóri Ægisborgar í samtali við Vísi í dag.

Ekkert smit hefur greinst á meðal starfsmanna leikskólans en líklegt að starf hans raskist eitthvað á næstu tveimur vikum á meðan að starfsfólkið sætir sóttkví.

Auður segir starfsfólkið koma frá öllum deildum leikskólans og að um sé að ræða þriðjung starfsliðsins. Því sé mögulegt að þjónusta leikskólans skerðist eitthvað næstu vikurnar vegna sóttkvíarinnar.

„Við erum að skoða þetta, þetta mun hafa einhver áhrif á starfið. Við reynum bara að veita eins góða þjónustu og við getum miðað við mannafla,“ sagði Auður í samtali við Vísi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×